Segir að Gylfi verði ekki seldur fyrir minna en fjóra milljarða

Gylfi Sigurðsson
Auglýsing

Sig­urður Aðal­steins­son, faðir knatt­spyrnu­manns­ins Gylfa Sig­urðs­son­ar, segir það sína til­finn­ingu að sonur sinn verði ekki seldur frá Swan­sea fyrir minna en 24 millj­ónir punda, um fjóra millj­arða króna. Þetta er haft eftir honum í Við­skipta­blað­inu í dag. Þegar Gylfi var seldur til Swan­sea árið 2014 var kaup­verðið um tíu millj­ónir punda en hann hefur alls verið seldur fyrir um fimm millj­arða króna milli félaga á ferli sín­um, og er lang­dýr­asti íslenski leik­mað­ur­inn frá upp­hafi. Verði Gylfi keyptur á því verði sem faðir hans nefnir í Við­skipta­blað­inu er ljóst að um verður að ræða langstærstu sölu á íslenskum knatt­spyrnu­manni sem nokkru sinni hefur átt sér stað. Sig­urður reiknar þó með að Gylfi skrifi frekar undir nýjan samn­ing hjá Swan­sea en að hann færi sig um set. 

Áhug­inn á íslenskum knatt­spyrnu­mönnum og íslenskri knatt­spyrnu hefur stór­auk­ist í kjöl­far frammi­stöðu lands­liðs­ins á EM í Frakk­landi. Greint var frá því víða í fjöl­miðlum í gær að Ragnar Sig­urðs­son sé m.a. undir smá­sjá stór­liða í ensku úrvals­deild­inni. Þar hafa Totten­ham, Leicester og Liver­pool verið nefnd til sög­unn­ar.

Við­skipta­blaðið fjallar um þann hagnað sem ýmsir hafa af árangrinum og greinir m.a. frá því að Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hafi þegar trygg­t ­sér að jafn­virði um 1,9 millj­arða króna í verð­launafé frá Evr­ópska knatt­spyrnu­sam­band­inu UEFA. Takist ­ís­lenska lið­inu að sigra Frakka á sunnu­dag­inn kemur sú upp­hæð til með að hækka í 2,5 millj­arða króna. Þá segir að teikn séú á lofti að land­kynn­ingin sem fylgi frammi­stöð­unni muni geta haft umtals­verð áhrif á ferða­þjón­ustu hér­lendis og rætt er við umboðs­mann­inn Ólaf Garð­ars­son og Sig­urð Aðal­steins­son, föður Gylfa Sig­urðs­son­ar, um þau áhrif sem árangur lands­liðs­ins muni hafa á þá stráka sem spili vel á mót­inu. Erfitt sé að segja með ein­hverri vissu um hversu mikið áhrifin verði á verð og laun leik­manna en Ólafur segir t.d. að ef ein­hvert lið vilji kaupa Ragnar Sig­urðs­son frá Krasn­od­ar, þar sem hann spilar í dag, muni það nær örugg­lega þurfa að greiða á bil­inu fimm til sjö millj­ónir punda fyr­ir, þrátt fyrir að Ragnar sé orð­inn þrí­tug­ur. 

Auglýsing

Flug­sæti og fjár­hags­leg eft­ir­köst

Morg­un­blaðið fjallar líka um EM-æv­in­týrið í blaði dags­ins. Þar er meðal ann­ars greint frá því að mik­ill fjöldi flug­sæta til Frakk­lands sé í boði um helg­ina svo þeir íslensku stuðn­ings­menn sem vilji geti kom­ist þangað til að sjá leik Íslands og heima­manna á sunnu­dag. Í frétt Morg­un­blaðs­ins segir að bæði Icelandair og WOW muni fjölga ferðum og að Icelandair hafi um tíma verið með það í bak­hönd­inni að leigja breið­þotu fyrir verk­ið. Þá séu allskyns aðrir aðilar að bjóða upp á sér­ferð­ir, m.a. knatt­spyrnu­mað­ur­inn Grétar Sig­finnur Sig­urðs­son, Eskimo Tra­vel, Net­miði og aug­lýs­inga­stofan 23 og ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækið Circle Air. 

Morg­un­blaðið beinir einnig sjónum sín­um að ­fyr­ir­sjá­an­legum eft­ir­köstum hins mikla stuðn­ings við íslenska lands­liðið á fjár­hag stuðn­ings­manna. Í blaði dags­ins er rætt við Ástu Sig­rúnu Helga­dótt­ur, umboðs­mann skuld­ara, sem segir að leiða megi líkur á því að ein­hverjir eigi í greiðslu­vand­ræðum að loknu mót­i. 

Íslend­ingar hafa lagt sig alla fram í stuðn­ingi við íslenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu í kjöl­far vel­gengni þess í Frakk­landi. Margir hafa óvænt keypt sér flug­far til Frakk­lands til að missa ekki af tæki­fær­inu að sjá lands­liðið spila á stór­mót­i. Reynsla fyrri ára sýni að eftir sum­ar- og jóla­frí fjölgi umsóknum hjá emb­ætt­inu, en þær hafa verið um 130 tals­ins á mán­uði á þessu ári. Þá hefur þegar komið fram í fréttum að korta­notkun Íslend­inga í Frakk­landi var allt að 1.200 pró­sent meiri frá miðjum júní í ár en hún er þar í landi á með­al­ári. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Sacky Shanghala.
Esau og Shanghala báðir búnir að segja af sér ráðherraembætti
Þeir tveir ráðherrar Namibíu sem sagðir eru hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta þeim kvóta hafa báðir sagt af sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi fyrir rúmum fimm árum rétt rekið inn nefið á skrifstofu Samherja og heilsað þremenningunum frá Namibíu og átt við þá spjall um daginn og veginn.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Hage Geingob, forseti Namibíu.
Forsetinn sagður vilja reka ráðherrana úr starfi
Forseti Namibíu er sagður vilja víkja Sacky Shanghala dómsmálaráðherra og Bernhardt Esau sjávarútvegráðherra úr starfi í kjölfar umfjöllunar um samskipti þeirra við forsvarsmenn Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None