The Guardian fullyrðir að Dorrit sé skráð utan lögheimilis í Bretlandi

Fullyrt er á vef Guardian að Dorrit Moussaieff sé skráð utan lögheimilis í Bretlandi þó að hún búi þar. Ástæðan er lægri skattgreiðslur. Forsetaembættið segir engar upplýsingar hafa aðrar en þær að Dorrit búi í Bretlandi og borgi þar sína skatta.

Dorrit Moussaieff flutti lögheimili sitt frá Íslandi árið 2012 en sagði raunar hvergi hvert hún mundi flytja það.
Dorrit Moussaieff flutti lögheimili sitt frá Íslandi árið 2012 en sagði raunar hvergi hvert hún mundi flytja það.
Auglýsing

Dor­rit Moussai­eff er skráð án lög­heim­ilis eða heim­il­is­festu í Bret­landi vegna skatta­mála. Þetta er full­yrt í frétt á vef Guar­dian sem birt­ist í gær. Orð­rétt segir í frétt­inni:

„Að auki benda HSBC skrárnar til þess að Moussai­eff, sem er skráð utan lög­heim­ilis í Bret­landi (e. non-domici­le) vegna breska skatts­ins, átti að erfa stærri hlut af aflandsauð­æfum fjöl­skyld­unnar þegar móðir henn­ar, hin 86 ára Alisa, deyr.”

Emb­ættið segir Dor­rit borga sína skatta í Bret­landi

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn til for­seta­emb­ætt­is­ins í morgun vegna máls­ins og spurði hvort þetta væri rétt: Að Dor­rit væri ekki með lög­gilda heim­il­is­festu í Bret­landi eins og gert hefur verið ráð fyr­ir. Þau svör feng­ust frá emb­ætt­inu að Dor­rit væri vissu­lega skráð með búsetu í Bret­landi (e. res­ident) og borgi þar sína skatta, sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem emb­ættið hefði feng­ið. Annað fékkst ekki full­yrt frá emb­ætt­inu varð­andi frétt Guar­di­an.


Færði lög­heim­ilið frá Íslandi en til­greindi ekki hvert

Dor­rit flutti lög­heim­ili sitt frá Íslandi í des­em­ber 2012 og voru fréttir fluttar af því í júní 2013. Hún sendi frá sér yfir­lýs­ingu í kjöl­farið að flutn­ing­ur­inn væri gerður á grund­velli skatta­laga, til að geta sinnt vinnu sinni og öldruðum for­eldrum í London. Þetta gerði hún þegar horfur voru á að Ólafur Ragnar yrði ekki lengur for­seti. Hún sagði þó ekki hvert hún væri að flytja lög­heim­ili sitt, heldur gengu íslenskir fjöl­miðlar bara út frá því þar sem hún var skráð þar í Þjóð­skrá. Hún greiddi ekki auð­legð­ar­skatt hér á landi. Það kom þó skýrt fram að hún væri að flytja til Bret­lands. 

Auglýsing

Fram kom í yfir­lýs­ingu Dor­ritar frá þeim tíma að að svo geti verið ástatt hjá hjónum að annar mak­inn sé skatt­skyldur ótak­markað vegna heim­il­is­festi hér á landi, en hinn mak­inn með tak­mark­aða skatt­skyldu, það er ekki með lög­heim­ili. Ákvæðin eigi einkum við erlenda rík­is­borg­ara og tví­skött­un­ar­samn­inga.

Fréttablaðið 15. júní 2013. Dorrit sagðist reyndar aldrei hafa flutt lögheimili sitt til Bretlands, heldur gengu fjölmiðlar út frá því þar sem hún er skráð þar í Þjóðskrá. Hún fullyrti einungis að hafa flutt lögheimilið frá Íslandi.

Sam­kvæmt Þjóð­skrá er Dor­rit skráð í Bret­landi. Utan lög­heim­ilis (e. non-domici­le) er skil­greint á vef bresku rík­is­stjórn­ar­innar sem staða breskra rík­is­borg­ara sem hafa aðal­að­setur utan Bret­lands og þurfa því mögu­lega ekki að greiða tekju­skatt af erlendum tekj­um.

Í umfjöllun Guar­dian um fólk utan lög­heim­ilis seg­ir: „Þetta er ein­stök staða fólks sem þekk­ist hvergi utan Bret­lands. Þetta gerir millj­arða­mær­ingum (e. ultra-wealt­hy) kleyft að fæðast, alast upp og búa á Bret­landi, og borga samt mun lægri skatta heldur en aðrir breskir rík­is­borg­ar­ar, á full­kom­lega lög­legan hátt.”

Dor­rit teng­ist sjálf aflands­fé­lögum

Frétt Guar­dian var birt að til­efni fregna gær­dags­ins um að Dor­­rit hafi tengst minnst fimm banka­­reikn­ingum í Sviss í gegnum fjöl­­skyldu sína og að minnsta kosti tveim aflands­­fé­lög­­um. Það kom fram í gögnum sem upp­­­ljóstr­­arar létu Le Monde, Südd­eutshe Zeit­ung og ICJ fá og kall­­ast Swiss Leaks og Panama Papers. Greint frá þessu í frétt á heima­­síðu Reykja­vik Media í gær. Auk þess birt­ist fréttin víða ann­­ar­s­­staðar í heims­­press­unni, meðal ann­­ars á vef The Guar­dian og á vef Sudd­eutche Zeit­ung.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None