Berglind Ásgeirsdóttir býður sig ekki fram til forseta

Berglind Ásgeirsdóttir
Auglýsing

Berg­lind Ásgeirs­dótt­ir, sendi­herra í Frakk­landi, ætlar ekki að gefa kost á sér til emb­ættis for­seta Íslands. Hún til­kynnti það  rétt í þessu á Face­book. 

Þar segir Berg­lind: 

„Ég hef að und­an­förnu íhugað það gaum­gæfi­lega að gefa kost á mér í fram­boð til emb­ættis for­seta Íslands. Meg­in­á­stæður þess eru tvær. Ann­ars vegar hef ég talið reynslu mína í marg­vís­legum störfum fyrir íslenska þjóð á und­an­förnum árum geta nýst á for­seta­stóli og hins vegar hef ég lengi verið þeirrar skoð­unar að for­seti geti verið öfl­ugur máls­hefj­andi og jafn­framt þátt­tak­andi í brýnni umræðu.

Auglýsing

Í þeim efnum hef ég einkum í huga ein­lægt og yfir­vegað sam­tal um mannauð íslenskrar þjóð­ar, bæði þeirra sem hér eru fæddir og hinna sem til okkar hafa flust frá öðrum lönd­um. Ég hef líka verið upp­tekin af þeim atgervis­flótta sem við okkur blasir og hvernig unnt sé að skapa ungu fólki á Íslandi þannig aðstæður að við missum það ekki frá okk­ur. Ég er sann­færð um að for­seti Íslands geti orðið mik­il­vægur afl­vaki umræðu um hvernig við getum sett okkar langstærstu auð­lind, fólkið í land­inu, í önd­vegi.

Ísland hefur alla burði til þess að fóstra íbúa sína með þeim hætti að þeim líði vel, lifi saman í sátt og vilji hvergi ann­ars staðar vera. Það getur líka breitt út faðm sinn og tekið á móti ferða­mönnum þannig að sómi sé að. Ef vel er að málum staðið geta þeir sem byggja þetta land eða sækja það heim notið allsnægta sem óvíða finn­ast meiri. Emb­ætti for­seta Íslands á að leggja sitt af mörkum til þess að traustur vörður sé stað­inn um þau verð­mæti sem við eigum mest. Þar lang­aði mig til að leggja mitt af mörk­um.

Ég hef fundið fyrir miklum stuðn­ingi víða að úr sam­fé­lag­inu, ekki síst frá konum og ungu fólki. Mér þykir afar mikið til þessa koma en hef engu að síður tekið þá ákvörðun að láta staðar numið í þessum hug­renn­ing­um. Ég mun því ekki verða á meðal þátt­tak­enda í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna en óska stórum hópi fram­bjóð­enda vel­gengni og sömu­leiðis þeim sem hlut­skarpastur verður að leik lokn­um."

Árétt­ing: Fyrir mis­tök stóð í fyr­ir­sögn frétt­ar­innar við fyrstu birt­ingu að Berg­lind ætl­aði í for­seta­fram­boð. Það var leið­rétt innan við mín­útu síð­ar. Beðist er afsök­unar á þessum mis­tök­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiFréttir
None