Franska lögreglan rannsakar miðasölu til Íslendinga

Tugir íslenskra stuðningsmanna fengu ekki afhenta miða á leikinn gegn Frökkum í gær sem þeir höfðu greitt fyrir.

EM 2016 - ísland
Auglýsing

Franska lög­reglan rann­sakar nú hvernig staðið var að miða­sölu til Íslend­inga, sem aldrei fengu miða sína afhenta, og misstu því af leik Íslands og Frakk­lands, í átta liða úrslitum EM í fót­bolta í París í gær. Þetta kemur fram á vef Vís­is. 

Full­trúar rík­is­lög­reglu­stjóra í Par­ís, sem starfað hafa í kringum Evr­ópu­mótið í knatt­spyrnu, segja engan hafa verið hand­tek­inn í tengslum við mál­ið, en tugir Íslend­inga fengu ekki afhenta miða á leik­inn, þrátt fyrir að hafa greitt fyrir þá. 

Í við­tali við RÚV, segir Flóki Guð­munds­son, einn þeirra sem ekki fékk afhenta miða og missti því af leikn­um, að hann hafi mest fundið til með börnum sem voru á svæð­inu, og voru grát­andi af sorg yfir því að hafa misst af leikn­um. 

Auglýsing

Mik­ill hiti var í fólki, sem beið eftir því að fá afhenta miða, og lá við slags­mál­um, sam­kvæmt lýs­ingum fólks sem var á staðn­um. 

Víðir Reyn­is­son, örygg­is­stjóri Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, sagði í sam­tali við frétta­stofu RÚV í gær­kvöldi að verið sé að skoða mál­ið, en franska lög­reglan sé með málið á sínu borði.

Kolbeinn Sigþórsson skoraði eitt mark fyrir Ísland í leiknum gegn Frökkum, sem endaði 5-2 fyrir heimamenn. Birkir Bjarnason skoraði seinna mark Íslands. Mynd: EPA.

Almenna miða­salan  á leiki á EM er ein­göngu hjá evr­ópska knatt­spyrnu­sam­band­inu, UEFA, og var reynt að búa þannig um hnút­ana, að ekki mynd­að­ist stór eft­ir­mark­aður með miða. 

Björn Stein­bekk, sem seldi fólki miða sem aldrei voru afhent­ir, seg­ist í sam­tali við RÚV ætla að sjá til þess að allir miða verði end­ur­greidd­ir. Hann segir miða­sölu­stjóra hjá UEFA ekki hafa staðið við orð sín, og því hafi þessi vandi skap­ast. 

Hann seg­ist hafa reynt að bjarga því sem bjargað varð, en því miður hafi það ekki geng­ið. Þá hafi bróðir hans verið rændur mið­um, sem hefði gert stöð­una enn verri. „Við náðum að afhenda tæp­lega 300 miða og eftir það kom franska lög­reglan og tók mig til hliðar ásamt íslensku lög­regl­unni og aðstoð­aði mig við að koma út þeim miðum sem ég hafði eft­ir. Það voru kannski 80, 90 mið­ar. Á sama tíma lentum við í því að bróðir minn var rændur ein­hverjum 50, 60 miðum sem hann var með í bak­poka af Íslend­ingum sem voru orðnir veru­lega óró­legir og stress­að­ir, skilj­an­lega. Ástandið í gær var í raun­inni hræði­leg­t,“ sagði Björn í við­tali við RÚV.

Upp­fært: UEFA kann­ast ekki við þann tengil sem, Björn Stein­bekk, hefur nefnt, sam­kvæmt frétt RÚV, frá því í dag. Svo virð­ist sem Björn hafi verið blekkt­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag
Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None