Heimdallur lýsir yfir vantrausti á Sigmund Davíð

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Heimdall­ur, félag ungra sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík, hefur lýst yfir van­trausti á Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra vegna þeirra upp­lýs­inga sem hafa komið fram um eign­ar­hald hans á félagi í skatta­skjóli á Bresku Jóm­frú­areyj­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá þeim. Þar segir að for­sæt­is­ráð­herra hafi haldið upp­lýs­ing­unum leyndum og sagt ósatt um þær. Alvar­leiki máls­ins er slíkur að honum er ekki sætt á stóli for­sæt­is­ráð­herra. Ekki kemur annað til greina en Sig­mundur Davíð segi af sér emb­ætti. Hann hefur nú þegar stór­skaðað íslenska hags­muni. Heimdallur mun ekki styðja rík­is­stjórn undir for­sæti Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar."

Fyrr í dag lýstu Ung Vinstri græn yfir að þau teldu að gjá hefði skap­ast á milli stjórn­valda og þjóð­ar­innar og því sé nauð­syn­legt að boða til kosn­inga. Ung vinstri græn for­dæma hegðun stjórn­valda varð­andi aflands­fé­lög ráð­herra. Rík­is­stjórnin telur að þjóðin hafi engan rétt á að fá upp­lýs­ingar um hvar hags­munir ráð­herra liggja eða hvers vegna þeir ákveða að geyma fjár­muni sína í þekktum skatta­skjólum en reyna þó að telja almenn­ingi trú um að verð­tryggða krónan sé örugg­asti gjald­mið­ill í heimi.

Trún­að­ar­brestur hefur mynd­ast milli þjóðar og stjórn­valda, for­sæt­is­ráð­herr­ann ákvað að engu skipti þó að hann hefði hags­muna að gæta ­vegna eigna eig­in­konu sinnar á Tortóla þó að í 3. grein stjórn­sýslu­laga komi fram að "Starfs­maður eða nefnd­ar­maður er van­hæfur til með­ferðar máls ef hann er eða hefur verið maki aðila" en for­sæt­is­ráð­herr­ann heldur að umræðan snú­ist ein­ungis um að koma óorði á eig­in­konu sína. Við­brögð ráð­herra hafa verið hroka­full og sýnt skiln­ings­leysi á stöðu mála. Eftir Kast­ljós­þátt gær­dags­ins er komið í ljós að ráða­menn þessa lands eru ekki hæfir til þess að sitja leng­ur. Ung vinstri græn telja að gjá hafi mynd­ast milli stjórn­valda og þjóð­ar­innar og því sé nauð­syn­legt að rjúfa þing og boða til kosn­inga. Sig­mundur og Bjarni vin­sam­leg­ast skilið lyklun­um".

Auglýsing

Ungir jafn­að­ar­menn lýstu yfir van­trausti á for­sæt­is­ráð­herra og rík­is­stjórn hans með yfir­lýs­ingu sem send var út í gær. Þar sagði  m.a.: Við­brögð Sig­mundar Dav­íðs, ­for­sæt­is­ráð­herra Íslands, við þeim alvar­legu athuga­semdum sem rétti­lega hafa verið gerðar við gjörðir hans upp á síðkast­ið, eru því miður dæmi­gerð fyr­ir­ ­stjórn­ar­hætti hans. Allir sem setja fram efn­is­lega og rök­studda gagn­rýni eru tor­tryggðir og sagðir gera það í ann­ar­legum til­gangi. Er það síst til þess ­fallið að byggja upp traust og virð­ingu Alþingis og íslenskra stjórn­mála al­mennt, sem brýn nauð­syn hefur þó verið til allt frá hruni. Van­hæf­ur ­for­sæt­is­ráð­herra sem kemur fram af hroka og lætur sín eigin völd ætíð njóta vafans getur aldrei byggt upp traust á milli sín og þjóðar sinn­ar. Þetta ein­staka mál og við­brögð ­for­sæt­is­ráð­herr­ans er næg ástæða afsagn­ar."

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None