SÞ óska eftir skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi

Innanríkisráðuneytið óskar nú eftir athugasemdum vegna skýrsludraga um stöðu mannréttindamála á Íslandi sem send verða Sameinuðu þjóðunum. Ráðuneytið hefur birt drög að skýrslu á vef sínum þar sem farið er yfir stöðu mála.

Farið er yfir stöðu barna, kvenna, innflytjenda, hælisleitenda, eldra fólks og fatlaðs fólks í skýrslunni.
Farið er yfir stöðu barna, kvenna, innflytjenda, hælisleitenda, eldra fólks og fatlaðs fólks í skýrslunni.
Auglýsing

Inn­an­rík­is­ráðu­neytið hefur sent frá sér drög að skýrslu um stöðu mann­rétt­inda­mála á Íslandi. Skýrslan verður hluti af úttekt Sam­ein­uðu þjóð­anna á stöðu mann­rétt­inda­mála í aðild­ar­ríkj­un­um.

Fram kemur í skýrslu­drög­unum að í kjöl­far banka­hruns­ins 2008 hafi íslensk stjórn­völd þurft að skera mikið niður í rík­is­fjár­mál­um, þá sér­stak­lega í heil­brigð­is­kerf­inu, félags­lega kerf­inu og mennta­kerf­inu, þar sem þau kost­uðu mesta pen­inga. Hag­vöxtur hafi auk­ist und­an­farin ár og nú sé staða efna­hags­mála svipuð og hún var fyrir hrun. Þá hafi atvinnu­leysi farið ört minnk­andi. Verið sé að veita frekara fjár­magn í vel­ferð­ar­kerf­ið, meðal ann­ars í bygg­ingu nýs Land­spít­ala. 

Þá segir að stjórn­ar­skrá Íslands tryggi lýð­ræði og grund­vall­ar­mann­rétt­indi eins og trú­frelsi, frið­helgi einka­lífs og tján­inga­frelsi. Farið er yfir það ferli sem hefur átt sér stað varð­andi end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar og hvað þau mál séu stödd. 

Auglýsing

Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands hefur starfað síðan 1994 og er hún sjálf­stæð ein­ing sem hefur það hlut­verk að stuðla að og hafa eft­ir­lit með mann­rétt­inda­málum hér­lend­is. 

Jafn­rétt­is­mál

Fram kemur að í ár séu 40 ár liðin frá því að fyrstu jafn­rétt­islögin voru sett á Íslandi. Landið sé oft sagt í far­ar­broddi þegar kemur að jafn­rétti kynj­anna, en þrátt fyrir það er enn langt í land. Kyn­bund­inn launa­munur er enn til stað­ar, sem og kyn­bundið ofbeldi og annað því tengt. Reynt hefur verið að vinna bug á kynja­bil­inu með kynja­kvóta, jafn­launa­vott­unum og fleiru. Farið er yfir átak UN Women, HeforS­he, sem stuðl­aði að því að virkja karl­menn í jafn­rétt­is­bar­átt­unni.

Kyn­þátta­for­dómar

Unnið hefur verið að því hér á landi að útrýma kyn­þátta­for­dómum og ras­isma. Fram kom í rann­sókn árið 2012 að 93 pró­sent inn­flytj­enda hér á landi höfðu orðið fyrir kyn­þátta­for­dómum ein­hvern tím­ann á ævinni. Hlut­fallið var komið niður í 74 pró­sent tveimur árum síð­ar, 2014.

Rétt­indi hinsegin fólks

Ísland var eitt fyrstu ríkja heims til að sam­þykkja lög um hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra. Þá hafa einnig verið sett lög um rétt­indi fólks sem hefur ekki kyn­gervi, það er að segja, að tryggja rétt fólks þó að það telji sig hvorki vera karl né kona, eða þá að það þurfi kyn­leið­rétt­ing­u. 

Inn­flytj­endur og hæl­is­leit­endur

Fjöldi inn­flytj­enda á Íslandi hefur auk­ist tölu­vert und­an­farin ár. Í skýrslu­drög­unum segir að árið 2010 hafi 6,8 pró­sent íbúa lands­ins verið inn­flytj­end­ur, en árið 2015 var hlut­fallið komið upp í 10 pró­sent. Þá hefur hæl­is­leit­endum að sama skapi fjölgað gíf­ur­lega und­an­farin miss­eri, eins og hefur komið fram í fjöl­miðl­um. Nýbúið er að setja ný Útlend­inga­lög sem eiga að tryggja útlend­ingum aukin mann­rétt­indi á Íslandi og auð­velda allt ferl­ið. Þó er enn langt í land og hefur inn­an­rík­is­ráð­herra sagt að þessi mál séu í enda­lausri end­ur­skoð­un. 

Ítar­leg skýrslu­drög

Einnig er farið yfir rétt­indi fatl­aðs fólks, eldri borg­ara, barna og kvenna í skýrslu­drög­un­um. Þá eru sér­stakir kaflar um mansal, hat­ursá­róður og pynt­ing­ar, og þær lausnir sem íslensk stjórn­völd hafa notað til að bregð­ast við þeirri þróun hér á land­i. 

Farið er yfir fang­els­is­málin og þá sér­stak­lega opnun nýja fang­els­is­ins á Hólms­heiði. Talið er að það muni létta mikið á stöð­unni. Einnig er farið yfir laga­legan rétt fólks til heil­brigð­is­þjón­ustu, mennt­unar og tján­ing­ar­frels­is. 

Óskað eftir athuga­semdum

Sam­ein­uðu þjóð­irnar standa reglu­lega fyrir almennri úttekt á stöðu mann­rétt­inda­mála í aðild­ar­ríkj­unum og var vinnu­hópur skip­aður til að halda utan um verk­efnið hér á landi. Í vinnu­hópnum eru full­trúar inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is, umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is, utan­rík­is­ráðu­neytis og vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is. Inn­an­rík­is­ráðu­neytið stýrir verk­efn­inu og ber ábyrgð á vinnslu þess en skýrslu Íslands á að skila eigi síðar en 1. ágúst næst­kom­andi. Skýrslan má ekki vera lengri en 10.700 orð, er fram kemur á vef ráðu­neyt­is­ins. Inn­an­rík­is­ráðu­neytið óskar nú eftir því að almenn­ingur og frjáls félaga­sam­tök sendi inn athuga­semdir vegna skýrslu­drag­anna og að þær ber­ist ekki síðar en 10. júlí næst­kom­and­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None