SA: Flugumferðarstjórar komi niður úr skýjunum

Framkvæmdastjóri SA segir að engar náttúrulegar aðstæður kalli á að starfsemi fyrir flugrekstur sé rekin á Íslandi. Óbilgjarnar launakröfur séu til ama og ógni stöðugleika á vinnumarkaði.

Þorsteinn-víglundsson-nytt.jpg
Auglýsing

„Þriðja sum­arið í röð þurfa lands­menn að búa við aðstæður þar sem fámennur starfs­hópur lokar fyrir sam­göngur til og frá land­inu með verk­falls­að­gerð­um. Röskun hefur orðið á milli­landa­flugi og inn­an­lands­flugi vegna yfir­vinnu­banns flug­um­ferð­ar­stjóra með óþæg­indum fyrir far­þega og tekju­tapi aðila í ferða­þjón­ustu. Þar við bæt­ist álits­hnekkir Íslands sem ferða­þjón­ustu­lands.“Þetta segir Þor­steinn Víglunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA), í leið­ara frétta­bréfs SA. Hann segir launa­kröfur flug­um­ferð­ar­stjóra ganga langt fram úr öðrum kjara­samn­ing­um. „
Kröfur flug­um­ferð­ar­stjóra um launa­hækk­anir eru langt umfram hækk­anir í öðrum kjara­samn­ing­um. Yrði gengið að kröfum þeirra raskað­ist það dýr­keypta jafn­vægi sem kom­ist hefur á kjara­málin og hefð­bundið íslenskt höfr­unga­hlaup hefst á ný, þar sem hver hópur knýr fram meiri launa­hækk­anir en sá sem síð­ast samdi. Afleið­ing­arnar eru vel þekkt­ar; verð­bólga eykst, vextir hækka og að lokum fellur gengið til að lag­færa sam­keppn­is­stöðu þeirra fyr­ir­tækja sem starfa í alþjóð­legri sam­keppni. Nið­ur­staðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“Ekki kemur fram í leið­ar­anum hverjar kröfur flug­um­ferð­ar­stjóra eru nákvæm­lega.

Þor­steinn segir að SALEK-­sam­komu­lagið í októ­ber 2015 hafi miðað að því að stöðvar „höfr­unga­hlaup“ í launa­samn­ing­um, og stöð­ug­leiki sé nú kom­inn á. Kröfur flug­um­ferð­ar­stjóra sé þannig, að ekki sé hægt að verða við þeim. „Sam­komu­lagið byggir á þeirri sýn að Íslend­ingar geti búið við sam­bæri­leg lífs­kjör og frændur okkar á Norð­ur­lönd­um. Þar var svig­rúm til launa­hækk­ana til árs­loka 2018 skil­greint en flug­um­ferð­ar­stjórar vilja nú fá mun meiri launa­hækk­anir en aðrir vegna þess að þeir eru ein­fald­lega í þeirri stöðu að geta knúið þær fram. Um það verður aldrei sátt hjá öðrum hópum á vinnu­mark­aði nú fremur en áður þegar ein­stakir starfs­hópar hafa knúið fram mun meiri launa­hækk­anir en aðrir hafa feng­ið. Kröfur flug­um­ferð­ar­stjóra eru því atlaga að sam­stöðu sem sköpuð var á vinnu­mark­aði haustið 2015 og fest var í sessi með end­ur­skoðun kjara­samn­inga í upp­hafi árs­ins.“

Þor­steinn segir það vera veik­leika á íslenskum vinnu­mark­aði að launa­hækk­anir eru mun meiri en í nágranna­lönd­un­um, án þess að skila betri lífs­kjörum eins og raunin sé þar. Þor­steinn segir skipta miklu máli, að halda í þau vinnu­brögð sem var búið að sam­mæl­ast um. Það er að horfa til þess að bæta lífs­kjör fólks. „Það er því mikið í húfi að ríkið láti ekki launa­deilu við flug­um­ferð­ar­stjóra verða til að stefna stöð­ug­leika á vinnu­mark­aði í voða, en deilan gæti dregið dilk á eftir sér. Íslenska ríkið ann­ast flug­um­sjón á stórum hluta Norð­ur­-Atl­ants­hafs­ins. Ítrek­aðar launa­deilur við flug­um­ferða­stjóra, og kröfur um marg­faldar launa­hækk­anir á við aðra, bjóða þeirri hættu heim að þjón­ustan flytj­ist úr landi. Enda renna önnur ríki hýrum augum til þess­arar ábata­sömu starf­semi. Engar nátt­úru­legar aðstæður kalla á að starf­semin sé rekin hér á landi en það væri miður ef sífelldar og óbil­gjarnar verk­falls­að­gerðir þessa fámenna starfs­hóps myndu hrekja þjón­ust­una frá Íslandi.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None