Sigmundur Davíð segir ótal marga hafa reynt að mannorðsmyrða sig

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, ­segir að í ótal skipti hafi verið reynt að ráða hann af dög­um, ekki í eig­in­legri merk­ingu, heldur með mann­orðs­morði. Það sé eins og að það séu gefin út heilu dag­blöðin bara til að klekkja á Fram­sókn­ar­flokkn­um. Þetta er meðal þess ­sem fram kom í yfir­lits­ræðu hans á mið­stjorn­ar­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins sem nú stendur yfir. Hluti ræð­unnar var spil­aður í hádeg­is­frétta­tíma Bylgj­unn­ar.

Þar sagði Sig­mundur Davíð að hart hafi verið sótt að Fram­sókn­ar­flokknum og sér sjálfum á kjör­tíma­bil­inu. Fyrri rík­is­stjórn­ ­Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna hafi litið svo á að það væri bein­línis rangt að Fram­sókn væri komin til valda og því hafi strax haf­ist mikil aðför að flokkn­um og sér. Sú aðför hafi ekki verið mál­efna­leg og ágerst sér­stak­lega eftir að Fram­sókn fór að skila árangri í því að breyta lof­orðum sínum í verk. „Heimur stjórn­mál­anna er orð­inn býsna harður á tíma inter­nets­ins og sam­fé­lags­miðl­anna. Við höfum ekki farið var­hluta af því,“ sagði Sig­mundur Dav­íð. Menn hafi talið ástæðu til að ­skrifa ótrú­lega hluti um sig og beina spjótum sínum að per­sónu sinni, yfir­leitt ­með kenn­ingum sem stand­ist enga skoð­un. Það hafi ótal sinnum verið reynt að ráða hann af dög­um, ekki í eig­in­legri merk­ingu, heldur með mann­orðs­morði. Svo virð­ist sem að heilu dag­blöðin séu gefin út bara til að klekkja á Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Auglýsing

Talið er að það muni skýr­ast á fund­inum hvort lands­fundi og for­manns­kjöri Fram­sókn­ar­flokks­ins verði flýtt.  Fund­inum á að ljúka um klukkan 18 í dag.

Snéri aftur í lok maí

Ræðu Sig­mundar Dav­íðs hafði verið beðið með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu, enda var þetta í fyrsta sinn sem hann ávarp­aði Fram­sókn­ar­menn ­með slíkum hætti frá því hann sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í byrjun apr­íl. Sú afsögn kom í kjöl­far gríð­ar­fjöl­mennra mót­mæla eftir að Reykja­vik Media og Kast­ljós höfðu upp­ljóstrað um aflands­fé­laga­eign hans og eig­in­konu hans í sér­stökum Kast­ljós­þætti sem sýndur var 3. apr­íl, en þau áttu saman félagið Wintris sem skráð er á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Félagið er í dag skráð í eigu eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs. Auk þess hafði komið í ljós að Wintris átti kröfur í slitabú stóru föllnu bank­anna upp á 523 millj­ónir króna. ­Kröf­urnar eru vegna skulda­bréfa sem Wintris átti.

Í ræðu sinni í dag sagði Sig­mundur Davíð að honum hafi liðið hræði­lega í kjöl­far Kast­ljós­þátt­ar­ins þar sem „óþokka­bragð“ hafi heppn­ast. 

Sig­mundur Davíð snéri aftur úr sjö vikna fríi í lok maí. Sú end­ur­kom­a hófst í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni 22. maí þar sem hann greind­i frá því að hann ætl­aði að halda áfram í stjórn­málum og sem for­mað­ur­ Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þar sagð­ist hann gera ráð fyrir því að njóta stuðn­ings til­ þess áfram. Mjög skiptar skoð­anir eru um það á meðal áhrifa­manna í Fram­sókn­ar­flokkn­um, meðal ann­ars innan þing­flokks­ins hans, hvort Sig­mundur eigi að vera for­maður áfram.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­sæt­is­ráð­herra og vara­for­mað­ur­ Fram­sókn­ar­flokks­ins, mun ávarpa mið­stjórn flokks­ins klukkan 14 í dag. Gert er ráð fyrir því sam­kvæmt dag­skrá að ræða hans standi yfir í 15 mín­útur en gert var ráð fyrir því að ræða Sig­mundar Dav­íðs stæði yfir í 50 mín­út­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None