Traust hrapaði í kjölfar Kastljóssþáttar - Átta af tíu fannst þátturinn faglegur

Yfirgnæfandi hluti landsmanna þotti umfjöllun Kastljós fagleg. Traust til helstu ráðamanna, ríkisstjórnar og Alþingis hefur hrunið í kjölfar hennar. Píratar myndu fá 39 prósent atkvæða yrði kosið í dag.

26014604650_62815161ed_k.jpg
Auglýsing

Alls eru 78 prósent landsmanna hlynnt því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, segi af sér embætti. 60 prósent vilja að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segi einnig af sér embætti og 56 prósent vill að Ólöf Nordal innanríkisráðherra geri slíkt hið sama. Ljóst er að ástæðan fyrir þessari kröfu, og töpuðu trausti gagnvart ráðamönnum og helstu stjórnmálastofnunum landsins, liggur í þeim upplýsingum sem fram komu í Kastljósþætti á sunnudag. Nálægt átta af hverjum tíu landsmönnum fannst sú umfjöllun fagleg. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun lagði fyrir úrtak úr netpanel stofnunarinnar daganna 4. og 5. apríl. Svarendur voru 617. 

Þar var einnig spurt um hvaða flokk úrtakið myndi kjósa. Samkvæmt niðurstöðunni myndu Píratar fá 39 prósent atkvæða. Stjórnarflokkarnir myndu tapa miklu fylgi þar sem tíu prósent segja að þeir myndu kjósa Framsóknarflokkinn en 19 prósent Sjálfstæðisflokksins. Fylgi Vinstri grænna hækkar umtalsvert á milli kannana og segjast 15 prósent aðspurða að þeir myndu kjósa flokkinn. Samfylkingin mælist hins vegar með einungis átta prósent fylgi, sem er langt undir kjörfylgi flokksins sem þó var arfaslakt í sögulegu samhengi. Níu prósent nefndu annan flokk eða framboð.

Félagsvísindastofnun spurði einnig hvort fólk styddi ríkisstjórnina eða ekki. niðurstaðan var afgerandi á meðal þeirra sem tóku afstöðu: 72 prósent sögðust ekki gera það en 28 prósent styðja hana. 

Auglýsing

Í könnuninni var einnig spurt um hvort fólk hefði horft á umfjöllun Kastljós um aflandsfélög tengd ráðamönnum síðastliðinn sunnudag. 64 prósent aðspurðra sögðu að þeir hefðu séð þáttinn allan og 19 prósent að þeir hefðu séð hann að hluta. Það þýðir að einungis 16 prósent sá ekki þáttinn. Yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra, 78 prósent, sögðu að þeim hafi þótt umfjöllunin mjög eða frekar fagleg. Einungis 14 prósent sögðu að þeim hafi þótt hún ófagleg.

Félagsvísindastofnun spurði auk þess hvort umfjöllunin hefði dregið úr trausti á nokkrum ráðherrum eða stofnunum. 78 prósent sögðu að hún hefði dregið úr trausti sínu gagnvart Sigmundi Davíð, 67 prósent að hún hefði dregið úr trausti sínu á Bjarna Benediktssyni, 62 prósent treystu Ólöfu Nordal síður eftir þáttinn og 70 prósent misstu traust gagnvart ríkisstjórninni. Traust aðspurðra til Alþingis dróst saman hjá 63 prósent landsmanna og traust til stjórnmála almennt dróst saman um 67 prósent. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None