Færðu Eldey til Íslandsbanka vegna vandræða Arev NII

Eldey fjárfestir í ferðaþjónustengdum fyrirtækjum.
Eldey fjárfestir í ferðaþjónustengdum fyrirtækjum.
Auglýsing

Stjórn Arev verð­bréfa­fyr­ir­tækis ákvað að færa stýr­ingu á fé­lag­inu Eld­ey, sem fjár­festir ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um, alfarið yfir til­ ­eign­ar­stýr­ingar Íslands­banka vegna vand­ræða ann­ars sjóðs í stýr­ingu hjá ­fyr­ir­tæk­inu.

Sá sjóð­ur, Arev NII, hefur nú verið tekin úr stýr­ingu hjá ­Arev vegna þess sem álitið er að séu „al­var­legar mis­fellur í rekstri“ og þær mis­fellur til­kynntar til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME). Mis­fell­urnar fel­ast í því að tvö félög í eigu eig­anda Arev greiddu ekki inn í sjóð­inn í réttu hlut­fall­i við áskrift­ar­lof­orð sitt.

Eig­and­inn greiddi ekki hluta­fjár­lof­orð

Kjarn­inn greindi frá því um helg­ina að tvö félög sem tengj­­ast Arev verð­bréfa­­fyr­ir­tæki hafi ekki greitt hlutafé inn í sjóð sem Arev stýrir í sam­ræmi við það sem þau lof­uðu að ­ger­a. Þetta sagði Gunnar Sturlu­­son, hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og einn eig­anda lög­­manns­­stof­unnar LOGOS, sem er nýr stjórn­­­ar­­for­­maður umrædds sjóðs, Arev NII, ­sem hefur verið tek­inn úr stýr­ingu hjá Arev. LOGOS til­­kynnti auk þess um það stofan álitur „al­var­­legar mis­­­fellur í rekstri Arev NII“ til­ FME.

Auglýsing

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Björns Jóhann­es­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Arev, og spurði hvort þessar ásak­anir væru rétt­ar. Björn seg­ir í skrif­legu svari að Arev NII hafi í byrjun maí upp­lýst ráð­gjafa­ráð sjóðs­ins um að tvö félög í eigu Jóns Schev­ing Thor­steins­son­ar, eig­anda Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is, hefði ekki greitt inn í sjóð­inn í réttu hlut­falli við á­skrift­ar­lof­orð. „Ímaí sl. greiddi annað félag­anna tveggja skuld sína við sjóð­inn en hitt félag­ið, ­Arev Brands Ltd., hefur enn ekki greitt.“

Björn segir að þar sem um sé að ræða félag teng­t ­eig­anda eigna­stýr­ing­ar­að­il­ans, ­Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is, hafi stjórn­ verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is­ins ekki gert athuga­semdir við slit á eigna­stýr­ing­ar­samn­ing­i við félag­ið.  

Hlut­hafar í Arev NII eru fimmtán tals­ins. Þar af eru ell­efu líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Hlut­hafar skuld­bund­u ­sig til að leggja sjóðnum til hlutafé sem ­kallað var eftir jafn­­óðum og fjár­­­fest var sam­­kvæmt ráð­­gjöf Arev verð­bréfa­­fyr­ir­tæk­­is. Alls átti nafn­verð hluta­fjár­ að vera tæp­­lega 660 millj­­ón­ir króna í byrjun des­em­ber síð­­ast­lið­ins, en var það ekki.

Vildu forð­ast áhrif á Eldey

Í des­em­ber 2015 stofn­uðu VÍB, ­eigna­stýr­ing Íslands­banka, og Arev saman hluta­fé­lag sem fjár­festir í ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um. Stefnan var sett á að skrá félag­ið, sem Hrönn Greips­dótt­ir ­stýr­ir, á mark­að. Fyrstu fjár­fest­ingar Eld­eyjar voru kaup á 30 pró­sent hlut í Norð­ur­sigl­ingu á Húsa­vík og 17 pró­sent hlut í félag­inu Gufu, sem á Font­ana á Lauga­vatni.

20. maí síð­ast­lið­inn, hálfu ári eftir að Eldey var stofn­að, var til­kynnt að Hrönn hefði verið ráð­inn í starf fjár­fest­ing­ar­stjóra hjá VÍB. Í frétta­til­kynn­ing­unni kom einnig fram að umsýsla og varsla Eld­eyjar myndi flytj­ast með henni yfir til VÍB.

Kjarn­inn spurði Björn hvað hefði vald­ið því að eigna­stýr­ing Eld­eyjar hefði færst alfarið yfir til Íslands­banka, ein­ung­is ör­fáum mán­uðum eftir að til­kynnt hafði verið um að bæð­i ­Arev og Ís­lands­banki myndu sjá um rekst­ur­inn. Björn segir að stjórn Arev hafi ákveðið það. „Ástæðan er óvissa vegna áður­nefnds máls ­Arev NII slhf. og vild­i ­stjórnin forð­ast að málið hefði áhrif á Eldey TLH hf. eða eig­endur þess. Jafn­fram var FME gerð grein fyrir mál­inu af hálfu stjórn­ar.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None