Mun fleiri utankjörfundaratkvæði nú en 2012

Mikil aðsókn hefur verið á utankjörfund á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Aðsóknin er miklu meiri en á sambærilegum tíma fyrir fjórum árum.

KSÍ býst við 8.000 íslenskum stuðningsmönnum á vellinum í Saint Étienne í kvöld sem skýrir hugsanlega fádæma aðsókn á utankjörfund undanfarna daga.
KSÍ býst við 8.000 íslenskum stuðningsmönnum á vellinum í Saint Étienne í kvöld sem skýrir hugsanlega fádæma aðsókn á utankjörfund undanfarna daga.
Auglýsing

Mun fleiri hafa greitt atkvæði utan kjör­fundar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu nú en fyrir síð­ustu for­seta­kosn­ingar árið 2012. Í dag eru tólf dagar þar til gengið verður til for­seta­ko­sn­igna, laug­ar­dag­inn 25. júní. Þegar utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðslan lok­aði í gær höfðu 5.953 mann greitt atkvæði í for­seta­kosn­ing­un­um. 695 atkvæði höfðu verið póst­lögð og 5.258 manns höfðu komið að kjós­a. 

Leiða má líkur að því að sá mikli fjöldi fólks sem lagt hefur leið sína til Frakk­lands til að fylgj­ast með íslenska karla­lands­lið­inu í knatt­spyrnu leika á Evr­ópu­meist­ar­mót­inu geti skýrt þann mikla fjölda sem þegar hefur kos­ið. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands, KSÍ, býst við að um 8.000 íslenskir stuðn­ings­menn fylgist með lands­lið­inu keppa við Portú­gal í Sain­t-Étienne í kvöld.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sýslu­manns­emb­ætt­inu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem heldur utan um utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðsl­una eru þetta nokkuð háar tölur miðað við fyrri ár, svo mörgum dögum fyrir kosn­ing­ar. Erfitt sé hins vegar að gera nákvæman sam­an­burð því sýslu­manns­emb­ættin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa verið sam­einuð síðan 2012. Í ár var farið fyrr á hjúkr­un­ar­heim­ili fyrir aldr­aða en það skýri hins vegar ekki svo mikla aðsókn ell­efu dögum fyrir kjör­dag.

Auglýsing

Séu töl­urnar frá Reykja­vík 2012 ann­ars vegar og höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2016 hins­vegar bornar saman sést að nokkuð stökk hefur orðið í aðsókn á kjör­stað und­an­farna daga, miðað við árið 2012. Rétt er að ítreka að þetta er aðeins gert til sam­an­burðar á hegðun fólks dag­ana fyrir kjör­dag. Hins vegar er auð­velt að sjá breytta hegðun kjós­enda.

Í síð­ustu þremur kosn­ing­um, for­seta­kosn­ingum 2012, Alþing­is­kosn­ing­unum 2013 og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum 2014, hefur umferðin á utan­kjör­fund auk­ist jafnt og þétt þar til kemur að kjör­degi. Það er því lík­legt að enn eigi aðsóknin eftir að aukast út næstu viku jafn­vel þó margir virð­ist hafa kosið áður en Ísland hóf leik á Evr­ópu­mót­inu.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None