Sigmundur Davíð segir ótal marga hafa reynt að mannorðsmyrða sig

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, ­segir að í ótal skipti hafi verið reynt að ráða hann af dög­um, ekki í eig­in­legri merk­ingu, heldur með mann­orðs­morði. Það sé eins og að það séu gefin út heilu dag­blöðin bara til að klekkja á Fram­sókn­ar­flokkn­um. Þetta er meðal þess ­sem fram kom í yfir­lits­ræðu hans á mið­stjorn­ar­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins sem nú stendur yfir. Hluti ræð­unnar var spil­aður í hádeg­is­frétta­tíma Bylgj­unn­ar.

Þar sagði Sig­mundur Davíð að hart hafi verið sótt að Fram­sókn­ar­flokknum og sér sjálfum á kjör­tíma­bil­inu. Fyrri rík­is­stjórn­ ­Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna hafi litið svo á að það væri bein­línis rangt að Fram­sókn væri komin til valda og því hafi strax haf­ist mikil aðför að flokkn­um og sér. Sú aðför hafi ekki verið mál­efna­leg og ágerst sér­stak­lega eftir að Fram­sókn fór að skila árangri í því að breyta lof­orðum sínum í verk. „Heimur stjórn­mál­anna er orð­inn býsna harður á tíma inter­nets­ins og sam­fé­lags­miðl­anna. Við höfum ekki farið var­hluta af því,“ sagði Sig­mundur Dav­íð. Menn hafi talið ástæðu til að ­skrifa ótrú­lega hluti um sig og beina spjótum sínum að per­sónu sinni, yfir­leitt ­með kenn­ingum sem stand­ist enga skoð­un. Það hafi ótal sinnum verið reynt að ráða hann af dög­um, ekki í eig­in­legri merk­ingu, heldur með mann­orðs­morði. Svo virð­ist sem að heilu dag­blöðin séu gefin út bara til að klekkja á Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Auglýsing

Talið er að það muni skýr­ast á fund­inum hvort lands­fundi og for­manns­kjöri Fram­sókn­ar­flokks­ins verði flýtt.  Fund­inum á að ljúka um klukkan 18 í dag.

Snéri aftur í lok maí

Ræðu Sig­mundar Dav­íðs hafði verið beðið með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu, enda var þetta í fyrsta sinn sem hann ávarp­aði Fram­sókn­ar­menn ­með slíkum hætti frá því hann sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í byrjun apr­íl. Sú afsögn kom í kjöl­far gríð­ar­fjöl­mennra mót­mæla eftir að Reykja­vik Media og Kast­ljós höfðu upp­ljóstrað um aflands­fé­laga­eign hans og eig­in­konu hans í sér­stökum Kast­ljós­þætti sem sýndur var 3. apr­íl, en þau áttu saman félagið Wintris sem skráð er á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Félagið er í dag skráð í eigu eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs. Auk þess hafði komið í ljós að Wintris átti kröfur í slitabú stóru föllnu bank­anna upp á 523 millj­ónir króna. ­Kröf­urnar eru vegna skulda­bréfa sem Wintris átti.

Í ræðu sinni í dag sagði Sig­mundur Davíð að honum hafi liðið hræði­lega í kjöl­far Kast­ljós­þátt­ar­ins þar sem „óþokka­bragð“ hafi heppn­ast. 

Sig­mundur Davíð snéri aftur úr sjö vikna fríi í lok maí. Sú end­ur­kom­a hófst í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni 22. maí þar sem hann greind­i frá því að hann ætl­aði að halda áfram í stjórn­málum og sem for­mað­ur­ Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þar sagð­ist hann gera ráð fyrir því að njóta stuðn­ings til­ þess áfram. Mjög skiptar skoð­anir eru um það á meðal áhrifa­manna í Fram­sókn­ar­flokkn­um, meðal ann­ars innan þing­flokks­ins hans, hvort Sig­mundur eigi að vera for­maður áfram.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­sæt­is­ráð­herra og vara­for­mað­ur­ Fram­sókn­ar­flokks­ins, mun ávarpa mið­stjórn flokks­ins klukkan 14 í dag. Gert er ráð fyrir því sam­kvæmt dag­skrá að ræða hans standi yfir í 15 mín­útur en gert var ráð fyrir því að ræða Sig­mundar Dav­íðs stæði yfir í 50 mín­út­ur.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None