Panamaskjalauppljóstrarinn sendir frá sér yfirlýsingu

Um er að ræða stærsta gagnaleka í sögunni.
Um er að ræða stærsta gagnaleka í sögunni.
Auglýsing

Upp­ljóstr­ar­inn sem kom Panama­skjöl­unum til fjöl­miðla úr panamísku lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca vill að vernd upp­ljóstr­ara verði lög­fest í heim­in­um. Hann seg­ist í yfir­lýs­ingu reiðu­bú­inn að aðstoða stjórn­völd við skatt­rann­sókn­ir. 

Heim­ild­ar­mað­ur­inn, sem kemur ekki fram undir nafni, seg­ist ekki vera njósn­ari. Ástæða þess að hann kom um 11,5 milljón gögnum til þýska dag­blaðs­ins Südd­eutche Zeit­ung og ICIJ, alþjóða­sam­taka rann­sókn­ar­blaða­manna, var sú að honum ofbauð notkun auð­manna heims­ins á skatta­skjólum og öllu órétt­læt­inu sem því fylg­ir. Hann seg­ist ekki vinna fyrir neina opin­bera stofnun og hafi aldrei gert. Allt sem hann hafi gert byggi ein­ungis á hans skoð­un­um. 

„Tekju­ó­jöfn­uður er eitt af stærstu málum okkar tíma. Hann hefur áhrif á okkur öll, alls staðar í heim­in­um. Umræðan um öran vöxt tekju­ó­jöfn­uðar hefur staðið um ára­bil, þar sem stjórn­mála­menn, fræði­menn og akti­vistar hafa ekki getað stöðvað hann þrátt fyrir ótelj­andi ræð­ur, töl­fræði­grein­ing­ar, nokkur mót­mæli og stöku heim­ild­ar­mynd­ir. Enn stendur spurn­ingin eft­ir: Af hverju? Og af hverju nún­a?” segir í yfir­lýs­ing­unni, sem má lesa á íslensku í heild sinni inni á vef Reykja­vík Media og á ensku inni á vef Guar­dian. „Svarið við þessum spurn­ingum er skýrt í Pana­ma­gögn­un­um; gríð­ar­leg, gegn­sýrð spill­ing. Og það er ekki til­viljun að svörin skuli koma frá lög­manns­stofu – sem er ekki bara tann­hjól í mask­ínu „auð­stjórn­un­ar“ því Mossack Fon­seca not­aði áhrif sín til að skrifa og beygja lög um allan heim til að þjóna hags­munum glæpa­manna um ára­tuga­skeið. Í til­viki eyj­unnar Nieu rak lög­manns­stofan í raun skatta­skjól frá upp­hafi til enda. Ramón Fon­seca og Jürgen Mossack vilja að við trúum því að skúffu­fé­lög stof­unn­ar, sem stundum eru kölluð „far­ar­tæki með sér­stakan til­gang“ séu eins og bíl­ar. En sölu­menn not­aðra bíla skrifa ekki lög. Og eini „sér­staki til­gang­ur“ þess­ara far­ar­tækja sem þeir bjuggu til var of oft svik, af gríð­ar­stórum skala.”

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None