Segja hluthafa með tengsl við Arev ekki hafa staðið við hlutafjárloforð

LOGOS hefur vísað því sem stofan kallar „alvarlegar misfellur í rekstri Arev NII“ til Fjármálaeftirlitsins. Nýr stjórnarformaður sjóðsins segir að hluthafar með tengsl við Arev verðbréfafyrirtæki hafi ekki greitt inn í sjóðinn það sem þeir lofuðu.

Höfuðstöðvar LOGOS í Reykjavík.
Höfuðstöðvar LOGOS í Reykjavík.
Auglýsing

Tvö félög sem tengj­ast Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæki greiddu ekki hlutafé inn í sjóð sem Arev stýrir í sam­ræmi við það sem þau lof­uðu að ger­a. Þetta segir Gunnar Sturlu­son, hæsta­rétt­ar­lög­maður og einn eig­anda lög­manns­stof­unnar LOGOS, sem er nýr stjórn­ar­for­maður umrædds sjóðs, Arev NII, ­sem hefur verið tek­inn úr stýr­ingu hjá Arev. LOGOS hefur verið falið að til­kynna um það stofan álitur „al­var­legar mis­fellur í rekstri Arev NII“ til­ Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME).

Hlut­hafar í Arev NII eru fimmtán tals­ins. Þar af eru ell­efu líf­eyr­is­sjóð­ir. Hlut­hafar skuld­bundu sig til að leggja sjóðnum til hlutafé sem ­kallað var eftir jafn­óðum og fjár­fest var sam­kvæmt ráð­gjöf Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is. Alls átti nafn­verð hluta­fjár að vera tæp­lega 660 millj­ón­ir króna í byrjun des­em­ber síð­ast­lið­ins.

Gunnar sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu síð­degis á föstu­dag. Þar kom fram að á hlut­hafa­fundi fag­fjár­festa­sjóðs­ins Arev NII þann 26. maí síð­ast­lið­inn hafi verið sam­þykkt að skipta um ábyrgð­ar­að­ila og þar með stjórn sjóðs­ins. G­unnar er nýr stjórn­ar­for­maður sjóðs­ins. Í kjöl­farið rifti stjórnin samn­ing­i við Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæki um eigna­stýr­ingu sjóðs­ins. Í frétta­til­kynn­ing­unn­i ­sagði: „Komið hafa í ljós alvar­legar mis­fellur í rekstri Arev NII og var LOGOS lög­manns­þjón­ustu falið að til­kynna um þær til­ Fjár­mála­eft­ir­lits­ins“.

Auglýsing

Gunnar segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið að hinar alvar­leg­u mis­fellur felist í því að hlut­hafar sjóðs­ins, sem eru meðal ann­ars ell­efu líf­eyr­is­sjóð­ir, voru ekki upp­lýstir um að tvö félög í hlut­hafa­hópnum höfðu ekki ­staðið við hluta­fjár­lof­orð sín. „Við teljum það mjög aðfinnslu­vert, ­sér­stak­lega í ljósi tengsla umræddra hlut­hafa við Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæki sem sá um eigna­stýr­ingu.

Arev var stofnað árið 1996 og eru hlut­hafar þess Eign­ar­halds­fé­lagið Arev hf. (99,94 pró­sent) og Jón Schev­ing Thor­steins­son (0,06 pró­sent) sem jafn­fram­t er eig­andi Eign­ar­halds­fé­lags­ins Arev hf. 

Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Icelandic Glacial stefnir að fjögurra milljarða hlutafjáraukningu
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial efnir til hlutafjáraukningar að fjárhæð 31 milljón Bandaríkjadala eða tæplega fjögurra milljarða íslenskra króna sem boðin verður bæði núverandi og nýjum fjárfestum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Meðal svikara, þjófa og ræningja í Evrópusambandinu
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None