Brexit-áhrif að ganga til baka á hlutabréfamörkuðm

Eftir „sjokk“ áhrif vegna Brexit-atkvæðagreiðslunnar hafa hlutabréfamarkaðir að mestu jafnað sig. FJármálafyrirtæki í Bretlandi hafa þó ekki gert það ennþá, og ekki pundið heldur. Pólitísk óvissa um framhaldið er enn viðvarandi.

Brexit á mörkuðum
Auglýsing

Vísi­tölur helstu hluta­bréfa­mark­aða í heim­inum hafa að mestu leyti náð sömu stöðu og var á mörk­uð­um, áður en „sjokk“ áhrifin af Brex­it-­kosn­ing­unum komu fram. FTSE vísi­talan hækk­aði um 2,21 pró­sent í dag, DAX vísi­talan þýska um 1,75 pró­sent, og Nas­daq vísi­talan í Banda­ríkj­unum hefur hækkað 1,94 pró­sent, sam­kvæmt fréttum Wall Street Journal.

Pundið kostar nú 167 krón­ur, en það kost­aði tæp­lega 180 krónur fyrir kosn­ing­arn­ar. Krónan hefur því styrkst umtals­vert gagn­vart pund­inu að und­an­förnu.

Pundið hefur styrkst lítið eitt gagn­vart Banda­ríkja­dal, en er ennþá mun veik­ara en það var, fyrir atkvæða­greiðsl­una. Sem kunn­ugt er fór hún þannig, að 52 pró­sent Breta kusu með því að Bret­land yfir­gæfi Evr­ópu­sam­bandið en 48 pró­sent vildu að Bret­land yrði ennþá hluti af því. 

Auglýsing

Þrátt fyrir að hluta­bréfa­vísi­tölur hafi jafnað sig, að með­al­tali, þá er mark­aðsvirði margra stórra fyr­ir­tækja í Bret­landi ennþá mun lægra en það var fyrir atkvæða­greiðsl­una. Sér­stak­lega á þetta við um banka og trygg­ing­ar­fé­lög. 

Hart var deilt um nið­ur­stöð­una í Brex­it-­kosn­ing­unum á Evr­ópu­þing­inu í gær, og var Nigel Fara­ge, for­ystu­maður UKIP, breska sjálf­stæð­is­flokks­ins, sak­aður um að beita lygum og blekk­ingum í aðdrag­anda kosn­ing­anna, og gekk einn svo langt að segja hann hafa borið fram „nas­ista­á­róð­ur“.Ekki liggur fyrir enn­þá, hvert verður póli­tískt fram­hald máls­ins í Bret­landi, en David Camer­on, frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra, hefur þó til­kynnt um afsögn sína. Sam­kvæmt sátt­mála ESB hafa aðild­ar­þjóðir tvö ár til að yfir­gefa sam­band­ið, eftir að hafa form­lega til­kynnt um að þau ætli að yfir­gefa sam­band­ið. Ekk­ert liggur fyrir um það enn, hvernig staðið verður að útgöng­u. 

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, hefur sagt að engar óform­legar við­ræður muni eiga sér stað um nein mál, er varð­andi hugs­an­lega útgöngu, heldur ein­ungis ef það kemur form­lega frá breskum stjórn­völd­um, að vilji sé til útgöng­u. 

Íslensk stjórn­völd eru að fylgst grannt með þróun mála, sam­kvæmt því sem Lilja Alfreðs­dótt­ir, utan­rík­is­ráð­herra, hefur sagt. Íslands á mik­illa hags­muna að gæta þegar kemur að við­skiptum við Bret­land. Voru- og þjón­ustu­út­flutn­ingur nam 120 millj­örðum í fyrra til Bret­lands, og þá komu um 19 pró­sent erlendra ferða­manna til Íslands frá Bret­land­i. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None