Segir að Gylfi verði ekki seldur fyrir minna en fjóra milljarða

Gylfi Sigurðsson
Auglýsing

Sig­urður Aðal­steins­son, faðir knatt­spyrnu­manns­ins Gylfa Sig­urðs­son­ar, segir það sína til­finn­ingu að sonur sinn verði ekki seldur frá Swan­sea fyrir minna en 24 millj­ónir punda, um fjóra millj­arða króna. Þetta er haft eftir honum í Við­skipta­blað­inu í dag. Þegar Gylfi var seldur til Swan­sea árið 2014 var kaup­verðið um tíu millj­ónir punda en hann hefur alls verið seldur fyrir um fimm millj­arða króna milli félaga á ferli sín­um, og er lang­dýr­asti íslenski leik­mað­ur­inn frá upp­hafi. Verði Gylfi keyptur á því verði sem faðir hans nefnir í Við­skipta­blað­inu er ljóst að um verður að ræða langstærstu sölu á íslenskum knatt­spyrnu­manni sem nokkru sinni hefur átt sér stað. Sig­urður reiknar þó með að Gylfi skrifi frekar undir nýjan samn­ing hjá Swan­sea en að hann færi sig um set. 

Áhug­inn á íslenskum knatt­spyrnu­mönnum og íslenskri knatt­spyrnu hefur stór­auk­ist í kjöl­far frammi­stöðu lands­liðs­ins á EM í Frakk­landi. Greint var frá því víða í fjöl­miðlum í gær að Ragnar Sig­urðs­son sé m.a. undir smá­sjá stór­liða í ensku úrvals­deild­inni. Þar hafa Totten­ham, Leicester og Liver­pool verið nefnd til sög­unn­ar.

Við­skipta­blaðið fjallar um þann hagnað sem ýmsir hafa af árangrinum og greinir m.a. frá því að Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hafi þegar trygg­t ­sér að jafn­virði um 1,9 millj­arða króna í verð­launafé frá Evr­ópska knatt­spyrnu­sam­band­inu UEFA. Takist ­ís­lenska lið­inu að sigra Frakka á sunnu­dag­inn kemur sú upp­hæð til með að hækka í 2,5 millj­arða króna. Þá segir að teikn séú á lofti að land­kynn­ingin sem fylgi frammi­stöð­unni muni geta haft umtals­verð áhrif á ferða­þjón­ustu hér­lendis og rætt er við umboðs­mann­inn Ólaf Garð­ars­son og Sig­urð Aðal­steins­son, föður Gylfa Sig­urðs­son­ar, um þau áhrif sem árangur lands­liðs­ins muni hafa á þá stráka sem spili vel á mót­inu. Erfitt sé að segja með ein­hverri vissu um hversu mikið áhrifin verði á verð og laun leik­manna en Ólafur segir t.d. að ef ein­hvert lið vilji kaupa Ragnar Sig­urðs­son frá Krasn­od­ar, þar sem hann spilar í dag, muni það nær örugg­lega þurfa að greiða á bil­inu fimm til sjö millj­ónir punda fyr­ir, þrátt fyrir að Ragnar sé orð­inn þrí­tug­ur. 

Auglýsing

Flug­sæti og fjár­hags­leg eft­ir­köst

Morg­un­blaðið fjallar líka um EM-æv­in­týrið í blaði dags­ins. Þar er meðal ann­ars greint frá því að mik­ill fjöldi flug­sæta til Frakk­lands sé í boði um helg­ina svo þeir íslensku stuðn­ings­menn sem vilji geti kom­ist þangað til að sjá leik Íslands og heima­manna á sunnu­dag. Í frétt Morg­un­blaðs­ins segir að bæði Icelandair og WOW muni fjölga ferðum og að Icelandair hafi um tíma verið með það í bak­hönd­inni að leigja breið­þotu fyrir verk­ið. Þá séu allskyns aðrir aðilar að bjóða upp á sér­ferð­ir, m.a. knatt­spyrnu­mað­ur­inn Grétar Sig­finnur Sig­urðs­son, Eskimo Tra­vel, Net­miði og aug­lýs­inga­stofan 23 og ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækið Circle Air. 

Morg­un­blaðið beinir einnig sjónum sín­um að ­fyr­ir­sjá­an­legum eft­ir­köstum hins mikla stuðn­ings við íslenska lands­liðið á fjár­hag stuðn­ings­manna. Í blaði dags­ins er rætt við Ástu Sig­rúnu Helga­dótt­ur, umboðs­mann skuld­ara, sem segir að leiða megi líkur á því að ein­hverjir eigi í greiðslu­vand­ræðum að loknu mót­i. 

Íslend­ingar hafa lagt sig alla fram í stuðn­ingi við íslenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu í kjöl­far vel­gengni þess í Frakk­landi. Margir hafa óvænt keypt sér flug­far til Frakk­lands til að missa ekki af tæki­fær­inu að sjá lands­liðið spila á stór­mót­i. Reynsla fyrri ára sýni að eftir sum­ar- og jóla­frí fjölgi umsóknum hjá emb­ætt­inu, en þær hafa verið um 130 tals­ins á mán­uði á þessu ári. Þá hefur þegar komið fram í fréttum að korta­notkun Íslend­inga í Frakk­landi var allt að 1.200 pró­sent meiri frá miðjum júní í ár en hún er þar í landi á með­al­ári. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hvenær við borðum hefur áhrif á heilsufar okkar
Hlutfall einstaklinga sem glíma við offitu í Bandaríkjunum hefur farið úr 15 í 40 prósent á rúmum 40 árum. Að vaka og borða þegar fólk ætti frekar að sofa gæti haft meiri áhrif á þyngd en það að borða óhollan mat á matmálstíma.
Kjarninn 18. janúar 2020
Misbrestasamur meistari
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Meistarann og Margarítu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.
Kjarninn 18. janúar 2020
Ástþór Ólafsson
Að huga að gildunum
Kjarninn 18. janúar 2020
Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í dag.
Sósíalistaflokkurinn samþykkir að undirbúa framboð til Alþingis
Baráttan um atkvæðin á vinstrivængnum verður harðari í næstu kosningum, eftir að Sósíalistaflokkur Íslands ákvað að hefja undirbúning að framboði. Flokkurinn hefur einu sinni boðið fram áður og náði þá inn fulltrúa í borgarstjórn.
Kjarninn 18. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Dreyfus-málið: 1899–2019
Kjarninn 18. janúar 2020
Allir ríkisstjórnarflokkar tapa fylgi frá kosningum – Andstaðan bætir vel við sig
Engin þriggja flokka ríkisstjórn er í kortunum, sameiginlegt fylgi frjálslyndu stjórnarandstöðuflokkanna helst enn stöðugt og er að aukast en atkvæði sem falla niður dauð gætu ráðið úrslitum í kosningum.
Kjarninn 18. janúar 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Handan fíknar, jógísk leið til bata
Kjarninn 18. janúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
200 milljónir til viðbótar settar í rannsóknir og varnir gegn peningaþvætti og skattsvikum
Héraðssaksóknari fær viðbótarfjármagn til að rannsaka Samherjamálið og skattayfirvöld mun geta bætt við sig mannafla tímabundið til að rannsaka „ýmis atriði sem þarfnast ítarlegrar skoðunar“.
Kjarninn 18. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None