Lawrance Soper, sem prestur um árabil í kaþólskum söfnuði í Abbey í Englandi, var handtekinn í Kosovo í vikunni. Soper er grunaður um að hafa misnotað börn í söfnuði sínum, og bíða hans ákærur í sex aðskildum málum.
Frá þessu var greint á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, í dag.
Soper hefur verið á flótta frá lögregla hóf rannsókn á málum hans. Kaþólska kirkjan í Bretlandi hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hylma yfir glæpi hans og grípa ekki til aðgerða á meðan hann var starfandi prestur, þrátt fyrir fjölmargar kvartanir og að lokum lögreglurannsókn.
Brotin voru fram á árunum 1991 til 2000 meðal annars í St. Benedict einkaskólanum í London, samkvæmt umfjöllun BBC, en þar kenndi Soper.
Hann var handtekinn árið 2010 en var sleppt eftir að tryggingargjald var greitt. Hann var boðaður aftur í yfirheyrslu hjá lögreglu í mars 2011, en lét ekki sjá sig, og hefur verið eftirlýstur í allri Evrópu frá árinu 2012.
Lögreglan í Kosovo, nánar tiltekið í borginni Pristina, segir að Lawrance hafi verið þekktur undir nafninu Andrew, og haldið mest til á Ítalíu. Hans bíða núna réttarhöld, en jafnvel er talið að fleiri mál en þau sex sem eru fullrannsökuð bíði þess að verða tekin fyrir.
Kaþólska kirkjan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hylma yfir kynferðisbrot presta innan kaþólskra safnaða gegn börnum um allan heim.