Sigurður Ingi staðfestur sem forsætisráðherra - Ekki sátt um aðra ráðherraskipan Framsóknar

höskuldur þórhallsson
Auglýsing

Hösk­uldur Þór­halls­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, stað­festi rétt í þessu að Sig­urður Ingi Jóhanns­son, vara­for­maður flokks­ins, verði næsti for­sæt­is­ráð­herra. Hann sagði einnig lík­legt að kosið yrði í haust. Hösk­uldur hélt að Sig­urður Ingi hefði þegar rætt við fjöl­miðla­menn og til­kynnt um þetta. Það hafði hann ekki gert. Hösk­uldur sagði einnig að hann hefði viljað fá skýr­ari svör frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni flokks­ins og frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra, um hvort hann ætli að sitja áfram á þingi. Þá sagði hann einnig frá því að Lilja Alfreðs­dótt­ir, sér­fræð­ingur í Seðla­bank­an­um, fyrrum verk­efna­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyti Sig­mundar Dav­íðs og dóttir Alfreðs Þor­steins­son­ar, yrði verk­efna­stjóri í ráðu­neyt­inu aft­ur.

Sig­mundur Davíð ræddi einnig stutt­lega við frétta­menn og sagði að næsti for­sæt­is­ráð­herra væri mjög traustur og góður maður og óskaði Íslend­ingum til ham­ingju með hann.

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans stóð til að Ásmundur Einar Daða­son, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks, yrði næsti sjáv­ar­út­vegs- og lands­bún­að­ar­ráð­herra áður en að þing­flokks­fundur Fram­sókn­ar­flokks hófst. Ekki var hins vegar ein­ing um það innan þing­flokks­ins og þótti sumum þing­mönnum flokks­ins þeir eiga frekara til­kall til emb­ætt­is­ins en hann. Heim­ild­ar­menn Kjarn­ans nefna þar sér­stak­lega Hösk­uld Þór­halls­son, úr stærsta kjör­dæmi flokks­ins, og Vig­dísi Hauks­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, sem áður hefur verið gengið fram­hjá. Ekki náð­ist sátt um hver yrði næsti sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, eða aðra ráð­herra­skipan utan þess að Sig­urður Ingi verði for­sæt­is­ráð­herra, og var þeirri vinnu frestað þangað til á morg­un.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None