Fyrsta nýja trjátegundin í 47 ár uppgötvuð af vísindamönnum fyrir slysni

Vísindamenn fundu nýja trjátegund í Nýju-Kaledóníu eftir 17 ára rannsóknarstarf. Ekki hefur fundist ný trjátegund í heiminum í 47 ár. Tréð er af sömu ætt og apahrellir, eða apaþrautatré.

Ný tegund af apaþrautatré, eða apahrelli, hefur uppgötvast á eyju í Kyrrahafi eftir 17 ára rannsóknarstarf.
Ný tegund af apaþrautatré, eða apahrelli, hefur uppgötvast á eyju í Kyrrahafi eftir 17 ára rannsóknarstarf.
Auglýsing

Vísindamenn hafa fundið nýja trjátegund og er þetta fyrsta nýja tegundin sem finnst í 47 ár. Starfsmenn konunglega Grasagarðsins í Edinborg hafa stundað rannsóknir á á eyjunni Nýju-Kaledóníu í Kyrrahafi í 17 ár, en á eyjunni er afar sérstætt samansafn af flóru. Tréð, sem er af sömu ættkvísl og apaþrautatré, eða apahrellir (Araucaria, e. Monkey Puzzle), sem hafa fundist víða í Nýju Kaledóníu, hvar er að finna þrettán tegundir af trénu. Trén vaxa einnig í Ástralíu, Chile og víðar í Suður-Ameríku. Talið var að einungis 19 tegundir væru til af þessari ættkvísl, en í raun eru þær að minnsta kosti 20. Fréttavefur Skógræktar ríkisins greinir frá þessu. 

Fannst fyrir tilviljun

Lífríki eyjunnar hefur verið ógnað vegna nikkelframleiðslu. Hin nýja tegund fannst, fyrir algjöra tilviljun, á stað þar sem til stendur að grafa fyrri nýrri nikkelnámu. Á seinni hluta síðasta árs komu skosku vísindamennirnir auga á nokkur tré sem virtust frábrugðin öðrum - og var það rétt athugað. Í ljós kom að laufin, eða nálarnar, voru stærri en á öðrum apaþrautatrjám og lögun könglanna önnur. 

Auglýsing

Fram kemur á vef Skógræktarfélagsins að með ítarlegum rannsóknum hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að hin nýju tré væru nægilega frábrugðin öðrum Araucaria-trjám til að þau gætu verið skilgreind sem ný tegund. 

Apahrellir eða apaþraut (Araucaria araucana)

200 milljón ára gömul tegund í hættu

Enn er þó mikil vinna eftir við rannsóknir á erfðaefni tegundarinnar og er nú megináhersla lögð á verndun hennar á svæðinu. Útbreiðsla hennar á eyjunni virðist vera bundin við svæði þar sem á að hefja mikla framleiðslu á nikkel með námagröfti og tilheyrandi raski. 

Ræktuð í görðum á Íslandi

Tréð hefur enn ekki fengið viðurkennt fræðiheiti, en er talin hafa vaxið á jörðinni í um 200 milljónir ára, eða á meðan risaeðlurnar réðu ríkjum. Hin eiginlegu apaþrautatré hafa verið ræktuð í görðum um allan heim í fjölda ára, enda eru þetta langlíf og nokkuð harðger, sígræn tré. Þau vaxa ekki hratt, en geta náð allt að 50 metra hæð. Vísindamennirnir gáfu í kjölfarið út grein í American Journal of Botany um rannsóknina og niðurstöðurnar. Þar kemur meðal annars fram að Norður-Kaledónía er ein mesta uppspretta nikkels á jörðinni.

Apahrellir er ræktaður í görðum um allan heim (Mynd: Wikipedia)

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None