Innri endurskoðandi borgarinnar vinnur að heildarúttekt vegna Panamaskjalanna

Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar vinnur nú að skoðun á siðareglum, reglum um hagmunatengslaskráningu og aukastörfum borgarfulltrúa í kjölfar Panamaskjalanna. Einnig verður upplýsingagjöf í innherjaskráningu skoðuð. Enginn tímarammi er á verkefninu.

Sveinbjörg Birna ætlar ekki að snúa aftur úr leyfi fyrr en innri endurskoðun er lokið. Júlíus Vífill sagði af sér sem borgarfulltrúi í kjölfar Panamaskjalanna.
Sveinbjörg Birna ætlar ekki að snúa aftur úr leyfi fyrr en innri endurskoðun er lokið. Júlíus Vífill sagði af sér sem borgarfulltrúi í kjölfar Panamaskjalanna.
Auglýsing

Innri end­ur­skoð­andi Reykja­vík­ur­borgar formar nú heild­stæða úttekt á fylgni við siða­reglur borg­ar­full­trúa og reglur um skrán­ingu á fjár­hags­legum hags­munum borg­ar­full­trúa og trún­að­ar­störfum utan borg­ar­stjórnar . Hallur Sím­on­ar­son, innri end­ur­skoð­andi borg­ar­inn­ar, segir að nú sé verið að greina umfang verk­efn­is­ins. 

„Verk­efnið er þannig vaxið að Innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borgar mun horfa á það í heild sinni og kanna hlítni við þessar reglur sem borg­ar­stjórn setti sér fyrir um átta árum. Við munum þannig leggja upp úr því að fara yfir þetta allt sem heild,” segir Hallur í sam­tali við Kjarn­ann.

For­sætis­nefnd borg­ar­stjórnar ákvað þann 5. apríl síð­ast­lið­inn að fela innri end­ur­skoð­anda að athuga hvort borg­ar­full­trú­arnir Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son og Svein­björg Birna Svein­björns­dóttir hafi brotið reglur um skrán­ingu á fjár­hags­legum hags­munum borg­ar­full­trúa, hvort hafi fylgt trún­að­ar­störfum utan borg­ar­stjórnar og hvort siða­reglur borg­ar­full­trúa hafi verið brotn­ar. Þetta var gert í kjöl­far upp­ljóstrana Kast­ljóss og Reykja­vik Media um tengsl Júl­í­usar og Svein­bjargar við aflands­fé­lög, en hvor­ugur borg­ar­full­trú­anna höfðu greint frá þeim í hags­muna­skrán­ingu borg­ar­full­trúa. Þau komu bæði fyrir í Panama­skjöl­un­um, en Júl­íus sagði af sér sem borg­ar­full­trúi eftir að Kast­ljós og Reykja­vik Media fjöll­uðu um málið og Svein­björg fór í leyfi.

Auglýsing

Upp­lýs­inga­gjöf kjör­inna full­trúa yfir­farin

Hallur segir að kjarn­inn í skoð­un­inni séu siða­reglur og reglur á skrán­ingu á fjár­hags­legum hags­munum borg­ar­full­trúa og auka­störfum borg­ar­full­trúa, en jafn­framt þurfi, í sam­starfi við reglu­vörð borg­ar­inn­ar, að yfir­fara upp­lýs­inga­gjöf kjör­inna full­trúa varð­andi inn­herj­a­skrá Reykja­vík­ur­borgar sem útgef­anda á skipu­legum verð­bréfa­mark­aði.

„Þessar reglur eru fók­us­inn hjá okk­ur. Það er verið að skoða regl­urn­ar, hvort skerpa þurfi á þeim með ein­hverjum hætti og skoða hvernig kjörnum full­trúum hefur gengið að fylgja þeim.” segir hann. „Þetta er vænt­an­lega svipað og Alþingi stendur frammi fyrir en því hefur verið beint til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar að skoða þessar reglur hjá rík­in­u.“ Hann vill engan tímara­mma setja á verk­efnið að svo stöddu.

Fram kemur í Panama­skjöl­unum að Svein­björg er með tengsl við tvö aflands­fé­lög, annað skráð á Tortóla og hitt á Panama. Hún sagð­ist í kjöl­far fregna af tengslum hennar styðja að farið væri í rann­sókn­ar­vinnu af innri end­ur­skoð­anda. 

Miklir eft­ir­málar

Júl­íus Víf­ill  stofn­aði aflands­fé­lag í Panama árið 2014. Það mál vatt tölu­vert upp á sig, en fyrst sagði Júl­íus að um hefði verið að ræða fyr­ir­tæki utan um eft­ir­launa­sjóð sinn. Systk­ini hans stigu þó fram í kjöl­farið og sögðu að um væri að ræða líf­eyr­is­sjóð for­eldra þeirra og sök­uðu hann um að fela hann fyrir þeim. Júl­íus sak­aði systk­ini sín á móti um að hafa dregið að sér fé. 

Einnig var fjallað um mál­efni Þor­bjargar Helgu Vig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og tengsl hennar og eig­in­manns henn­ar, Hall­bjarnar Karlss­son­ar, við aflands­fé­lög. Þau eru skráð fyrir félag­inu Ravenna Partners á Tortóla. Allt hlutafé Ravenna var skráð á þau hjónin í ágúst 2005. Félagið var alla tíð eigna­­laust. Þor­­björg Helga var kjörin í borg­­ar­­stjórn 2006 og sat sem borg­­ar­­full­­trúi til árs­ins 2014. Hún skráði tengslin ekki í hags­muna­skrá. 

Í bókun for­sætis­nefndar 5. apríl segir að „í ljósi frétta af aflands­fé­lögum í eigu borg­ar­full­trúa sem fluttar hafa verið að und­an­förnu telur for­sætis­nefnd brýnt að til þess bærir aðilar kanni málin til hlít­ar. Því er þess farið á leit við innri end­ur­skoðun og reglu­vörð borg­ar­innar að kannað verði hvort borg­ar­full­trú­arnir Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son og Svein­björg Birna Svein­björns­dóttir hafi farið á svig við gild­andi lög og reglur um skyldur og hæfi borg­ar­full­trúa, hvort reglum um skrán­ingu á fjár­hags­legum hags­munum borg­ar­full­trúa og trún­að­ar­störfum utan borg­ar­stjórnar hafi verið fylgt og hvort siða­reglur borg­ar­full­trúa hafi verið brotn­ar. Að sama skapi er óskað eftir því að siða­nefnd Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga taki málið til skoð­unar í sam­ræmi við hlut­verk nefnd­ar­innar og 29. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None