Bretar eru á leið úr Evrópusambandinu

Nigel Farage, formaður UKIP, afhjúpar skilti.
Auglýsing

Bretar ákváðu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í gær að yfir­gefa Evr­ópu­sam­bandið (ES­B). Um 52 pró­sent kjós­enda kaus með því að yfir­gefa ESB en 48 pró­sent með því að Bret­land yrði áfram aðild­ar­ríki, eins og það hefur verið í 43 ár.

And­staðan við áfram­hald­andi veru í ESB var sér­stak­lega áber­andi í Wales og ýmsum minni hér­uðum og sveit­ar­fé­lög­um, utan helstu borg­ar­kjarna, sam­kvæmt BBC. Það var frétta­vefur The Independent sem var fyrstur til að greina frá því að Bretar hefðu kosið að yfir­gefa ESB.

Auglýsing


Kosn­­inga­bar­áttan hefur verið hörð, þar sem fylk­ingar hafa tek­ist á um hvort Bret­landi sé betur borgið innan ESB eða ekki. David Camer­on, for­­sæt­is­ráð­herra, er sjálfur mik­ill stuðn­­ings­­maður þess að Bret­land verði áfram hluti af ESB, en meðal hörð­ust fylg­is­­manna þess að Bret­land fari úr ESB, er Boris John­­son, fyrr­ver­andi borg­­ar­­stjóri í London.

Kjarn­inn hefur fjallað nokkuð um Brexit og má meðal ann­­ars lesa um kosn­­ing­­arnar og hvers vegna þær fóru fram, og síðan helstu álita­­málin sem deilt var um.

Lík­legt er að íslensk stjórn­völd muni fylgj­ast með gangi mála í Bret­landi, sem er eitt helsta við­skipta­land Íslands.

Íslend­ingar fluttu út vörur og þjón­ustu til Bret­lands fyrir meira en 120 millj­arða króna á síð­asta ári. Á móti voru fluttar inn vörur og þjón­usta frá Bret­landi fyrir 90 millj­arða. Þá eru Bretar um 19 pró­sent af erlendum ferða­mönnum sem sækja okkur heim ár hvert, og fjöl­menn­asti ein­staki hóp­ur­inn, að því er Lilja Alfreðs­dótt­ir, utan­rík­is­ráð­herra, benti á í grein í gær. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None