Segja hluthafa með tengsl við Arev ekki hafa staðið við hlutafjárloforð

LOGOS hefur vísað því sem stofan kallar „alvarlegar misfellur í rekstri Arev NII“ til Fjármálaeftirlitsins. Nýr stjórnarformaður sjóðsins segir að hluthafar með tengsl við Arev verðbréfafyrirtæki hafi ekki greitt inn í sjóðinn það sem þeir lofuðu.

Höfuðstöðvar LOGOS í Reykjavík.
Höfuðstöðvar LOGOS í Reykjavík.
Auglýsing

Tvö félög sem tengj­ast Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæki greiddu ekki hlutafé inn í sjóð sem Arev stýrir í sam­ræmi við það sem þau lof­uðu að ger­a. Þetta segir Gunnar Sturlu­son, hæsta­rétt­ar­lög­maður og einn eig­anda lög­manns­stof­unnar LOGOS, sem er nýr stjórn­ar­for­maður umrædds sjóðs, Arev NII, ­sem hefur verið tek­inn úr stýr­ingu hjá Arev. LOGOS hefur verið falið að til­kynna um það stofan álitur „al­var­legar mis­fellur í rekstri Arev NII“ til­ Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME).

Hlut­hafar í Arev NII eru fimmtán tals­ins. Þar af eru ell­efu líf­eyr­is­sjóð­ir. Hlut­hafar skuld­bundu sig til að leggja sjóðnum til hlutafé sem ­kallað var eftir jafn­óðum og fjár­fest var sam­kvæmt ráð­gjöf Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is. Alls átti nafn­verð hluta­fjár að vera tæp­lega 660 millj­ón­ir króna í byrjun des­em­ber síð­ast­lið­ins.

Gunnar sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu síð­degis á föstu­dag. Þar kom fram að á hlut­hafa­fundi fag­fjár­festa­sjóðs­ins Arev NII þann 26. maí síð­ast­lið­inn hafi verið sam­þykkt að skipta um ábyrgð­ar­að­ila og þar með stjórn sjóðs­ins. G­unnar er nýr stjórn­ar­for­maður sjóðs­ins. Í kjöl­farið rifti stjórnin samn­ing­i við Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæki um eigna­stýr­ingu sjóðs­ins. Í frétta­til­kynn­ing­unn­i ­sagði: „Komið hafa í ljós alvar­legar mis­fellur í rekstri Arev NII og var LOGOS lög­manns­þjón­ustu falið að til­kynna um þær til­ Fjár­mála­eft­ir­lits­ins“.

Auglýsing

Gunnar segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið að hinar alvar­leg­u mis­fellur felist í því að hlut­hafar sjóðs­ins, sem eru meðal ann­ars ell­efu líf­eyr­is­sjóð­ir, voru ekki upp­lýstir um að tvö félög í hlut­hafa­hópnum höfðu ekki ­staðið við hluta­fjár­lof­orð sín. „Við teljum það mjög aðfinnslu­vert, ­sér­stak­lega í ljósi tengsla umræddra hlut­hafa við Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæki sem sá um eigna­stýr­ingu.

Arev var stofnað árið 1996 og eru hlut­hafar þess Eign­ar­halds­fé­lagið Arev hf. (99,94 pró­sent) og Jón Schev­ing Thor­steins­son (0,06 pró­sent) sem jafn­fram­t er eig­andi Eign­ar­halds­fé­lags­ins Arev hf. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Hlutverk Samfylkingar að leiða saman öfl til að mynda græna félagshyggjustjórn að ári
Formaður Samfylkingarinnar segir að skipta þurfi um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af Íslandi gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virki og hvernig verðmæti verði til.
Kjarninn 1. október 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar“
Forsætisráðherra segir að hvetja þurfi til einkafjárfestingar og að stjórnvöld muni tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda.
Kjarninn 1. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None