Boris Johnson og Michael Gove. Óvænt er staðan sú að Johnson fer ekki fram en Gove á góðan séns á að verða forsætisráðherra.
Boris Johnson og Michael Gove. Óvænt er staðan sú að Johnson fer ekki fram en Gove á góðan séns á að verða forsætisráðherra.
Auglýsing

Fimm ein­stak­lingar sækj­ast eftir for­mennsku í Íhalds­flokknum og for­sæt­is­ráð­herra­stóln­um, sem losnar í byrjun sept­em­ber eftir að David Cameron til­kynnti um afsögn sína eftir ósigur í Brex­it-­kosn­ing­unum fyrir viku. 

Boris John­son, þing­maður og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í London, til­kynnti hins vegar fyrir hádegið að hann myndi ekki sækj­ast eftir for­mennsku í breska Íhalds­flokkn­um, og þar með ekki for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Ákvörðun John­son kemur veru­lega á óvart, enda var hann tal­inn einn lík­leg­asti fram­bjóð­and­inn til þess að freista þess að taka við af David Camer­on, frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra. 

Ther­esa May inn­an­rík­is­ráð­herra til­kynnti um fram­boð sitt í morgun en einnig hafa Andrea Leadsom orku­mála­ráð­herra, Liam Fox, þing­maður og fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herra, og Stephen Crabb, ráð­herra atvinnu- og líf­eyr­is­mála, hafa þegar til­kynnt um fram­boð, en fram­boðs­frest­ur­inn rann út í dag. 

Auglýsing

Það var hins vegar fram­boð Mich­ael Gove dóms­mála­ráð­herra sem er sagt hafa haft mikil áhrif á ákvörðun John­son um að fara ekki fram, en Gove kom mörgum á óvart með því að til­kynna um fram­boð í morg­un. Búist hafði verið við því að hann myndi styðja John­son til for­ystu í flokkn­um, og yrði sjálfur fjár­mála­ráð­herra eða utan­rík­is­ráð­herra, og myndi sem slíkur leiða við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið um útgöngu Breta það­an. 

„Ég hef ítrekað sagt að ég vilji ekki verða for­sæt­is­ráð­herra. Það hefur alltaf verið mín skoð­un,“ sagði Gove meðal ann­ars. Hins vegar hefðu atburðir síð­ustu daga haf mikil áhrif á hann. „Ég virði og dáist að öllum fram­bjóð­endum sem sækj­ast eftir for­ystu. Sér­stak­lega vildi ég hjálpa til við að byggja upp lið að baki Boris John­son svo að stjórn­mála­maður sem barð­ist fyrir útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu gæti leitt okkur til betri fram­tíð­ar­.“ 

Hann sagð­ist þó með sem­ingi hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Boris geti ekki verið sá leið­togi sem til þarf. Þess vegna hafi hann ákveðið að bjóða sig fram. 

Eig­in­konan lýsti yfir efa­semdum um Boris

Eig­in­kona Gove, Sarah Vine, lýsti yfir efa­semdum um Boris John­son og vin­sældir hans meðal flokks­manna Íhalds­flokks­ins og fjöl­miðla­eig­end­anna Rupert Mur­doch og Paul Dacre í tölvu­pósti frá því á þriðju­dag. Póst­inn ætl­aði hún að senda manni sinum og tveimur ráð­gjöfum hans, en hann fór óvart víðar og var komið til Guar­dian og fleiri fjöl­miðla. Þar stóð meðal ann­ars líka að það væri mik­il­vægt að Gove lýsti ekki yfir óskor­uðum stuðn­ingi við Boris John­son nema gegn því að fá mjög skýrt lof­orð um stöðu sína. „Ekki gefa neitt eft­ir. Vertu þrjós­kasta útgáfan af þér. Gangi þér vel,“ segir svo í póst­in­um. 

Krísa í Íhalds­flokkn­um 

Ákvörðun Gove í morgun sýnir að skuggi hefur fallið á vin­áttu og sam­starf Gove og John­son, sem höfðu barist saman fyrir útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu. Ásak­anir ganga á báða bóga úr her­búðum þeirra í breskum fjöl­miðl­um. Á fyrsta degi virð­ast breskir fjöl­miðlar ætla að helsta bar­áttan verði á milli Ther­esu May og Mich­ael Gove. 

Íhalds­menn ætla að kjósa sér nýjan leið­toga í byrjun sept­em­ber, og flokk­ur­inn virð­ist vera í krísu, rétt eins og Verka­manna­flokk­ur­inn, þar sem allt er í kalda­kol­u­m. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
75 ný smit innanlands – Von er á hertum aðgerðum
Ríkisstjórnin stefnir á að halda blaðamannafund í dag þar sem hertar aðgerðir verða kynntar.
Kjarninn 30. október 2020
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None