Eignarlausir, stórskuldugir en stofnuðu samt net félaga á aflandseyjum eftir hrun

Páll Þór Magnússon var framkvæmdastjóri Sunds/IceCapital, sem lyst var gjaldþrota árið 2012. Lýstar kröfur í búið voru 51 milljarður króna.
Páll Þór Magnússon var framkvæmdastjóri Sunds/IceCapital, sem lyst var gjaldþrota árið 2012. Lýstar kröfur í búið voru 51 milljarður króna.
Auglýsing

Fyrr­ver­andi eig­endur og stjórn­endur fjár­fest­inga­fé­lags­ins Sunds, sem síðar var end­ur­nefnt IceCapital, eru með pró­kúru í þremur félög­um ­sem skráð eru til heim­ilis á lág­skatt­ar­svæði á Seychelles-eyj­um. Félögin þrjú vor­u ­stofnuð af panömsku lög­manns­stof­unni Mossack Fon­seca í febr­úar 2011, tveimur og hálfu ári eftir hrun. Þau heita Orang­el S.A., Xperia Tra­d­ing S.A. og Tan­gon Consulting S.A. Frá þessu er greint í Stund­inni í dag en umfjöllun hennar er hluti af úrvinnslu úr Panama­skjöl­un­um svoköll­uðu, sem fer fram í sam­starfi við Reykja­vík Media.

Þar segir enn fremur að Páll Þór Magn­ús­son, fyrr­ver­and­i fram­kvæmda­stjóri Sunds/IceCapi­tal hafi verið með pró­kúru­um­boð fyrir öllu ­fé­lög­in. Auk þess hafi eig­in­kona hans, Gabrí­ela Krist­jáns­dótt­ir, bróðir henn­ar Jón Krist­jáns­son og móðir þeirra Gunn­þór­unn Jóns­dóttir verið hvert um sig með­ ­pró­kúru­um­boð fyrir eitt félag. Fjár­fest­inga­fé­lagið Sund/IceCapi­tal varð til­ utan um auð  Óla Kr. Sig­urðs­son, fyrrum ­for­stjóra og eig­anda Olís, sem lést árið 1992. Gunn­þór­unn er ekkja Óla og Jón og Gabrí­ela eru börn hennar af fyrra hjóna­bandi.

Auglýsing

Millj­arða kröfur en litlar sem engar eign­ir 

Sund/IceCapi­tal var lýst gjald­þrota árið 2012 og námu lýstar kröfur í búið um 51 millj­arði króna. Margir kröfu­hafar félags­ins dróg­u það árum saman í efa að það ætti sér til­veru­rétt eftir hrunið og töldu að ­fé­lag­inu hefði verið haldið á lífi til að koma undan eign­um. Skipta­stjóri ­fé­lags­ins sagði við Frétta­blaðið í apríl að stjórn­endur félags­ins, þeir Páll og Jón, teld­ust eign­ar­lausir á Íslandi en þeir hefðu flutt lög­heim­ili sín út fyr­ir­ land­stein­anna eftir banka­hrun. Fjöldi félaga í þeirra eigu hefur verið færður í erlent eign­­ar­hald á síð­­­ustu árum. Vegna þessa hefur búinu gengið illa að inn­­heimta skuld­ir þeirra.

Á meðal þeirra gjörn­inga sem reynt hefur verið að rifta var sá a selja fast­eignir út úr dótt­ur­fé­lagi Sunds/ IceCapi­tal í lok árs 2008 til félags í eigu Páls. Skuldir dótt­ur­fé­lags­ins, Ice Properties ehf., sem voru á bil­inu 600-700 millj­ónir króna, voru færðar inn í ógjald­fært móð­ur­fé­lag­ið. Lánardrott­inn var VBS fjár­fest­ing­ar­banki en Páll Þór Magn­ús­son var stjórn­ar­for­maður bank­ans þegar lánið var veitt. Fast­eign­irnar sem um ræð­ir eru Aust­ur­stræti 20 (Hress­ing­ar­skál­inn), 6. og 7. hæð í Kringl­unni 4-6 og tvær fast­eignir við Digra­nes­veg í Kópa­vogi. Slita­stjórn VBS, en sá banki sem Sund/IceCapi­tal hafði átt hlut í var þá kom­inn í þrot, vildi meina að und­ir­skrift­ar­reglum VBS hafi ekki verið fylgt með til­færslu láns­ins, en Jón Þór­is­son, þáver­andi for­stjóri VBS, skrif­aði einn undir hana. Þetta mál hef­ur auk þess verið til rann­sóknar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, sem nú heit­ir hér­aðs­sak­sókn­ari.

