Tveir framboðslistar klárir í Norðausturkjördæmi

Framboðslistar Vinstri grænna og Pírata í Norðausturkjördæmi hafa nú litið dagsins ljós. Framhaldsskólakennari frá Akureyri leiðir lista Pírata eftir kosningu flokksmanna. Björn Þorláksson segir klíkuskap hafa ráðið því að hann hafnaði neðarlega á lista.

Einar Brynjólfsson framhaldsskólakennari leiðir lista Pírata í Norðausturkjördæmi.
Einar Brynjólfsson framhaldsskólakennari leiðir lista Pírata í Norðausturkjördæmi.
Auglýsing

Tveir stjórnmálaflokkar hafa tilkynnt framboðslista sína fyrir komandi Alþingiskosningar og eru þeir báðir í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn stilltu á lista og var hann samþykktur á félagsfundi á Mývatni fyrir viku síðan. Í dag urðu niðurstöður úr prófkjöri Pírata í kjördæminu svo ljós. VG mældist með 16,8 prósenta fylgi í nýjasta Þjóðarpúlsi og Píratar með 28,3 prósent. 

78 flokksmenn kusu í netkosningu í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi. Fjórtán voru í framboði og leiðir Einar Aðalsteinn Brynjólfsson framhaldsskólakennari á Akureyri, listann.  Guðrún Ágúst Þórdísardóttir rekstrarfræðingur er í öðru sæti og Hans Jónsson í því þriðja. Kristín Amalía Atladóttir er í fjórða sæti og Gunnar Ómarsson í fimmta. 

Sakar Pírata um klíkuskap

Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri, gaf kost á sér í forystusætið en hann hafnaði í sjöunda sæti listans. Á Facebook síðu sinni sagði Björn í dag, eftir að úrslit urðu ljós, að klíkuskapur hafi ráðið því að hann hafnaði svo neðarlega. Hann segir Pírata hafa kosið sér slaka þingmannasveit.

Auglýsing

„Nokkrir tugir manna tóku sig saman þar sem þeim stafaði ógn af mér varðandi eigin drauma um þingsæti, í stað þess að spyrja: Er hann okkur kannski liðsauki? Ekki mikil höfnun það, mikill stuðningur á landsvísu og fyrir hann er ég þakklátur, enda veit almenningur hvar hann hefur mig,“ skrifar Björn. Hann segir að það hafi verið sitt val að „svíkja lit hins faglega hlutleysis blaðamannsins,“ og telur að sér verði „sennilega fyrirgefið pólitíska hliðarsporið,“ enda séu Píratar fyrst og fremst andófsafl sem styðji róttæka kerfisbreytingu. „Hitt skiptir einnig máli varðandi traust og trúnað að lítil búbla hér í norðlensku héraði situr nú uppi með sjálfa sig og eigin ranghugmyndir,“ skrifar Björn. 

Lítil endurnýjun hjá VG

Efstu tuttugu sætin á lista VG í Norðausturkjördæmi hafa verið skipuð og er Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður og fyrrverandi formaður flokksins, þar í fyrsta sæti. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður er í öðru og Björn Valur Gíslason, stýrimaður og varaformaður VG, í því þriðja. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari á Neskaupsstað, er í fjórða sæti listans og Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings, í fimmta. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None