Höskuldur vildi Sigmund Davíð af þingi

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins,
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins,
Auglýsing

Hösk­uldur Þór­halls­son, þing­maður Fram­sókna­flokks­ins, segir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og nú fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hefði átt að segja af sér þing­mennsku. Hann hefði þá haft tæki­færi til að koma aftur til leiks tví­efld­ur. „En það er auð­vitað kjós­enda og stuðn­ings­manna flokks­ins að ákveða hvort hann verði fram­tíð­ar­for­maður flokks­ins.“ Þetta er haft eftir Hös­k­uldi í Frétta­blað­inu í dag. Hann segir einnig að Sig­mundur Davíð eigi að fá rými til að gera betur grein fyrir sínum mál­u­m. „Hann sagði sjálfur að það væri ástæða til þess að gera betur grein fyrir sínum málum og leggja fram gögn, ef þau eru til.“

Sig­mundur Davíð baðst loks lausnar á rík­is­ráðs­fundi á Bessa­stöðum í gær. Við tók rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar. Sig­mundur Davíð ætlar sér að fara í frí á næstu dögum og taka síðan sæti sem almennur þing­mað­ur. Hann mun einnig verða for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins áfram. 

Afsögn Sig­mundar Dav­íðs kom í kjöl­far þess að opin­berað var að hann hefði átt aflands­fé­lag með heim­il­is­festi á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Félagið hélt utan um miklar eignir eig­in­konu hans og var kröfu­hafi í slitabú föllnu bank­anna. Sig­mundur Davíð hefur ítrekað sagt að allir skattar hafi verið greiddir hér­lendis vegna þeirra eigna sem í félag­inu eru en hefur ekki viljað svara fyr­ir­spurn­um, meðal ann­ars Kjarn­ans, um hvort hann og eig­in­kona hans hafi fyllt út svo­kall­aða CFC-­skýrslu með skatt­fram­tali sínu, líkt og eig­endur félaga á lág­skatta­svæðum eiga að ger­a. 

Auglýsing

Í Kast­ljós­þætti, sem unnin var í sam­starfi við Reykja­vík Media og sýndur var síð­asta sunnu­dag, var greint frá tengslum íslenskra stjórn­mála­manna við félög í þekktum skatta­skjól­um. Þegar hefur verið upp­lýst að nöfn nokkur hund­ruð Íslend­inga sé að finna í þeim skjölum sem umfjöll­unin byggði á, en þau eru frá lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca í Panama. Um er að ræða stærsta gagna­leka sög­unnar og hefur hann verið fyrsta frétt út um allan heim und­an­farna tæpa viku. 

Í Frétta­blað­inu í dag er greint frá því að ríkis­skatt­stjóri hafi kraf­ist þess að fá Pana­ma-skjölin afhent frá Reykja­vik Media á grund­velli 94. greinar tekju­skatts­laga. Þar seg­ir: „Öllum aðilum […] er skylt að láta skatt­yf­ir­völdum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauð­syn­legar upp­lýs­ingar og gögn er þau beið­ast og unnt er að láta þeim í té. Ekki skiptir máli hvort upp­lýs­ing­arnar varða þann aðila sem beiðn­inni er beint til […]."

Þegar hefur verið sent bréftil Reykja­vík Media, sem hefur frest til að taka afstöðu til máls­ins.Jóhannes Kr. Krist­jáns­son, rit­stjóri Reykja­vik Media, segir þó að fyr­ir­tæki hans hafi ekk­ert for­ræði yfir gögn­un­um. „Það hafa Alþjóða­sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna (ICI­J)[...]Varð­andi óskir rík­is­skatt­stjóra þá er lög­maður okkar að svara því erind­i.“ 

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None