Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið ráðinn nýr þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta. Hann hefur tekið við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum var þjálfari KR árin 2002 til 2004 og þá varð liðið Íslandsmeistari tvö ár í röð.
Willum hefur setið á þingi í þrjú ár fyrir Framsóknarflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Hann á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins og Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES.
Á Vísi segir að Arnar Gunnlaugsson verði aðstoðarmaður Willums en fyrsti leikur KR-liðsins undir þeirra stjórn verður Evrópuleikur á móti norður-írska liðinu Glenavon á KR-vellinum á fimmtudaginn. Fyrsti deildarleikurinn verður aftur á móti á móti Víkingur Ólafsvík sunnudaginn 10. júlí.