Höskuldur vildi Sigmund Davíð af þingi

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins,
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins,
Auglýsing

Hösk­uldur Þór­halls­son, þing­maður Fram­sókna­flokks­ins, segir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og nú fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hefði átt að segja af sér þing­mennsku. Hann hefði þá haft tæki­færi til að koma aftur til leiks tví­efld­ur. „En það er auð­vitað kjós­enda og stuðn­ings­manna flokks­ins að ákveða hvort hann verði fram­tíð­ar­for­maður flokks­ins.“ Þetta er haft eftir Hös­k­uldi í Frétta­blað­inu í dag. Hann segir einnig að Sig­mundur Davíð eigi að fá rými til að gera betur grein fyrir sínum mál­u­m. „Hann sagði sjálfur að það væri ástæða til þess að gera betur grein fyrir sínum málum og leggja fram gögn, ef þau eru til.“

Sig­mundur Davíð baðst loks lausnar á rík­is­ráðs­fundi á Bessa­stöðum í gær. Við tók rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar. Sig­mundur Davíð ætlar sér að fara í frí á næstu dögum og taka síðan sæti sem almennur þing­mað­ur. Hann mun einnig verða for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins áfram. 

Afsögn Sig­mundar Dav­íðs kom í kjöl­far þess að opin­berað var að hann hefði átt aflands­fé­lag með heim­il­is­festi á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Félagið hélt utan um miklar eignir eig­in­konu hans og var kröfu­hafi í slitabú föllnu bank­anna. Sig­mundur Davíð hefur ítrekað sagt að allir skattar hafi verið greiddir hér­lendis vegna þeirra eigna sem í félag­inu eru en hefur ekki viljað svara fyr­ir­spurn­um, meðal ann­ars Kjarn­ans, um hvort hann og eig­in­kona hans hafi fyllt út svo­kall­aða CFC-­skýrslu með skatt­fram­tali sínu, líkt og eig­endur félaga á lág­skatta­svæðum eiga að ger­a. 

Auglýsing

Í Kast­ljós­þætti, sem unnin var í sam­starfi við Reykja­vík Media og sýndur var síð­asta sunnu­dag, var greint frá tengslum íslenskra stjórn­mála­manna við félög í þekktum skatta­skjól­um. Þegar hefur verið upp­lýst að nöfn nokkur hund­ruð Íslend­inga sé að finna í þeim skjölum sem umfjöll­unin byggði á, en þau eru frá lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca í Panama. Um er að ræða stærsta gagna­leka sög­unnar og hefur hann verið fyrsta frétt út um allan heim und­an­farna tæpa viku. 

Í Frétta­blað­inu í dag er greint frá því að ríkis­skatt­stjóri hafi kraf­ist þess að fá Pana­ma-skjölin afhent frá Reykja­vik Media á grund­velli 94. greinar tekju­skatts­laga. Þar seg­ir: „Öllum aðilum […] er skylt að láta skatt­yf­ir­völdum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauð­syn­legar upp­lýs­ingar og gögn er þau beið­ast og unnt er að láta þeim í té. Ekki skiptir máli hvort upp­lýs­ing­arnar varða þann aðila sem beiðn­inni er beint til […]."

Þegar hefur verið sent bréftil Reykja­vík Media, sem hefur frest til að taka afstöðu til máls­ins.Jóhannes Kr. Krist­jáns­son, rit­stjóri Reykja­vik Media, segir þó að fyr­ir­tæki hans hafi ekk­ert for­ræði yfir gögn­un­um. „Það hafa Alþjóða­sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna (ICI­J)[...]Varð­andi óskir rík­is­skatt­stjóra þá er lög­maður okkar að svara því erind­i.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None