Sigurður Ingi staðfestur sem forsætisráðherra - Ekki sátt um aðra ráðherraskipan Framsóknar

höskuldur þórhallsson
Auglýsing

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, staðfesti rétt í þessu að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, verði næsti forsætisráðherra. Hann sagði einnig líklegt að kosið yrði í haust. Höskuldur hélt að Sigurður Ingi hefði þegar rætt við fjölmiðlamenn og tilkynnt um þetta. Það hafði hann ekki gert. Höskuldur sagði einnig að hann hefði viljað fá skýrari svör frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins og fráfarandi forsætisráðherra, um hvort hann ætli að sitja áfram á þingi. Þá sagði hann einnig frá því að Lilja Alfreðsdóttir, sérfræðingur í Seðlabankanum, fyrrum verkefnastjóri í forsætisráðuneyti Sigmundar Davíðs og dóttir Alfreðs Þorsteinssonar, yrði verkefnastjóri í ráðuneytinu aftur.

Sigmundur Davíð ræddi einnig stuttlega við fréttamenn og sagði að næsti forsætisráðherra væri mjög traustur og góður maður og óskaði Íslendingum til hamingju með hann.

Auglýsing

Samkvæmt heimildum Kjarnans stóð til að Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, yrði næsti sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðherra áður en að þingflokksfundur Framsóknarflokks hófst. Ekki var hins vegar eining um það innan þingflokksins og þótti sumum þingmönnum flokksins þeir eiga frekara tilkall til embættisins en hann. Heimildarmenn Kjarnans nefna þar sérstaklega Höskuld Þórhallsson, úr stærsta kjördæmi flokksins, og Vigdísi Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem áður hefur verið gengið framhjá. Ekki náðist sátt um hver yrði næsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, eða aðra ráðherraskipan utan þess að Sigurður Ingi verði forsætisráðherra, og var þeirri vinnu frestað þangað til á morgun.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None