Færðu Eldey til Íslandsbanka vegna vandræða Arev NII

Eldey fjárfestir í ferðaþjónustengdum fyrirtækjum.
Eldey fjárfestir í ferðaþjónustengdum fyrirtækjum.
Auglýsing

Stjórn Arev verð­bréfa­fyr­ir­tækis ákvað að færa stýr­ingu á fé­lag­inu Eld­ey, sem fjár­festir ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um, alfarið yfir til­ ­eign­ar­stýr­ingar Íslands­banka vegna vand­ræða ann­ars sjóðs í stýr­ingu hjá ­fyr­ir­tæk­inu.

Sá sjóð­ur, Arev NII, hefur nú verið tekin úr stýr­ingu hjá ­Arev vegna þess sem álitið er að séu „al­var­legar mis­fellur í rekstri“ og þær mis­fellur til­kynntar til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME). Mis­fell­urnar fel­ast í því að tvö félög í eigu eig­anda Arev greiddu ekki inn í sjóð­inn í réttu hlut­fall­i við áskrift­ar­lof­orð sitt.

Eig­and­inn greiddi ekki hluta­fjár­lof­orð

Kjarn­inn greindi frá því um helg­ina að tvö félög sem tengj­­ast Arev verð­bréfa­­fyr­ir­tæki hafi ekki greitt hlutafé inn í sjóð sem Arev stýrir í sam­ræmi við það sem þau lof­uðu að ­ger­a. Þetta sagði Gunnar Sturlu­­son, hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og einn eig­anda lög­­manns­­stof­unnar LOGOS, sem er nýr stjórn­­­ar­­for­­maður umrædds sjóðs, Arev NII, ­sem hefur verið tek­inn úr stýr­ingu hjá Arev. LOGOS til­­kynnti auk þess um það stofan álitur „al­var­­legar mis­­­fellur í rekstri Arev NII“ til­ FME.

Auglýsing

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Björns Jóhann­es­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Arev, og spurði hvort þessar ásak­anir væru rétt­ar. Björn seg­ir í skrif­legu svari að Arev NII hafi í byrjun maí upp­lýst ráð­gjafa­ráð sjóðs­ins um að tvö félög í eigu Jóns Schev­ing Thor­steins­son­ar, eig­anda Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is, hefði ekki greitt inn í sjóð­inn í réttu hlut­falli við á­skrift­ar­lof­orð. „Ímaí sl. greiddi annað félag­anna tveggja skuld sína við sjóð­inn en hitt félag­ið, ­Arev Brands Ltd., hefur enn ekki greitt.“

Björn segir að þar sem um sé að ræða félag teng­t ­eig­anda eigna­stýr­ing­ar­að­il­ans, ­Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is, hafi stjórn­ verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is­ins ekki gert athuga­semdir við slit á eigna­stýr­ing­ar­samn­ing­i við félag­ið.  

Hlut­hafar í Arev NII eru fimmtán tals­ins. Þar af eru ell­efu líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Hlut­hafar skuld­bund­u ­sig til að leggja sjóðnum til hlutafé sem ­kallað var eftir jafn­­óðum og fjár­­­fest var sam­­kvæmt ráð­­gjöf Arev verð­bréfa­­fyr­ir­tæk­­is. Alls átti nafn­verð hluta­fjár­ að vera tæp­­lega 660 millj­­ón­ir króna í byrjun des­em­ber síð­­ast­lið­ins, en var það ekki.

Vildu forð­ast áhrif á Eldey

Í des­em­ber 2015 stofn­uðu VÍB, ­eigna­stýr­ing Íslands­banka, og Arev saman hluta­fé­lag sem fjár­festir í ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um. Stefnan var sett á að skrá félag­ið, sem Hrönn Greips­dótt­ir ­stýr­ir, á mark­að. Fyrstu fjár­fest­ingar Eld­eyjar voru kaup á 30 pró­sent hlut í Norð­ur­sigl­ingu á Húsa­vík og 17 pró­sent hlut í félag­inu Gufu, sem á Font­ana á Lauga­vatni.

20. maí síð­ast­lið­inn, hálfu ári eftir að Eldey var stofn­að, var til­kynnt að Hrönn hefði verið ráð­inn í starf fjár­fest­ing­ar­stjóra hjá VÍB. Í frétta­til­kynn­ing­unni kom einnig fram að umsýsla og varsla Eld­eyjar myndi flytj­ast með henni yfir til VÍB.

Kjarn­inn spurði Björn hvað hefði vald­ið því að eigna­stýr­ing Eld­eyjar hefði færst alfarið yfir til Íslands­banka, ein­ung­is ör­fáum mán­uðum eftir að til­kynnt hafði verið um að bæð­i ­Arev og Ís­lands­banki myndu sjá um rekst­ur­inn. Björn segir að stjórn Arev hafi ákveðið það. „Ástæðan er óvissa vegna áður­nefnds máls ­Arev NII slhf. og vild­i ­stjórnin forð­ast að málið hefði áhrif á Eldey TLH hf. eða eig­endur þess. Jafn­fram var FME gerð grein fyrir mál­inu af hálfu stjórn­ar.“

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None