Mun fleiri utankjörfundaratkvæði nú en 2012

Mikil aðsókn hefur verið á utankjörfund á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Aðsóknin er miklu meiri en á sambærilegum tíma fyrir fjórum árum.

KSÍ býst við 8.000 íslenskum stuðningsmönnum á vellinum í Saint Étienne í kvöld sem skýrir hugsanlega fádæma aðsókn á utankjörfund undanfarna daga.
KSÍ býst við 8.000 íslenskum stuðningsmönnum á vellinum í Saint Étienne í kvöld sem skýrir hugsanlega fádæma aðsókn á utankjörfund undanfarna daga.
Auglýsing

Mun fleiri hafa greitt atkvæði utan kjör­fundar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu nú en fyrir síð­ustu for­seta­kosn­ingar árið 2012. Í dag eru tólf dagar þar til gengið verður til for­seta­ko­sn­igna, laug­ar­dag­inn 25. júní. Þegar utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðslan lok­aði í gær höfðu 5.953 mann greitt atkvæði í for­seta­kosn­ing­un­um. 695 atkvæði höfðu verið póst­lögð og 5.258 manns höfðu komið að kjós­a. 

Leiða má líkur að því að sá mikli fjöldi fólks sem lagt hefur leið sína til Frakk­lands til að fylgj­ast með íslenska karla­lands­lið­inu í knatt­spyrnu leika á Evr­ópu­meist­ar­mót­inu geti skýrt þann mikla fjölda sem þegar hefur kos­ið. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands, KSÍ, býst við að um 8.000 íslenskir stuðn­ings­menn fylgist með lands­lið­inu keppa við Portú­gal í Sain­t-Étienne í kvöld.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sýslu­manns­emb­ætt­inu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem heldur utan um utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðsl­una eru þetta nokkuð háar tölur miðað við fyrri ár, svo mörgum dögum fyrir kosn­ing­ar. Erfitt sé hins vegar að gera nákvæman sam­an­burð því sýslu­manns­emb­ættin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa verið sam­einuð síðan 2012. Í ár var farið fyrr á hjúkr­un­ar­heim­ili fyrir aldr­aða en það skýri hins vegar ekki svo mikla aðsókn ell­efu dögum fyrir kjör­dag.

Auglýsing

Séu töl­urnar frá Reykja­vík 2012 ann­ars vegar og höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2016 hins­vegar bornar saman sést að nokkuð stökk hefur orðið í aðsókn á kjör­stað und­an­farna daga, miðað við árið 2012. Rétt er að ítreka að þetta er aðeins gert til sam­an­burðar á hegðun fólks dag­ana fyrir kjör­dag. Hins vegar er auð­velt að sjá breytta hegðun kjós­enda.

Í síð­ustu þremur kosn­ing­um, for­seta­kosn­ingum 2012, Alþing­is­kosn­ing­unum 2013 og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum 2014, hefur umferðin á utan­kjör­fund auk­ist jafnt og þétt þar til kemur að kjör­degi. Það er því lík­legt að enn eigi aðsóknin eftir að aukast út næstu viku jafn­vel þó margir virð­ist hafa kosið áður en Ísland hóf leik á Evr­ópu­mót­inu.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None