Höskuldur vildi Sigmund Davíð af þingi

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins,
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins,
Auglýsing

Hösk­uldur Þór­halls­son, þing­maður Fram­sókna­flokks­ins, segir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og nú fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hefði átt að segja af sér þing­mennsku. Hann hefði þá haft tæki­færi til að koma aftur til leiks tví­efld­ur. „En það er auð­vitað kjós­enda og stuðn­ings­manna flokks­ins að ákveða hvort hann verði fram­tíð­ar­for­maður flokks­ins.“ Þetta er haft eftir Hös­k­uldi í Frétta­blað­inu í dag. Hann segir einnig að Sig­mundur Davíð eigi að fá rými til að gera betur grein fyrir sínum mál­u­m. „Hann sagði sjálfur að það væri ástæða til þess að gera betur grein fyrir sínum málum og leggja fram gögn, ef þau eru til.“

Sig­mundur Davíð baðst loks lausnar á rík­is­ráðs­fundi á Bessa­stöðum í gær. Við tók rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar. Sig­mundur Davíð ætlar sér að fara í frí á næstu dögum og taka síðan sæti sem almennur þing­mað­ur. Hann mun einnig verða for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins áfram. 

Afsögn Sig­mundar Dav­íðs kom í kjöl­far þess að opin­berað var að hann hefði átt aflands­fé­lag með heim­il­is­festi á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Félagið hélt utan um miklar eignir eig­in­konu hans og var kröfu­hafi í slitabú föllnu bank­anna. Sig­mundur Davíð hefur ítrekað sagt að allir skattar hafi verið greiddir hér­lendis vegna þeirra eigna sem í félag­inu eru en hefur ekki viljað svara fyr­ir­spurn­um, meðal ann­ars Kjarn­ans, um hvort hann og eig­in­kona hans hafi fyllt út svo­kall­aða CFC-­skýrslu með skatt­fram­tali sínu, líkt og eig­endur félaga á lág­skatta­svæðum eiga að ger­a. 

Auglýsing

Í Kast­ljós­þætti, sem unnin var í sam­starfi við Reykja­vík Media og sýndur var síð­asta sunnu­dag, var greint frá tengslum íslenskra stjórn­mála­manna við félög í þekktum skatta­skjól­um. Þegar hefur verið upp­lýst að nöfn nokkur hund­ruð Íslend­inga sé að finna í þeim skjölum sem umfjöll­unin byggði á, en þau eru frá lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca í Panama. Um er að ræða stærsta gagna­leka sög­unnar og hefur hann verið fyrsta frétt út um allan heim und­an­farna tæpa viku. 

Í Frétta­blað­inu í dag er greint frá því að ríkis­skatt­stjóri hafi kraf­ist þess að fá Pana­ma-skjölin afhent frá Reykja­vik Media á grund­velli 94. greinar tekju­skatts­laga. Þar seg­ir: „Öllum aðilum […] er skylt að láta skatt­yf­ir­völdum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauð­syn­legar upp­lýs­ingar og gögn er þau beið­ast og unnt er að láta þeim í té. Ekki skiptir máli hvort upp­lýs­ing­arnar varða þann aðila sem beiðn­inni er beint til […]."

Þegar hefur verið sent bréftil Reykja­vík Media, sem hefur frest til að taka afstöðu til máls­ins.Jóhannes Kr. Krist­jáns­son, rit­stjóri Reykja­vik Media, segir þó að fyr­ir­tæki hans hafi ekk­ert for­ræði yfir gögn­un­um. „Það hafa Alþjóða­sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna (ICI­J)[...]Varð­andi óskir rík­is­skatt­stjóra þá er lög­maður okkar að svara því erind­i.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None