Franska lögreglan rannsakar miðasölu til Íslendinga

Tugir íslenskra stuðningsmanna fengu ekki afhenta miða á leikinn gegn Frökkum í gær sem þeir höfðu greitt fyrir.

EM 2016 - ísland
Auglýsing

Franska lög­reglan rann­sakar nú hvernig staðið var að miða­sölu til Íslend­inga, sem aldrei fengu miða sína afhenta, og misstu því af leik Íslands og Frakk­lands, í átta liða úrslitum EM í fót­bolta í París í gær. Þetta kemur fram á vef Vís­is. 

Full­trúar rík­is­lög­reglu­stjóra í Par­ís, sem starfað hafa í kringum Evr­ópu­mótið í knatt­spyrnu, segja engan hafa verið hand­tek­inn í tengslum við mál­ið, en tugir Íslend­inga fengu ekki afhenta miða á leik­inn, þrátt fyrir að hafa greitt fyrir þá. 

Í við­tali við RÚV, segir Flóki Guð­munds­son, einn þeirra sem ekki fékk afhenta miða og missti því af leikn­um, að hann hafi mest fundið til með börnum sem voru á svæð­inu, og voru grát­andi af sorg yfir því að hafa misst af leikn­um. 

Auglýsing

Mik­ill hiti var í fólki, sem beið eftir því að fá afhenta miða, og lá við slags­mál­um, sam­kvæmt lýs­ingum fólks sem var á staðn­um. 

Víðir Reyn­is­son, örygg­is­stjóri Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, sagði í sam­tali við frétta­stofu RÚV í gær­kvöldi að verið sé að skoða mál­ið, en franska lög­reglan sé með málið á sínu borði.

Kolbeinn Sigþórsson skoraði eitt mark fyrir Ísland í leiknum gegn Frökkum, sem endaði 5-2 fyrir heimamenn. Birkir Bjarnason skoraði seinna mark Íslands. Mynd: EPA.

Almenna miða­salan  á leiki á EM er ein­göngu hjá evr­ópska knatt­spyrnu­sam­band­inu, UEFA, og var reynt að búa þannig um hnút­ana, að ekki mynd­að­ist stór eft­ir­mark­aður með miða. 

Björn Stein­bekk, sem seldi fólki miða sem aldrei voru afhent­ir, seg­ist í sam­tali við RÚV ætla að sjá til þess að allir miða verði end­ur­greidd­ir. Hann segir miða­sölu­stjóra hjá UEFA ekki hafa staðið við orð sín, og því hafi þessi vandi skap­ast. 

Hann seg­ist hafa reynt að bjarga því sem bjargað varð, en því miður hafi það ekki geng­ið. Þá hafi bróðir hans verið rændur mið­um, sem hefði gert stöð­una enn verri. „Við náðum að afhenda tæp­lega 300 miða og eftir það kom franska lög­reglan og tók mig til hliðar ásamt íslensku lög­regl­unni og aðstoð­aði mig við að koma út þeim miðum sem ég hafði eft­ir. Það voru kannski 80, 90 mið­ar. Á sama tíma lentum við í því að bróðir minn var rændur ein­hverjum 50, 60 miðum sem hann var með í bak­poka af Íslend­ingum sem voru orðnir veru­lega óró­legir og stress­að­ir, skilj­an­lega. Ástandið í gær var í raun­inni hræði­leg­t,“ sagði Björn í við­tali við RÚV.

Upp­fært: UEFA kann­ast ekki við þann tengil sem, Björn Stein­bekk, hefur nefnt, sam­kvæmt frétt RÚV, frá því í dag. Svo virð­ist sem Björn hafi verið blekkt­ur.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None