Segir að Gylfi verði ekki seldur fyrir minna en fjóra milljarða

Gylfi Sigurðsson
Auglýsing

Sig­urður Aðal­steins­son, faðir knatt­spyrnu­manns­ins Gylfa Sig­urðs­son­ar, segir það sína til­finn­ingu að sonur sinn verði ekki seldur frá Swan­sea fyrir minna en 24 millj­ónir punda, um fjóra millj­arða króna. Þetta er haft eftir honum í Við­skipta­blað­inu í dag. Þegar Gylfi var seldur til Swan­sea árið 2014 var kaup­verðið um tíu millj­ónir punda en hann hefur alls verið seldur fyrir um fimm millj­arða króna milli félaga á ferli sín­um, og er lang­dýr­asti íslenski leik­mað­ur­inn frá upp­hafi. Verði Gylfi keyptur á því verði sem faðir hans nefnir í Við­skipta­blað­inu er ljóst að um verður að ræða langstærstu sölu á íslenskum knatt­spyrnu­manni sem nokkru sinni hefur átt sér stað. Sig­urður reiknar þó með að Gylfi skrifi frekar undir nýjan samn­ing hjá Swan­sea en að hann færi sig um set. 

Áhug­inn á íslenskum knatt­spyrnu­mönnum og íslenskri knatt­spyrnu hefur stór­auk­ist í kjöl­far frammi­stöðu lands­liðs­ins á EM í Frakk­landi. Greint var frá því víða í fjöl­miðlum í gær að Ragnar Sig­urðs­son sé m.a. undir smá­sjá stór­liða í ensku úrvals­deild­inni. Þar hafa Totten­ham, Leicester og Liver­pool verið nefnd til sög­unn­ar.

Við­skipta­blaðið fjallar um þann hagnað sem ýmsir hafa af árangrinum og greinir m.a. frá því að Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hafi þegar trygg­t ­sér að jafn­virði um 1,9 millj­arða króna í verð­launafé frá Evr­ópska knatt­spyrnu­sam­band­inu UEFA. Takist ­ís­lenska lið­inu að sigra Frakka á sunnu­dag­inn kemur sú upp­hæð til með að hækka í 2,5 millj­arða króna. Þá segir að teikn séú á lofti að land­kynn­ingin sem fylgi frammi­stöð­unni muni geta haft umtals­verð áhrif á ferða­þjón­ustu hér­lendis og rætt er við umboðs­mann­inn Ólaf Garð­ars­son og Sig­urð Aðal­steins­son, föður Gylfa Sig­urðs­son­ar, um þau áhrif sem árangur lands­liðs­ins muni hafa á þá stráka sem spili vel á mót­inu. Erfitt sé að segja með ein­hverri vissu um hversu mikið áhrifin verði á verð og laun leik­manna en Ólafur segir t.d. að ef ein­hvert lið vilji kaupa Ragnar Sig­urðs­son frá Krasn­od­ar, þar sem hann spilar í dag, muni það nær örugg­lega þurfa að greiða á bil­inu fimm til sjö millj­ónir punda fyr­ir, þrátt fyrir að Ragnar sé orð­inn þrí­tug­ur. 

Auglýsing

Flug­sæti og fjár­hags­leg eft­ir­köst

Morg­un­blaðið fjallar líka um EM-æv­in­týrið í blaði dags­ins. Þar er meðal ann­ars greint frá því að mik­ill fjöldi flug­sæta til Frakk­lands sé í boði um helg­ina svo þeir íslensku stuðn­ings­menn sem vilji geti kom­ist þangað til að sjá leik Íslands og heima­manna á sunnu­dag. Í frétt Morg­un­blaðs­ins segir að bæði Icelandair og WOW muni fjölga ferðum og að Icelandair hafi um tíma verið með það í bak­hönd­inni að leigja breið­þotu fyrir verk­ið. Þá séu allskyns aðrir aðilar að bjóða upp á sér­ferð­ir, m.a. knatt­spyrnu­mað­ur­inn Grétar Sig­finnur Sig­urðs­son, Eskimo Tra­vel, Net­miði og aug­lýs­inga­stofan 23 og ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækið Circle Air. 

Morg­un­blaðið beinir einnig sjónum sín­um að ­fyr­ir­sjá­an­legum eft­ir­köstum hins mikla stuðn­ings við íslenska lands­liðið á fjár­hag stuðn­ings­manna. Í blaði dags­ins er rætt við Ástu Sig­rúnu Helga­dótt­ur, umboðs­mann skuld­ara, sem segir að leiða megi líkur á því að ein­hverjir eigi í greiðslu­vand­ræðum að loknu mót­i. 

Íslend­ingar hafa lagt sig alla fram í stuðn­ingi við íslenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu í kjöl­far vel­gengni þess í Frakk­landi. Margir hafa óvænt keypt sér flug­far til Frakk­lands til að missa ekki af tæki­fær­inu að sjá lands­liðið spila á stór­mót­i. Reynsla fyrri ára sýni að eftir sum­ar- og jóla­frí fjölgi umsóknum hjá emb­ætt­inu, en þær hafa verið um 130 tals­ins á mán­uði á þessu ári. Þá hefur þegar komið fram í fréttum að korta­notkun Íslend­inga í Frakk­landi var allt að 1.200 pró­sent meiri frá miðjum júní í ár en hún er þar í landi á með­al­ári. 

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None