Ný ríkisstjórn mynduð - Lilja Alfreðsdóttir verður ráðherra

sigurður ingi bjarni
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að halda áfram sam­starfi á grund­velli sömu verka­skipt­ingu og verið hef­ur. Flokk­arnir halda því áfram sömu ráðu­neyt­u­m. Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þegar hann og Sig­urður Ingi Jóhanns­son, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, ræddu við fjöl­miðla­menn að loknum fundum með þing­flokkum sínum rétt í þessu. Bjarni sagði einnig að kosn­ingum yrði flýtt og færu fram í haust. Stærsta málið sem framundan væri snéri að losun hafta og Bjarni sagði að það mál myndi koma fram á næstu vik­um. Engar breyt­ingar verða á ráð­herra­skipan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Sig­urður Ingi stað­festi að Lilja Alfreðs­dóttir verði ráð­herra að til­lögu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hvaða ráð­herra­emb­ætti hún muni gegna verður kynnt á morg­un. Ekk­ert var rætt um nýjan mál­efna­samn­ing.

Sig­urður Ingi sagði það rangt að þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins hefði hafnað Ásmundi Ein­ari Daða­syni, þing­flokks­for­manni Fram­sókn­ar, sem ráð­herra. Heim­ildir Kjarn­ans herma hins vegar að svo hafi verið og að að minnsta kosti tveir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hefðu sóst eftir ráð­herra­stól­um, þau Hösk­uldur Þór­halls­son og Vig­dís Hauks­dótt­ir.

Aðspurður um hvort flokk­arnir treystu sér í kosn­ingar sagði Bjarni að stjórn­ar­and­staðan væri í rústi og að einn flokkur væri tíma­bundið með gott fylgi, flokkur sem rétt hafi skriðið inn á þing síð­ast. Þar átti hann við Pírata. Bjarni hafn­aði því einnig að það væri upp­lausn í þjóð­fé­lag­in­u. Hér er vel rúm­legur meiri­hluti fyrir að styðja þessa rík­is­stjórn," sagði Bjarn­i.Hann sagði að van­traust­til­laga stjórn­ar­and­stöð­unar verði felld.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None