165 látnir eftir hryðjuverkaárásirnar í Bagdad

Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Írak eftir hryðjuverkaárás í Bagdad um helgina.

írak
Auglýsing

165 manns eru látnir eftir sjálfs­morðs­sprengju­árás í höf­uð­borg Íraks, Bagdad, í gær. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóð­ar­sorg í rík­inu vegna dauðs­fall­anna. 225 til við­bótar særð­ust í árásinn­i. 

Sprengi­efnum hafði verið komið fyrir í vöru­bíl sem var sprengdur í loft upp í Karra­da-hverf­inu í Bagdad, þar sem fólk var að versla fyr­ir Eid al-Fitr, hátíð­ina sem markar enda­lok Rama­d­an. Heilu fjöl­skyld­urnar eru sagðar hafa lát­ist. 

Árásin er talin sú mann­skæð­asta í Írak frá árinu 2007. Hryðju­verka­sam­tökin Íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á árásinn­i. 

Auglýsing

Aðeins er vika liðin frá því að stjórn­ar­her­inn í Írak náði borg­inni Fallu­jah aftur á sitt vald, en borgin var eitt helsta vígi hryðju­verka­sam­tak­anna. 

Segj­ast bera ábyrgð á árás í Bangla­dess líka

Hryðju­verka­sam­tökin hafa einnig sagst bera ábyrgð á árás á kaffi­hús í Dhaka, höf­uð­borg Bangla­dess, um helg­ina. Þar réð­ust vopn­aðir menn inn og héldu fjölda fólks föngnum þar. Yfir tutt­ugu gísl­anna voru myrt­ir, en margir voru erlendir rík­is­borg­ar­ar. 

Stjórn­völd í Bangla­dess hafa neitað því að menn­irnir hafi verið tengdir Íslamska rík­inu. Þeir hafi verið með­limir í Jama­eytul Muja­hdeen Bangla­desh (JMB) hryðju­verka­sam­tökum sem hafi engin tengsl við Íslamska rík­ið. 

Menn­irnir sem gerðu árás­ina í Dhaka voru ungir, til­heyrðu vel stæðum fjöl­skyldum og voru vel mennt­að­ir, segja yfir­völd. Sex voru drepnir þegar lög­reglan réð­ist inn á kaffi­húsið en tveir eru í haldi lög­regl­unn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None