Færðu Eldey til Íslandsbanka vegna vandræða Arev NII

Eldey fjárfestir í ferðaþjónustengdum fyrirtækjum.
Eldey fjárfestir í ferðaþjónustengdum fyrirtækjum.
Auglýsing

Stjórn Arev verð­bréfa­fyr­ir­tækis ákvað að færa stýr­ingu á fé­lag­inu Eld­ey, sem fjár­festir ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um, alfarið yfir til­ ­eign­ar­stýr­ingar Íslands­banka vegna vand­ræða ann­ars sjóðs í stýr­ingu hjá ­fyr­ir­tæk­inu.

Sá sjóð­ur, Arev NII, hefur nú verið tekin úr stýr­ingu hjá ­Arev vegna þess sem álitið er að séu „al­var­legar mis­fellur í rekstri“ og þær mis­fellur til­kynntar til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME). Mis­fell­urnar fel­ast í því að tvö félög í eigu eig­anda Arev greiddu ekki inn í sjóð­inn í réttu hlut­fall­i við áskrift­ar­lof­orð sitt.

Eig­and­inn greiddi ekki hluta­fjár­lof­orð

Kjarn­inn greindi frá því um helg­ina að tvö félög sem tengj­­ast Arev verð­bréfa­­fyr­ir­tæki hafi ekki greitt hlutafé inn í sjóð sem Arev stýrir í sam­ræmi við það sem þau lof­uðu að ­ger­a. Þetta sagði Gunnar Sturlu­­son, hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og einn eig­anda lög­­manns­­stof­unnar LOGOS, sem er nýr stjórn­­­ar­­for­­maður umrædds sjóðs, Arev NII, ­sem hefur verið tek­inn úr stýr­ingu hjá Arev. LOGOS til­­kynnti auk þess um það stofan álitur „al­var­­legar mis­­­fellur í rekstri Arev NII“ til­ FME.

Auglýsing

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Björns Jóhann­es­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Arev, og spurði hvort þessar ásak­anir væru rétt­ar. Björn seg­ir í skrif­legu svari að Arev NII hafi í byrjun maí upp­lýst ráð­gjafa­ráð sjóðs­ins um að tvö félög í eigu Jóns Schev­ing Thor­steins­son­ar, eig­anda Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is, hefði ekki greitt inn í sjóð­inn í réttu hlut­falli við á­skrift­ar­lof­orð. „Ímaí sl. greiddi annað félag­anna tveggja skuld sína við sjóð­inn en hitt félag­ið, ­Arev Brands Ltd., hefur enn ekki greitt.“

Björn segir að þar sem um sé að ræða félag teng­t ­eig­anda eigna­stýr­ing­ar­að­il­ans, ­Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is, hafi stjórn­ verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is­ins ekki gert athuga­semdir við slit á eigna­stýr­ing­ar­samn­ing­i við félag­ið.  

Hlut­hafar í Arev NII eru fimmtán tals­ins. Þar af eru ell­efu líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Hlut­hafar skuld­bund­u ­sig til að leggja sjóðnum til hlutafé sem ­kallað var eftir jafn­­óðum og fjár­­­fest var sam­­kvæmt ráð­­gjöf Arev verð­bréfa­­fyr­ir­tæk­­is. Alls átti nafn­verð hluta­fjár­ að vera tæp­­lega 660 millj­­ón­ir króna í byrjun des­em­ber síð­­ast­lið­ins, en var það ekki.

Vildu forð­ast áhrif á Eldey

Í des­em­ber 2015 stofn­uðu VÍB, ­eigna­stýr­ing Íslands­banka, og Arev saman hluta­fé­lag sem fjár­festir í ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um. Stefnan var sett á að skrá félag­ið, sem Hrönn Greips­dótt­ir ­stýr­ir, á mark­að. Fyrstu fjár­fest­ingar Eld­eyjar voru kaup á 30 pró­sent hlut í Norð­ur­sigl­ingu á Húsa­vík og 17 pró­sent hlut í félag­inu Gufu, sem á Font­ana á Lauga­vatni.

20. maí síð­ast­lið­inn, hálfu ári eftir að Eldey var stofn­að, var til­kynnt að Hrönn hefði verið ráð­inn í starf fjár­fest­ing­ar­stjóra hjá VÍB. Í frétta­til­kynn­ing­unni kom einnig fram að umsýsla og varsla Eld­eyjar myndi flytj­ast með henni yfir til VÍB.

Kjarn­inn spurði Björn hvað hefði vald­ið því að eigna­stýr­ing Eld­eyjar hefði færst alfarið yfir til Íslands­banka, ein­ung­is ör­fáum mán­uðum eftir að til­kynnt hafði verið um að bæð­i ­Arev og Ís­lands­banki myndu sjá um rekst­ur­inn. Björn segir að stjórn Arev hafi ákveðið það. „Ástæðan er óvissa vegna áður­nefnds máls ­Arev NII slhf. og vild­i ­stjórnin forð­ast að málið hefði áhrif á Eldey TLH hf. eða eig­endur þess. Jafn­fram var FME gerð grein fyrir mál­inu af hálfu stjórn­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðamaður að koma inn á sóttkvíarhótel í Melbourne.
Fólk yfir fimmtugu fær ekki lengur bóluefni Pfizer
Til að hraða bólusetningum í Ástralíu hefur verið gripið til þess ráðs að gera bóluefni AstraZeneca að fyrsta kosti hjá fimmtíu ára og eldri. Yngra fólk og framlínustarfsmenn munu áfram fá efnið frá Pfizer.
Kjarninn 23. apríl 2021
S4S starfrækir fjölda skóbúða í Kringlunni og Smáralind, þar á meðal Steinar Waage.
Nýttu hlutastarfaleið fyrir tugi starfsmanna en stefna nú að 230 milljóna arðgreiðslu
S4S sem rekur fjölda skóbúða nýtti hlutastarfaleiðina fyrir 52 starfsmenn í mars og apríl í fyrra. Í ársskýrslu S4S segir að faraldurinn hafi haft „verulega jákvæð áhrif á sölu félagsins“ en stjórnin leggur til að 230 milljónir verði greiddar í arð.
Kjarninn 23. apríl 2021
Eyrún Magnúsdóttir
Þess vegna þarf að segja fréttir
Kjarninn 23. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri segir að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum
Ásgeir Jónsson er mjög ósáttur með það að Samherji hafi kært fimm starfsmenn bankans og skilur ekki af hverju málinu sé ekki vísað frá. Hann segir að peningastefna Seðlabanka Íslands sé velferðarstefna.
Kjarninn 23. apríl 2021
Amazon-frumskógurinn er stærsti regnskógur veraldar.
Greiða háar fjárhæðir til að fá að vernda regnskóg
Þeir fá hvorki timbur, jarðefni né uppskeru af fjárfestingu sinni. Það eina sem þeir fá fyrir að setja 1 milljarð bandaríkjadala í verkefnið er heiður og virðing og vonandi bjartari framtíð fyrir sig og sína.
Kjarninn 22. apríl 2021
Atli Þór Fanndal
„Þrátt fyrir stöku mótmæli“
Kjarninn 22. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None