SA: Flugumferðarstjórar komi niður úr skýjunum

Framkvæmdastjóri SA segir að engar náttúrulegar aðstæður kalli á að starfsemi fyrir flugrekstur sé rekin á Íslandi. Óbilgjarnar launakröfur séu til ama og ógni stöðugleika á vinnumarkaði.

Þorsteinn-víglundsson-nytt.jpg
Auglýsing

„Þriðja sum­arið í röð þurfa lands­menn að búa við aðstæður þar sem fámennur starfs­hópur lokar fyrir sam­göngur til og frá land­inu með verk­falls­að­gerð­um. Röskun hefur orðið á milli­landa­flugi og inn­an­lands­flugi vegna yfir­vinnu­banns flug­um­ferð­ar­stjóra með óþæg­indum fyrir far­þega og tekju­tapi aðila í ferða­þjón­ustu. Þar við bæt­ist álits­hnekkir Íslands sem ferða­þjón­ustu­lands.“Þetta segir Þor­steinn Víglunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA), í leið­ara frétta­bréfs SA. Hann segir launa­kröfur flug­um­ferð­ar­stjóra ganga langt fram úr öðrum kjara­samn­ing­um. „
Kröfur flug­um­ferð­ar­stjóra um launa­hækk­anir eru langt umfram hækk­anir í öðrum kjara­samn­ing­um. Yrði gengið að kröfum þeirra raskað­ist það dýr­keypta jafn­vægi sem kom­ist hefur á kjara­málin og hefð­bundið íslenskt höfr­unga­hlaup hefst á ný, þar sem hver hópur knýr fram meiri launa­hækk­anir en sá sem síð­ast samdi. Afleið­ing­arnar eru vel þekkt­ar; verð­bólga eykst, vextir hækka og að lokum fellur gengið til að lag­færa sam­keppn­is­stöðu þeirra fyr­ir­tækja sem starfa í alþjóð­legri sam­keppni. Nið­ur­staðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“Ekki kemur fram í leið­ar­anum hverjar kröfur flug­um­ferð­ar­stjóra eru nákvæm­lega.

Þor­steinn segir að SALEK-­sam­komu­lagið í októ­ber 2015 hafi miðað að því að stöðvar „höfr­unga­hlaup“ í launa­samn­ing­um, og stöð­ug­leiki sé nú kom­inn á. Kröfur flug­um­ferð­ar­stjóra sé þannig, að ekki sé hægt að verða við þeim. „Sam­komu­lagið byggir á þeirri sýn að Íslend­ingar geti búið við sam­bæri­leg lífs­kjör og frændur okkar á Norð­ur­lönd­um. Þar var svig­rúm til launa­hækk­ana til árs­loka 2018 skil­greint en flug­um­ferð­ar­stjórar vilja nú fá mun meiri launa­hækk­anir en aðrir vegna þess að þeir eru ein­fald­lega í þeirri stöðu að geta knúið þær fram. Um það verður aldrei sátt hjá öðrum hópum á vinnu­mark­aði nú fremur en áður þegar ein­stakir starfs­hópar hafa knúið fram mun meiri launa­hækk­anir en aðrir hafa feng­ið. Kröfur flug­um­ferð­ar­stjóra eru því atlaga að sam­stöðu sem sköpuð var á vinnu­mark­aði haustið 2015 og fest var í sessi með end­ur­skoðun kjara­samn­inga í upp­hafi árs­ins.“

Þor­steinn segir það vera veik­leika á íslenskum vinnu­mark­aði að launa­hækk­anir eru mun meiri en í nágranna­lönd­un­um, án þess að skila betri lífs­kjörum eins og raunin sé þar. Þor­steinn segir skipta miklu máli, að halda í þau vinnu­brögð sem var búið að sam­mæl­ast um. Það er að horfa til þess að bæta lífs­kjör fólks. „Það er því mikið í húfi að ríkið láti ekki launa­deilu við flug­um­ferð­ar­stjóra verða til að stefna stöð­ug­leika á vinnu­mark­aði í voða, en deilan gæti dregið dilk á eftir sér. Íslenska ríkið ann­ast flug­um­sjón á stórum hluta Norð­ur­-Atl­ants­hafs­ins. Ítrek­aðar launa­deilur við flug­um­ferða­stjóra, og kröfur um marg­faldar launa­hækk­anir á við aðra, bjóða þeirri hættu heim að þjón­ustan flytj­ist úr landi. Enda renna önnur ríki hýrum augum til þess­arar ábata­sömu starf­semi. Engar nátt­úru­legar aðstæður kalla á að starf­semin sé rekin hér á landi en það væri miður ef sífelldar og óbil­gjarnar verk­falls­að­gerðir þessa fámenna starfs­hóps myndu hrekja þjón­ust­una frá Íslandi.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None