Færðu Eldey til Íslandsbanka vegna vandræða Arev NII

Eldey fjárfestir í ferðaþjónustengdum fyrirtækjum.
Eldey fjárfestir í ferðaþjónustengdum fyrirtækjum.
Auglýsing

Stjórn Arev verð­bréfa­fyr­ir­tækis ákvað að færa stýr­ingu á fé­lag­inu Eld­ey, sem fjár­festir ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um, alfarið yfir til­ ­eign­ar­stýr­ingar Íslands­banka vegna vand­ræða ann­ars sjóðs í stýr­ingu hjá ­fyr­ir­tæk­inu.

Sá sjóð­ur, Arev NII, hefur nú verið tekin úr stýr­ingu hjá ­Arev vegna þess sem álitið er að séu „al­var­legar mis­fellur í rekstri“ og þær mis­fellur til­kynntar til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME). Mis­fell­urnar fel­ast í því að tvö félög í eigu eig­anda Arev greiddu ekki inn í sjóð­inn í réttu hlut­fall­i við áskrift­ar­lof­orð sitt.

Eig­and­inn greiddi ekki hluta­fjár­lof­orð

Kjarn­inn greindi frá því um helg­ina að tvö félög sem tengj­­ast Arev verð­bréfa­­fyr­ir­tæki hafi ekki greitt hlutafé inn í sjóð sem Arev stýrir í sam­ræmi við það sem þau lof­uðu að ­ger­a. Þetta sagði Gunnar Sturlu­­son, hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og einn eig­anda lög­­manns­­stof­unnar LOGOS, sem er nýr stjórn­­­ar­­for­­maður umrædds sjóðs, Arev NII, ­sem hefur verið tek­inn úr stýr­ingu hjá Arev. LOGOS til­­kynnti auk þess um það stofan álitur „al­var­­legar mis­­­fellur í rekstri Arev NII“ til­ FME.

Auglýsing

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Björns Jóhann­es­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Arev, og spurði hvort þessar ásak­anir væru rétt­ar. Björn seg­ir í skrif­legu svari að Arev NII hafi í byrjun maí upp­lýst ráð­gjafa­ráð sjóðs­ins um að tvö félög í eigu Jóns Schev­ing Thor­steins­son­ar, eig­anda Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is, hefði ekki greitt inn í sjóð­inn í réttu hlut­falli við á­skrift­ar­lof­orð. „Ímaí sl. greiddi annað félag­anna tveggja skuld sína við sjóð­inn en hitt félag­ið, ­Arev Brands Ltd., hefur enn ekki greitt.“

Björn segir að þar sem um sé að ræða félag teng­t ­eig­anda eigna­stýr­ing­ar­að­il­ans, ­Arev verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is, hafi stjórn­ verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is­ins ekki gert athuga­semdir við slit á eigna­stýr­ing­ar­samn­ing­i við félag­ið.  

Hlut­hafar í Arev NII eru fimmtán tals­ins. Þar af eru ell­efu líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Hlut­hafar skuld­bund­u ­sig til að leggja sjóðnum til hlutafé sem ­kallað var eftir jafn­­óðum og fjár­­­fest var sam­­kvæmt ráð­­gjöf Arev verð­bréfa­­fyr­ir­tæk­­is. Alls átti nafn­verð hluta­fjár­ að vera tæp­­lega 660 millj­­ón­ir króna í byrjun des­em­ber síð­­ast­lið­ins, en var það ekki.

Vildu forð­ast áhrif á Eldey

Í des­em­ber 2015 stofn­uðu VÍB, ­eigna­stýr­ing Íslands­banka, og Arev saman hluta­fé­lag sem fjár­festir í ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um. Stefnan var sett á að skrá félag­ið, sem Hrönn Greips­dótt­ir ­stýr­ir, á mark­að. Fyrstu fjár­fest­ingar Eld­eyjar voru kaup á 30 pró­sent hlut í Norð­ur­sigl­ingu á Húsa­vík og 17 pró­sent hlut í félag­inu Gufu, sem á Font­ana á Lauga­vatni.

20. maí síð­ast­lið­inn, hálfu ári eftir að Eldey var stofn­að, var til­kynnt að Hrönn hefði verið ráð­inn í starf fjár­fest­ing­ar­stjóra hjá VÍB. Í frétta­til­kynn­ing­unni kom einnig fram að umsýsla og varsla Eld­eyjar myndi flytj­ast með henni yfir til VÍB.

Kjarn­inn spurði Björn hvað hefði vald­ið því að eigna­stýr­ing Eld­eyjar hefði færst alfarið yfir til Íslands­banka, ein­ung­is ör­fáum mán­uðum eftir að til­kynnt hafði verið um að bæð­i ­Arev og Ís­lands­banki myndu sjá um rekst­ur­inn. Björn segir að stjórn Arev hafi ákveðið það. „Ástæðan er óvissa vegna áður­nefnds máls ­Arev NII slhf. og vild­i ­stjórnin forð­ast að málið hefði áhrif á Eldey TLH hf. eða eig­endur þess. Jafn­fram var FME gerð grein fyrir mál­inu af hálfu stjórn­ar.“

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None