Sigurður Ingi: Ekkert að því að geyma fé á lágskattasvæðum

7DM_5958_raw_0347.JPG
Auglýsing

Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, segir það ekkert að því að eiga eignir á lágskattasvæðum ef þeir sem slíkar eigi greiði skatta af þeim eignum. Það væri löglegt á Íslandi og alþjóðlega. Það sé hins vegar verulega mikið að því þegar menn noti slík félög til að komast hjá greiðslu skatta og til að fela fé. Verðandi forsætisráðherra hvatti alla þá sem „orðið hafa fyrir því“ að fela peninga eða svíkja undan sköttum að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þetta kom fram í svari hans við óundirbúinni fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna.

Áður en að Sigurður Ingi svaraði sinni fyrirspurn þá hafði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagt Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, ekki vera trúverðugan í gagnrýninni sinni á sig. Árni Páll hafði spurt Bjarna út í aflandsfélagaeign hans. 

Auglýsing

Augljóst væri að Árni Páll væri að nota umræðuna sem nú sé uppi til að reyna að bjarga eigin skinni í stjórnmálum. Bjarni segir Árna Pál vera að reyna að persónugera vandann í sér. Það væri ekki góð leið að fara í gegnum þá umræðu sem nú sé framundan með þeim hætti. Greinarmun þyrfti að gera á þeim sem væru með allt sitt á hreinu gagnvart lögum og reglum, þótt þeir hefðu átt aflandsfélög, og þeim sem notuðu þau til að komast hjá því að greiða sitt til samfélagsins. Þetta kom fram í svari Bjarna við óundirbúinni fyrirspurn Árna Páls á Alþingi í dag.

Hægt er að fylgjast með atburðum dagsins hér í beinni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None