Sigmundur Davíð segir ótal marga hafa reynt að mannorðsmyrða sig

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, ­segir að í ótal skipti hafi verið reynt að ráða hann af dög­um, ekki í eig­in­legri merk­ingu, heldur með mann­orðs­morði. Það sé eins og að það séu gefin út heilu dag­blöðin bara til að klekkja á Fram­sókn­ar­flokkn­um. Þetta er meðal þess ­sem fram kom í yfir­lits­ræðu hans á mið­stjorn­ar­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins sem nú stendur yfir. Hluti ræð­unnar var spil­aður í hádeg­is­frétta­tíma Bylgj­unn­ar.

Þar sagði Sig­mundur Davíð að hart hafi verið sótt að Fram­sókn­ar­flokknum og sér sjálfum á kjör­tíma­bil­inu. Fyrri rík­is­stjórn­ ­Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna hafi litið svo á að það væri bein­línis rangt að Fram­sókn væri komin til valda og því hafi strax haf­ist mikil aðför að flokkn­um og sér. Sú aðför hafi ekki verið mál­efna­leg og ágerst sér­stak­lega eftir að Fram­sókn fór að skila árangri í því að breyta lof­orðum sínum í verk. „Heimur stjórn­mál­anna er orð­inn býsna harður á tíma inter­nets­ins og sam­fé­lags­miðl­anna. Við höfum ekki farið var­hluta af því,“ sagði Sig­mundur Dav­íð. Menn hafi talið ástæðu til að ­skrifa ótrú­lega hluti um sig og beina spjótum sínum að per­sónu sinni, yfir­leitt ­með kenn­ingum sem stand­ist enga skoð­un. Það hafi ótal sinnum verið reynt að ráða hann af dög­um, ekki í eig­in­legri merk­ingu, heldur með mann­orðs­morði. Svo virð­ist sem að heilu dag­blöðin séu gefin út bara til að klekkja á Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Auglýsing

Talið er að það muni skýr­ast á fund­inum hvort lands­fundi og for­manns­kjöri Fram­sókn­ar­flokks­ins verði flýtt.  Fund­inum á að ljúka um klukkan 18 í dag.

Snéri aftur í lok maí

Ræðu Sig­mundar Dav­íðs hafði verið beðið með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu, enda var þetta í fyrsta sinn sem hann ávarp­aði Fram­sókn­ar­menn ­með slíkum hætti frá því hann sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í byrjun apr­íl. Sú afsögn kom í kjöl­far gríð­ar­fjöl­mennra mót­mæla eftir að Reykja­vik Media og Kast­ljós höfðu upp­ljóstrað um aflands­fé­laga­eign hans og eig­in­konu hans í sér­stökum Kast­ljós­þætti sem sýndur var 3. apr­íl, en þau áttu saman félagið Wintris sem skráð er á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Félagið er í dag skráð í eigu eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs. Auk þess hafði komið í ljós að Wintris átti kröfur í slitabú stóru föllnu bank­anna upp á 523 millj­ónir króna. ­Kröf­urnar eru vegna skulda­bréfa sem Wintris átti.

Í ræðu sinni í dag sagði Sig­mundur Davíð að honum hafi liðið hræði­lega í kjöl­far Kast­ljós­þátt­ar­ins þar sem „óþokka­bragð“ hafi heppn­ast. 

Sig­mundur Davíð snéri aftur úr sjö vikna fríi í lok maí. Sú end­ur­kom­a hófst í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni 22. maí þar sem hann greind­i frá því að hann ætl­aði að halda áfram í stjórn­málum og sem for­mað­ur­ Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þar sagð­ist hann gera ráð fyrir því að njóta stuðn­ings til­ þess áfram. Mjög skiptar skoð­anir eru um það á meðal áhrifa­manna í Fram­sókn­ar­flokkn­um, meðal ann­ars innan þing­flokks­ins hans, hvort Sig­mundur eigi að vera for­maður áfram.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­sæt­is­ráð­herra og vara­for­mað­ur­ Fram­sókn­ar­flokks­ins, mun ávarpa mið­stjórn flokks­ins klukkan 14 í dag. Gert er ráð fyrir því sam­kvæmt dag­skrá að ræða hans standi yfir í 15 mín­útur en gert var ráð fyrir því að ræða Sig­mundar Dav­íðs stæði yfir í 50 mín­út­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None