Höskuldur vildi Sigmund Davíð af þingi

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins,
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins,
Auglýsing

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknaflokksins, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og nú fyrrverandi forsætisráðherra, hefði átt að segja af sér þingmennsku. Hann hefði þá haft tækifæri til að koma aftur til leiks tvíefldur. „En það er auðvitað kjósenda og stuðningsmanna flokksins að ákveða hvort hann verði framtíðarformaður flokksins.“ Þetta er haft eftir Höskuldi í Fréttablaðinu í dag. Hann segir einnig að Sigmundur Davíð eigi að fá rými til að gera betur grein fyrir sínum málum. „Hann sagði sjálfur að það væri ástæða til þess að gera betur grein fyrir sínum málum og leggja fram gögn, ef þau eru til.“

Sigmundur Davíð baðst loks lausnar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Við tók ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar. Sigmundur Davíð ætlar sér að fara í frí á næstu dögum og taka síðan sæti sem almennur þingmaður. Hann mun einnig verða formaður Framsóknarflokksins áfram. 

Afsögn Sigmundar Davíðs kom í kjölfar þess að opinberað var að hann hefði átt aflandsfélag með heimilisfesti á Bresku Jómfrúareyjunum. Félagið hélt utan um miklar eignir eiginkonu hans og var kröfuhafi í slitabú föllnu bankanna. Sigmundur Davíð hefur ítrekað sagt að allir skattar hafi verið greiddir hérlendis vegna þeirra eigna sem í félaginu eru en hefur ekki viljað svara fyrirspurnum, meðal annars Kjarnans, um hvort hann og eiginkona hans hafi fyllt út svokallaða CFC-skýrslu með skattframtali sínu, líkt og eigendur félaga á lágskattasvæðum eiga að gera. 

Auglýsing

Í Kastljósþætti, sem unnin var í samstarfi við Reykjavík Media og sýndur var síðasta sunnudag, var greint frá tengslum íslenskra stjórnmálamanna við félög í þekktum skattaskjólum. Þegar hefur verið upplýst að nöfn nokkur hundruð Íslendinga sé að finna í þeim skjölum sem umfjöllunin byggði á, en þau eru frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama. Um er að ræða stærsta gagnaleka sögunnar og hefur hann verið fyrsta frétt út um allan heim undanfarna tæpa viku. 

Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að ríkisskattstjóri hafi krafist þess að fá Panama-skjölin afhent frá Reykjavik Media á grundvelli 94. greinar tekjuskattslaga. Þar segir: „Öllum aðilum […] er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Ekki skiptir máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til […]."

Þegar hefur verið sent bréftil Reykjavík Media, sem hefur frest til að taka afstöðu til málsins.Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media, segir þó að fyrirtæki hans hafi ekkert forræði yfir gögnunum. „Það hafa Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ)[...]Varðandi óskir ríkisskattstjóra þá er lögmaður okkar að svara því erindi.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None