Traust hrapaði í kjölfar Kastljóssþáttar - Átta af tíu fannst þátturinn faglegur

Yfirgnæfandi hluti landsmanna þotti umfjöllun Kastljós fagleg. Traust til helstu ráðamanna, ríkisstjórnar og Alþingis hefur hrunið í kjölfar hennar. Píratar myndu fá 39 prósent atkvæða yrði kosið í dag.

26014604650_62815161ed_k.jpg
Auglýsing

Alls eru 78 pró­sent lands­manna hlynnt því að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra, segi af sér emb­ætti. 60 pró­sent vilja að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segi einnig af sér emb­ætti og 56 pró­sent vill að Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra geri slíkt hið sama. Ljóst er að ástæðan fyrir þess­ari kröfu, og töp­uðu trausti gagn­vart ráða­mönnum og helstu stjórn­mála­stofn­unum lands­ins, liggur í þeim upp­lýs­ingum sem fram komu í Kast­ljós­þætti á sunnu­dag. Nálægt átta af hverjum tíu lands­mönnum fannst sú umfjöllun fag­leg. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Félags­vís­inda­stofnun lagði fyrir úrtak úr net­panel stofn­un­ar­innar dag­anna 4. og 5. apr­íl. Svar­endur voru 617. 

Þar var einnig spurt um hvaða flokk úrtakið myndi kjósa. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­unni myndu Píratar fá 39 pró­sent atkvæða. Stjórn­ar­flokk­arnir myndu tapa miklu fylgi þar sem tíu pró­sent segja að þeir myndu kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn en 19 pró­sent Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fylgi Vinstri grænna hækkar umtals­vert á milli kann­ana og segj­ast 15 pró­sent aðspurða að þeir myndu kjósa flokk­inn. Sam­fylk­ingin mælist hins vegar með ein­ungis átta pró­sent fylgi, sem er langt undir kjör­fylgi flokks­ins sem þó var arfa­slakt í sögu­legu sam­hengi. Níu pró­sent nefndu annan flokk eða fram­boð.

Félags­vís­inda­stofnun spurði einnig hvort fólk styddi rík­is­stjórn­ina eða ekki. nið­ur­staðan var afger­andi á meðal þeirra sem tóku afstöðu: 72 pró­sent sögð­ust ekki gera það en 28 pró­sent styðja hana. 

Auglýsing

Í könn­un­inni var einnig spurt um hvort fólk hefði horft á umfjöllun Kast­ljós um aflands­fé­lög tengd ráða­mönnum síð­ast­lið­inn sunnu­dag. 64 pró­sent aðspurðra sögðu að þeir hefðu séð þátt­inn allan og 19 pró­sent að þeir hefðu séð hann að hluta. Það þýðir að ein­ungis 16 pró­sent sá ekki þátt­inn. Yfir­gnæf­andi meiri­hluti aðspurðra, 78 pró­sent, sögðu að þeim hafi þótt umfjöll­unin mjög eða frekar fag­leg. Ein­ungis 14 pró­sent sögðu að þeim hafi þótt hún ófag­leg.

Félags­vís­inda­stofnun spurði auk þess hvort umfjöll­unin hefði dregið úr trausti á nokkrum ráð­herrum eða stofn­un­um. 78 pró­sent sögðu að hún hefði dregið úr trausti sínu gagn­vart Sig­mundi Dav­íð, 67 pró­sent að hún hefði dregið úr trausti sínu á Bjarna Bene­dikts­syni, 62 pró­sent treystu Ólöfu Nor­dal síður eftir þátt­inn og 70 pró­sent misstu traust gagn­vart rík­is­stjórn­inni. Traust aðspurðra til Alþingis dróst saman hjá 63 pró­sent lands­manna og traust til stjórn­mála almennt dróst saman um 67 pró­sent. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None