Kann að vera tímabært að opna fyrir frekari upplýsingar um skattgreiðslur Wintris

sigmundur davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra segir að það kunni að vera tíma­bært að eig­in­kona hans opni fyrir frek­ari upp­lýs­ingar um ­eignir og skatt­greiðslur aflands­fé­lags­ins Wintris, sem er í hennar eigu. Þetta kom fram í við­tali við hann í Íslandi í dag. Hann hefur ítrekað sagt að all­ir skattar og gjöld hafi verið greidd á Íslandi vegna þeirra eigna sem eru inni í fé­lag­inu, sem eru erlend verð­bréf.

Sig­mundur Davíð sagði varla til þá mann­eskju á Íslandi sem ­sjái meira eftir því að félagið Wintris, sem er með heim­il­is­festi á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, hafi verið stofnað utan um eignir eig­in­konu hans, nema ­mögu­lega eig­in­konan sjálf. Það sé sjálf­sagt að biðj­ast afsök­unar á því að til­ ­fé­lags­ins hafi verið stofnað með þessum hætti.

Í við­tal­inu sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann að hann hefði ekki alltaf verið sáttur við nálgun RÚV í mál­inu en að hann hafi ákveðið að brjóta ákveð­ið prinsipp í sinni póli­tík með því að fara í við­tal við Frétta­blaðið fyrir páska. Það prinsipp væri að tengja ekki mál­efni eig­in­konu sinnar sínum stjórn­mál­u­m. Eftir á að hyggja hefði hann þó átt að svara fyrir Wintris-­mál­ið, sem varð op­in­berað 14. mars með stöðu­upp­færslu eig­in­konu for­sæt­is­ráð­herra á Face­book, fyrr en hann gerði. Sú opin­berun átti sér stað í kjöl­far þess að sænskur sjón­varps­mað­ur­, í sam­starfi við Reykja­vík Media, spurði Sig­mund Davíð út í félagið Wintris í sjón­varps­við­tali föstu­dag­inn 11. mars. Sig­mundur Davíð gekk út úr því við­tali.

Auglýsing

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None