SÞ óska eftir skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi

Innanríkisráðuneytið óskar nú eftir athugasemdum vegna skýrsludraga um stöðu mannréttindamála á Íslandi sem send verða Sameinuðu þjóðunum. Ráðuneytið hefur birt drög að skýrslu á vef sínum þar sem farið er yfir stöðu mála.

Farið er yfir stöðu barna, kvenna, innflytjenda, hælisleitenda, eldra fólks og fatlaðs fólks í skýrslunni.
Farið er yfir stöðu barna, kvenna, innflytjenda, hælisleitenda, eldra fólks og fatlaðs fólks í skýrslunni.
Auglýsing

Inn­an­rík­is­ráðu­neytið hefur sent frá sér drög að skýrslu um stöðu mann­rétt­inda­mála á Íslandi. Skýrslan verður hluti af úttekt Sam­ein­uðu þjóð­anna á stöðu mann­rétt­inda­mála í aðild­ar­ríkj­un­um.

Fram kemur í skýrslu­drög­unum að í kjöl­far banka­hruns­ins 2008 hafi íslensk stjórn­völd þurft að skera mikið niður í rík­is­fjár­mál­um, þá sér­stak­lega í heil­brigð­is­kerf­inu, félags­lega kerf­inu og mennta­kerf­inu, þar sem þau kost­uðu mesta pen­inga. Hag­vöxtur hafi auk­ist und­an­farin ár og nú sé staða efna­hags­mála svipuð og hún var fyrir hrun. Þá hafi atvinnu­leysi farið ört minnk­andi. Verið sé að veita frekara fjár­magn í vel­ferð­ar­kerf­ið, meðal ann­ars í bygg­ingu nýs Land­spít­ala. 

Þá segir að stjórn­ar­skrá Íslands tryggi lýð­ræði og grund­vall­ar­mann­rétt­indi eins og trú­frelsi, frið­helgi einka­lífs og tján­inga­frelsi. Farið er yfir það ferli sem hefur átt sér stað varð­andi end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar og hvað þau mál séu stödd. 

Auglýsing

Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands hefur starfað síðan 1994 og er hún sjálf­stæð ein­ing sem hefur það hlut­verk að stuðla að og hafa eft­ir­lit með mann­rétt­inda­málum hér­lend­is. 

Jafn­rétt­is­mál

Fram kemur að í ár séu 40 ár liðin frá því að fyrstu jafn­rétt­islögin voru sett á Íslandi. Landið sé oft sagt í far­ar­broddi þegar kemur að jafn­rétti kynj­anna, en þrátt fyrir það er enn langt í land. Kyn­bund­inn launa­munur er enn til stað­ar, sem og kyn­bundið ofbeldi og annað því tengt. Reynt hefur verið að vinna bug á kynja­bil­inu með kynja­kvóta, jafn­launa­vott­unum og fleiru. Farið er yfir átak UN Women, HeforS­he, sem stuðl­aði að því að virkja karl­menn í jafn­rétt­is­bar­átt­unni.

Kyn­þátta­for­dómar

Unnið hefur verið að því hér á landi að útrýma kyn­þátta­for­dómum og ras­isma. Fram kom í rann­sókn árið 2012 að 93 pró­sent inn­flytj­enda hér á landi höfðu orðið fyrir kyn­þátta­for­dómum ein­hvern tím­ann á ævinni. Hlut­fallið var komið niður í 74 pró­sent tveimur árum síð­ar, 2014.

Rétt­indi hinsegin fólks

Ísland var eitt fyrstu ríkja heims til að sam­þykkja lög um hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra. Þá hafa einnig verið sett lög um rétt­indi fólks sem hefur ekki kyn­gervi, það er að segja, að tryggja rétt fólks þó að það telji sig hvorki vera karl né kona, eða þá að það þurfi kyn­leið­rétt­ing­u. 

Inn­flytj­endur og hæl­is­leit­endur

Fjöldi inn­flytj­enda á Íslandi hefur auk­ist tölu­vert und­an­farin ár. Í skýrslu­drög­unum segir að árið 2010 hafi 6,8 pró­sent íbúa lands­ins verið inn­flytj­end­ur, en árið 2015 var hlut­fallið komið upp í 10 pró­sent. Þá hefur hæl­is­leit­endum að sama skapi fjölgað gíf­ur­lega und­an­farin miss­eri, eins og hefur komið fram í fjöl­miðl­um. Nýbúið er að setja ný Útlend­inga­lög sem eiga að tryggja útlend­ingum aukin mann­rétt­indi á Íslandi og auð­velda allt ferl­ið. Þó er enn langt í land og hefur inn­an­rík­is­ráð­herra sagt að þessi mál séu í enda­lausri end­ur­skoð­un. 

Ítar­leg skýrslu­drög

Einnig er farið yfir rétt­indi fatl­aðs fólks, eldri borg­ara, barna og kvenna í skýrslu­drög­un­um. Þá eru sér­stakir kaflar um mansal, hat­ursá­róður og pynt­ing­ar, og þær lausnir sem íslensk stjórn­völd hafa notað til að bregð­ast við þeirri þróun hér á land­i. 

Farið er yfir fang­els­is­málin og þá sér­stak­lega opnun nýja fang­els­is­ins á Hólms­heiði. Talið er að það muni létta mikið á stöð­unni. Einnig er farið yfir laga­legan rétt fólks til heil­brigð­is­þjón­ustu, mennt­unar og tján­ing­ar­frels­is. 

Óskað eftir athuga­semdum

Sam­ein­uðu þjóð­irnar standa reglu­lega fyrir almennri úttekt á stöðu mann­rétt­inda­mála í aðild­ar­ríkj­unum og var vinnu­hópur skip­aður til að halda utan um verk­efnið hér á landi. Í vinnu­hópnum eru full­trúar inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is, umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is, utan­rík­is­ráðu­neytis og vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is. Inn­an­rík­is­ráðu­neytið stýrir verk­efn­inu og ber ábyrgð á vinnslu þess en skýrslu Íslands á að skila eigi síðar en 1. ágúst næst­kom­andi. Skýrslan má ekki vera lengri en 10.700 orð, er fram kemur á vef ráðu­neyt­is­ins. Inn­an­rík­is­ráðu­neytið óskar nú eftir því að almenn­ingur og frjáls félaga­sam­tök sendi inn athuga­semdir vegna skýrslu­drag­anna og að þær ber­ist ekki síðar en 10. júlí næst­kom­and­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None