The Guardian fullyrðir að Dorrit sé skráð utan lögheimilis í Bretlandi

Fullyrt er á vef Guardian að Dorrit Moussaieff sé skráð utan lögheimilis í Bretlandi þó að hún búi þar. Ástæðan er lægri skattgreiðslur. Forsetaembættið segir engar upplýsingar hafa aðrar en þær að Dorrit búi í Bretlandi og borgi þar sína skatta.

Dorrit Moussaieff flutti lögheimili sitt frá Íslandi árið 2012 en sagði raunar hvergi hvert hún mundi flytja það.
Dorrit Moussaieff flutti lögheimili sitt frá Íslandi árið 2012 en sagði raunar hvergi hvert hún mundi flytja það.
Auglýsing

Dor­rit Moussai­eff er skráð án lög­heim­ilis eða heim­il­is­festu í Bret­landi vegna skatta­mála. Þetta er full­yrt í frétt á vef Guar­dian sem birt­ist í gær. Orð­rétt segir í frétt­inni:

„Að auki benda HSBC skrárnar til þess að Moussai­eff, sem er skráð utan lög­heim­ilis í Bret­landi (e. non-domici­le) vegna breska skatts­ins, átti að erfa stærri hlut af aflandsauð­æfum fjöl­skyld­unnar þegar móðir henn­ar, hin 86 ára Alisa, deyr.”

Emb­ættið segir Dor­rit borga sína skatta í Bret­landi

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn til for­seta­emb­ætt­is­ins í morgun vegna máls­ins og spurði hvort þetta væri rétt: Að Dor­rit væri ekki með lög­gilda heim­il­is­festu í Bret­landi eins og gert hefur verið ráð fyr­ir. Þau svör feng­ust frá emb­ætt­inu að Dor­rit væri vissu­lega skráð með búsetu í Bret­landi (e. res­ident) og borgi þar sína skatta, sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem emb­ættið hefði feng­ið. Annað fékkst ekki full­yrt frá emb­ætt­inu varð­andi frétt Guar­di­an.


Færði lög­heim­ilið frá Íslandi en til­greindi ekki hvert

Dor­rit flutti lög­heim­ili sitt frá Íslandi í des­em­ber 2012 og voru fréttir fluttar af því í júní 2013. Hún sendi frá sér yfir­lýs­ingu í kjöl­farið að flutn­ing­ur­inn væri gerður á grund­velli skatta­laga, til að geta sinnt vinnu sinni og öldruðum for­eldrum í London. Þetta gerði hún þegar horfur voru á að Ólafur Ragnar yrði ekki lengur for­seti. Hún sagði þó ekki hvert hún væri að flytja lög­heim­ili sitt, heldur gengu íslenskir fjöl­miðlar bara út frá því þar sem hún var skráð þar í Þjóð­skrá. Hún greiddi ekki auð­legð­ar­skatt hér á landi. Það kom þó skýrt fram að hún væri að flytja til Bret­lands. 

Auglýsing

Fram kom í yfir­lýs­ingu Dor­ritar frá þeim tíma að að svo geti verið ástatt hjá hjónum að annar mak­inn sé skatt­skyldur ótak­markað vegna heim­il­is­festi hér á landi, en hinn mak­inn með tak­mark­aða skatt­skyldu, það er ekki með lög­heim­ili. Ákvæðin eigi einkum við erlenda rík­is­borg­ara og tví­skött­un­ar­samn­inga.

Fréttablaðið 15. júní 2013. Dorrit sagðist reyndar aldrei hafa flutt lögheimili sitt til Bretlands, heldur gengu fjölmiðlar út frá því þar sem hún er skráð þar í Þjóðskrá. Hún fullyrti einungis að hafa flutt lögheimilið frá Íslandi.

Sam­kvæmt Þjóð­skrá er Dor­rit skráð í Bret­landi. Utan lög­heim­ilis (e. non-domici­le) er skil­greint á vef bresku rík­is­stjórn­ar­innar sem staða breskra rík­is­borg­ara sem hafa aðal­að­setur utan Bret­lands og þurfa því mögu­lega ekki að greiða tekju­skatt af erlendum tekj­um.

Í umfjöllun Guar­dian um fólk utan lög­heim­ilis seg­ir: „Þetta er ein­stök staða fólks sem þekk­ist hvergi utan Bret­lands. Þetta gerir millj­arða­mær­ingum (e. ultra-wealt­hy) kleyft að fæðast, alast upp og búa á Bret­landi, og borga samt mun lægri skatta heldur en aðrir breskir rík­is­borg­ar­ar, á full­kom­lega lög­legan hátt.”

Dor­rit teng­ist sjálf aflands­fé­lögum

Frétt Guar­dian var birt að til­efni fregna gær­dags­ins um að Dor­­rit hafi tengst minnst fimm banka­­reikn­ingum í Sviss í gegnum fjöl­­skyldu sína og að minnsta kosti tveim aflands­­fé­lög­­um. Það kom fram í gögnum sem upp­­­ljóstr­­arar létu Le Monde, Südd­eutshe Zeit­ung og ICJ fá og kall­­ast Swiss Leaks og Panama Papers. Greint frá þessu í frétt á heima­­síðu Reykja­vik Media í gær. Auk þess birt­ist fréttin víða ann­­ar­s­­staðar í heims­­press­unni, meðal ann­­ars á vef The Guar­dian og á vef Sudd­eutche Zeit­ung.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None