Franska lögreglan rannsakar miðasölu til Íslendinga

Tugir íslenskra stuðningsmanna fengu ekki afhenta miða á leikinn gegn Frökkum í gær sem þeir höfðu greitt fyrir.

EM 2016 - ísland
Auglýsing

Franska lög­reglan rann­sakar nú hvernig staðið var að miða­sölu til Íslend­inga, sem aldrei fengu miða sína afhenta, og misstu því af leik Íslands og Frakk­lands, í átta liða úrslitum EM í fót­bolta í París í gær. Þetta kemur fram á vef Vís­is. 

Full­trúar rík­is­lög­reglu­stjóra í Par­ís, sem starfað hafa í kringum Evr­ópu­mótið í knatt­spyrnu, segja engan hafa verið hand­tek­inn í tengslum við mál­ið, en tugir Íslend­inga fengu ekki afhenta miða á leik­inn, þrátt fyrir að hafa greitt fyrir þá. 

Í við­tali við RÚV, segir Flóki Guð­munds­son, einn þeirra sem ekki fékk afhenta miða og missti því af leikn­um, að hann hafi mest fundið til með börnum sem voru á svæð­inu, og voru grát­andi af sorg yfir því að hafa misst af leikn­um. 

Auglýsing

Mik­ill hiti var í fólki, sem beið eftir því að fá afhenta miða, og lá við slags­mál­um, sam­kvæmt lýs­ingum fólks sem var á staðn­um. 

Víðir Reyn­is­son, örygg­is­stjóri Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, sagði í sam­tali við frétta­stofu RÚV í gær­kvöldi að verið sé að skoða mál­ið, en franska lög­reglan sé með málið á sínu borði.

Kolbeinn Sigþórsson skoraði eitt mark fyrir Ísland í leiknum gegn Frökkum, sem endaði 5-2 fyrir heimamenn. Birkir Bjarnason skoraði seinna mark Íslands. Mynd: EPA.

Almenna miða­salan  á leiki á EM er ein­göngu hjá evr­ópska knatt­spyrnu­sam­band­inu, UEFA, og var reynt að búa þannig um hnút­ana, að ekki mynd­að­ist stór eft­ir­mark­aður með miða. 

Björn Stein­bekk, sem seldi fólki miða sem aldrei voru afhent­ir, seg­ist í sam­tali við RÚV ætla að sjá til þess að allir miða verði end­ur­greidd­ir. Hann segir miða­sölu­stjóra hjá UEFA ekki hafa staðið við orð sín, og því hafi þessi vandi skap­ast. 

Hann seg­ist hafa reynt að bjarga því sem bjargað varð, en því miður hafi það ekki geng­ið. Þá hafi bróðir hans verið rændur mið­um, sem hefði gert stöð­una enn verri. „Við náðum að afhenda tæp­lega 300 miða og eftir það kom franska lög­reglan og tók mig til hliðar ásamt íslensku lög­regl­unni og aðstoð­aði mig við að koma út þeim miðum sem ég hafði eft­ir. Það voru kannski 80, 90 mið­ar. Á sama tíma lentum við í því að bróðir minn var rændur ein­hverjum 50, 60 miðum sem hann var með í bak­poka af Íslend­ingum sem voru orðnir veru­lega óró­legir og stress­að­ir, skilj­an­lega. Ástandið í gær var í raun­inni hræði­leg­t,“ sagði Björn í við­tali við RÚV.

Upp­fært: UEFA kann­ast ekki við þann tengil sem, Björn Stein­bekk, hefur nefnt, sam­kvæmt frétt RÚV, frá því í dag. Svo virð­ist sem Björn hafi verið blekkt­ur.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None