Fátt getur nú komið í veg fyrir að forsetaframbjóðendurnir Hillary Clinton og Donald Trump endi tvö í baráttu sinni um Hvíta húsið í næstu kosningum. Trump sigraði örugglega í forvalskosninum rebúplikanaflokksins í öllum þeim fimm ríkjum sem kosið var í í gær. Sigur Clinton var ekki alveg jafn sætur, en hún sigraði í fjórum ríkjum en keppinautur hennar, Bernie Sanders, tók Rhode Island. Eftir að úrslitin voru tilkynnt í nótt sagðist Sanders ekki ætla að draga sig í hlé fyrr en forvalið er á enda. Clinton þakkaði Sanders fyrir drengilegan leik og góða samkeppni.
Trump mun að öllum líkindum hljóta útnefningu rebúplikanaflokksins á flokksþingi þeirra í júní. Að minnsta kosti tilkynnti hann kjósendum sínum það þegar úrslitin voru ljós í nótt Ted Cruz, einn helsti keppinautur Trump, fékk einungis einn kjörmann eftir nóttina. Hann er því dottinn úr kapphlaupinu.
Clinton jók forskotið sem hún hefur á Sanders enn á ný í nótt. Minna er þó á munum hjá þeim heldur en hjá þeim Trump og Cruz.
Kosið var í Connecticut, Delaware, Maryland, Pennsylvaníu og Rhode Island. Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta í nóvember næstkomandi.