Sigmundur Davíð segir ótal marga hafa reynt að mannorðsmyrða sig

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að í ótal skipti hafi verið reynt að ráða hann af dögum, ekki í eiginlegri merkingu, heldur með mannorðsmorði. Það sé eins og að það séu gefin út heilu dagblöðin bara til að klekkja á Framsóknarflokknum. Þetta er meðal þess sem fram kom í yfirlitsræðu hans á miðstjornarfundi Framsóknarflokksins sem nú stendur yfir. Hluti ræðunnar var spilaður í hádegisfréttatíma Bylgjunnar.

Þar sagði Sigmundur Davíð að hart hafi verið sótt að Framsóknarflokknum og sér sjálfum á kjörtímabilinu. Fyrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi litið svo á að það væri beinlínis rangt að Framsókn væri komin til valda og því hafi strax hafist mikil aðför að flokknum og sér. Sú aðför hafi ekki verið málefnaleg og ágerst sérstaklega eftir að Framsókn fór að skila árangri í því að breyta loforðum sínum í verk. „Heimur stjórnmálanna er orðinn býsna harður á tíma internetsins og samfélagsmiðlanna. Við höfum ekki farið varhluta af því,“ sagði Sigmundur Davíð. Menn hafi talið ástæðu til að skrifa ótrúlega hluti um sig og beina spjótum sínum að persónu sinni, yfirleitt með kenningum sem standist enga skoðun. Það hafi ótal sinnum verið reynt að ráða hann af dögum, ekki í eiginlegri merkingu, heldur með mannorðsmorði. Svo virðist sem að heilu dagblöðin séu gefin út bara til að klekkja á Framsóknarflokknum.

Auglýsing

Talið er að það muni skýrast á fundinum hvort landsfundi og formannskjöri Framsóknarflokksins verði flýtt.  Fundinum á að ljúka um klukkan 18 í dag.

Snéri aftur í lok maí

Ræðu Sigmundar Davíðs hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda var þetta í fyrsta sinn sem hann ávarpaði Framsóknarmenn með slíkum hætti frá því hann sagði af sér sem forsætisráðherra í byrjun apríl. Sú afsögn kom í kjölfar gríðarfjölmennra mótmæla eftir að Reykjavik Media og Kastljós höfðu uppljóstrað um aflandsfélagaeign hans og eiginkonu hans í sérstökum Kastljósþætti sem sýndur var 3. apríl, en þau áttu saman félagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum. Félagið er í dag skráð í eigu eiginkonu Sigmundar Davíðs. Auk þess hafði komið í ljós að Wintris átti kröfur í slitabú stóru föllnu bankanna upp á 523 milljónir króna. Kröfurnar eru vegna skuldabréfa sem Wintris átti.

Í ræðu sinni í dag sagði Sigmundur Davíð að honum hafi liðið hræðilega í kjölfar Kastljósþáttarins þar sem „óþokkabragð“ hafi heppnast. 

Sigmundur Davíð snéri aftur úr sjö vikna fríi í lok maí. Sú endurkoma hófst í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni 22. maí þar sem hann greindi frá því að hann ætlaði að halda áfram í stjórnmálum og sem formaður Framsóknarflokksins. Þar sagðist hann gera ráð fyrir því að njóta stuðnings til þess áfram. Mjög skiptar skoðanir eru um það á meðal áhrifamanna í Framsóknarflokknum, meðal annars innan þingflokksins hans, hvort Sigmundur eigi að vera formaður áfram.

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, mun ávarpa miðstjórn flokksins klukkan 14 í dag. Gert er ráð fyrir því samkvæmt dagskrá að ræða hans standi yfir í 15 mínútur en gert var ráð fyrir því að ræða Sigmundar Davíðs stæði yfir í 50 mínútur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None