Þetta er fjarri því eina málið sem snýr að „Sund­ur­um“ sem ­sagt hefur verið frá í fjöl­miðlum eða sem hefur ratað fyrir dóm­stóla. Í apr­íl var til að mynda greint frá því í Frétta­blað­inu að Páll hefði selt eig­in­kon­u sinni helm­ings­hlut í 370 fer­­metra ein­býl­is­­hús­i í Garðabæ fimm dögum eftir að hann var ­dæmdur til að greiða þrota­­búi félags­­ins um 120 millj­­ónir króna. Fast­­eigna­­mat hús­s­ins er 87 millj­­ónir króna. Þrota­­bú­i Sund/IceCapi­­tal hefur ekki tek­ist að inn­­heimta þá skuld sem Páll var ­dæmdur til að greiða því.

2. októ­ber 2014 var ­þrota­­bú­i Sund/IceCapi­­tal dæmdar 520 millj­­ónir í Hér­­aðs­­dómi Reykja­­ness. ­Dóm­­ur­inn var vegna rift­unar á ýmsum gern­ingum stjórn­­enda félags­­ins sem áttu sér stað eft­ir ­banka­hrun­ið, haustið 2008 og snemma árs 2009. Skipta­­stjóri ­þrota­­bús IceCapi­tal ­sagði við Frétta­blaðið að fyrr­ver­andi helstu stjórn­­end­ur ­fé­lags­­ins, Páll og Jón, skuldi búinu tæpar 350 millj­­ónir króna með drátt­­ar­vöxt­­um.

Annað rift­un­ar­mál sem dæmt var í í októ­ber 2014 snéri að sölu á 2/3 hlutar í þyrlu­­fyr­ir­tæk­inu Norð­­ur­flug­i út úr Sund/IceCapi­tal í des­em­ber 2008. Norð­­ur­flug er nú í eigu erlendra félaga sem tengj­­ast eig­end­um IceCapi­­tal. Fyr­ir­tækið hagn­að­ist um 160 millj­­ónir króna á ár­unum 2013 og 2014. Þá seldu hlut­hafar í Norð­­ur­flugi þriðj­ungs­hlut í því til­ Air Green­land ­síð­­asta sumar á 200 millj­­ónir króna.

Töld­u ­sig fórn­­­ar­lömb mark­aðs­mis­­­not­k­unar

Þeir Páll og Jón hafa löngum borið fyrir sig að hafa verið blekktir í við­­skiptum við íslenska banka í rekstri Sunds/IceCapi­­tal. Síðla árs 2010 tók hér­­­aðs­­­dómur Reykja­víkur fyrir mál Arion banka gegn félag­in­u ­vegna van­efnda á lána­­­samn­ingi. Í mál­inu bar lög­­­­­maður Sund/IceCapital, ­fyrir sig að félagið hefði verið mis­­­notað mark­aðs­mis­­­­not­k­un­­­ar­til­­­burð­u­m ­Kaup­­­þings, fyr­ir­renn­­­ara Arion banka, til að kaupa hluta­bréf bank­­­an­um til að hafa áhrif verð­­­myndun hans. Þá hafi rekstur Kaup­­­þings eftir árið 2006 verið „einn blekk­ing­­­ar­­­leikur af hálfu stjórn­­­enda bank­ans" og fjár­­­­­festar hafi „bæði verið blekktir og beittir svik­um". 

Í mála­til­­­bún­­­aði Sunds/IceCapi­­­tal sagði auk þess að stjórn­­­endur Kaup­­­þings hafi „á árunum 2007 til 2008 unnið mark­visst þág­u ein­stakra hlut­hafa sinna og tekið stöðu gegn íslensku krón­unn­i". Á grund­velli þess­­­ara raka fór lög­­­maður Sund/IceCapi­­tal fram á að skjól­­­stæð­ing­ar hans yrðu ekki bund­nir af lána­­samn­ingn­­­um. Hér­­­aðs­­­dómur hafn­aði þessum rökum og Hæst­i­­­réttur stað­­­festi þá nið­­­ur­­­stöðu nokkrum mán­uðum síð­­­­­ar. Sund/IceCapi­­­tal var gert að greiða Arion banka 3,5 millj­­­arða króna.

Sami hópur var aftur mættur fyr­ir dóm­stóla vorið 2011, nú vegna dótt­­­ur­­­fé­lags Sunds/IceCapital, Iceproperties, sem eig­end­­­urnir vildu ekki gefa upp til gjald­­­þrota­­­skipta ­þrátt fyrir him­in­háar skuld­­­ir. Í mál­­­flutn­ingi fyrir dómi kom fram í máli lög­­­­manns Iceproperties að hann teldi skjól­­­stæð­inga sína hafa verið fórn­­­­­ar­lömb ­mark­aðs­mis­­­­not­k­unar af hendi Glitnis banka þegar þeir keyptu bréf í hon­um ­fyrir um átta millj­­­arða króna, sem  voru fengnir að láni hjá Glitni. Dóm­stól­ar ­féllust ekki á þessi rök og Iceproperties var gefið upp til gjald­­­þrota­­­skipta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None