SA: Flugumferðarstjórar komi niður úr skýjunum

Framkvæmdastjóri SA segir að engar náttúrulegar aðstæður kalli á að starfsemi fyrir flugrekstur sé rekin á Íslandi. Óbilgjarnar launakröfur séu til ama og ógni stöðugleika á vinnumarkaði.

Þorsteinn-víglundsson-nytt.jpg
Auglýsing

„Þriðja sum­arið í röð þurfa lands­menn að búa við aðstæður þar sem fámennur starfs­hópur lokar fyrir sam­göngur til og frá land­inu með verk­falls­að­gerð­um. Röskun hefur orðið á milli­landa­flugi og inn­an­lands­flugi vegna yfir­vinnu­banns flug­um­ferð­ar­stjóra með óþæg­indum fyrir far­þega og tekju­tapi aðila í ferða­þjón­ustu. Þar við bæt­ist álits­hnekkir Íslands sem ferða­þjón­ustu­lands.“Þetta segir Þor­steinn Víglunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA), í leið­ara frétta­bréfs SA. Hann segir launa­kröfur flug­um­ferð­ar­stjóra ganga langt fram úr öðrum kjara­samn­ing­um. „
Kröfur flug­um­ferð­ar­stjóra um launa­hækk­anir eru langt umfram hækk­anir í öðrum kjara­samn­ing­um. Yrði gengið að kröfum þeirra raskað­ist það dýr­keypta jafn­vægi sem kom­ist hefur á kjara­málin og hefð­bundið íslenskt höfr­unga­hlaup hefst á ný, þar sem hver hópur knýr fram meiri launa­hækk­anir en sá sem síð­ast samdi. Afleið­ing­arnar eru vel þekkt­ar; verð­bólga eykst, vextir hækka og að lokum fellur gengið til að lag­færa sam­keppn­is­stöðu þeirra fyr­ir­tækja sem starfa í alþjóð­legri sam­keppni. Nið­ur­staðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“Ekki kemur fram í leið­ar­anum hverjar kröfur flug­um­ferð­ar­stjóra eru nákvæm­lega.

Þor­steinn segir að SALEK-­sam­komu­lagið í októ­ber 2015 hafi miðað að því að stöðvar „höfr­unga­hlaup“ í launa­samn­ing­um, og stöð­ug­leiki sé nú kom­inn á. Kröfur flug­um­ferð­ar­stjóra sé þannig, að ekki sé hægt að verða við þeim. „Sam­komu­lagið byggir á þeirri sýn að Íslend­ingar geti búið við sam­bæri­leg lífs­kjör og frændur okkar á Norð­ur­lönd­um. Þar var svig­rúm til launa­hækk­ana til árs­loka 2018 skil­greint en flug­um­ferð­ar­stjórar vilja nú fá mun meiri launa­hækk­anir en aðrir vegna þess að þeir eru ein­fald­lega í þeirri stöðu að geta knúið þær fram. Um það verður aldrei sátt hjá öðrum hópum á vinnu­mark­aði nú fremur en áður þegar ein­stakir starfs­hópar hafa knúið fram mun meiri launa­hækk­anir en aðrir hafa feng­ið. Kröfur flug­um­ferð­ar­stjóra eru því atlaga að sam­stöðu sem sköpuð var á vinnu­mark­aði haustið 2015 og fest var í sessi með end­ur­skoðun kjara­samn­inga í upp­hafi árs­ins.“

Þor­steinn segir það vera veik­leika á íslenskum vinnu­mark­aði að launa­hækk­anir eru mun meiri en í nágranna­lönd­un­um, án þess að skila betri lífs­kjörum eins og raunin sé þar. Þor­steinn segir skipta miklu máli, að halda í þau vinnu­brögð sem var búið að sam­mæl­ast um. Það er að horfa til þess að bæta lífs­kjör fólks. „Það er því mikið í húfi að ríkið láti ekki launa­deilu við flug­um­ferð­ar­stjóra verða til að stefna stöð­ug­leika á vinnu­mark­aði í voða, en deilan gæti dregið dilk á eftir sér. Íslenska ríkið ann­ast flug­um­sjón á stórum hluta Norð­ur­-Atl­ants­hafs­ins. Ítrek­aðar launa­deilur við flug­um­ferða­stjóra, og kröfur um marg­faldar launa­hækk­anir á við aðra, bjóða þeirri hættu heim að þjón­ustan flytj­ist úr landi. Enda renna önnur ríki hýrum augum til þess­arar ábata­sömu starf­semi. Engar nátt­úru­legar aðstæður kalla á að starf­semin sé rekin hér á landi en það væri miður ef sífelldar og óbil­gjarnar verk­falls­að­gerðir þessa fámenna starfs­hóps myndu hrekja þjón­ust­una frá Íslandi.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar
Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None