Útflutningur sjávarafurða til ESB-ríkja jókst um fimmtung

Innflutningur íslenskra sjávarafurða til ESB-ríkja jókst meira en frá nokkru öðru landi í fyrra. Ástæðan er að hluta til innflutningsbann Rússa á íslensk matvæli.

vestmannaeyjar_20288900081_o.jpg
Auglýsing

Útflutn­ingur íslenskra sjáv­ar­af­urða til Evr­ópu­sam­bands­ríkja jókst um nítján pró­sent í fyrra, sam­kvæmt nýjum tölum frá fram­kvæmda­stjórn ESB. Útflutn­ingur sjáv­ar­af­urða frá Íslandi jókst meira en frá nokkru öðru rík­i. 

Inn­flutn­ings­bann Rússa, á afurðir frá Evr­ópu­sam­band­inu, Banda­ríkj­un­um, Kana­da, Nor­egi, Ástr­alíu og Íslandi, hafði mikil áhrif á við­skipti á heims­vísu, segir í útgáfu fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar. Út­flutn­ingi á fiski og sjáv­ar­af­urð­um, sem hefði undir eðli­legum kring­um­stæðum farið á rúss­neskan markað fór á aðra mark­aði, þar með talið ESB-­mark­að­inn. Þetta gæti að hluta til útskýrt þá miklu aukn­ingu sem varð í útflutn­ingi íslenskra sjáv­ar­af­urða þang­að. 

Íslenska mat­væli voru sett á bann­lista í Rúss­landi í ágúst í fyrra, og bætt­ist þá á langan lista ríkja sem við­skipta­bann var sett á. Bannið var sett á sem svar við við­skipta­þving­unum ríkj­anna á Rúss­land vegna fram­ferðis þeirra í Úkra­ín­u. 

Auglýsing

Nýlega ákváðu rúss­nesk stjórn­völd að fram­lengja inn­flutn­ings­bannið til árs­loka 2017 að minnsta kosti. Ann­ars hefði bannið runnið út í ágúst. 

Mikið var rætt um inn­flutn­ings­bannið og áhrif þess á íslenskan sjáv­ar­út­veg, þar sem Rúss­land hefur verið mik­il­vægur mark­að­ur, einkum þegar kemur að frosnum loðnu­af­urð­um, mak­ríl og síld. Ísland hefur orðið fyrir nei­kvæð­ari áhrifum af bann­inu en flest önnur ríki vegna þessa. 

Mik­ill þrýst­ingur var settur á stjórn­völd að hætta þátt­töku sinni í refsi­að­gerð­unum gegn Rúss­landi, og hefur Gunnar Bragi Sveins­son, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, greint frá því að hann hafi aldrei fundið fyrir við­líka þrýst­ingi og í þessum mál­um. Bæði hann og eft­ir­maður hans, Lilja Alfreðs­dótt­ir, hafa þó staðið föst á því að ekki verði hvikað frá þátt­töku í aðgerð­unum með öðrum vest­rænum ríkj­u­m. 

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None