Franska lögreglan rannsakar miðasölu til Íslendinga

Tugir íslenskra stuðningsmanna fengu ekki afhenta miða á leikinn gegn Frökkum í gær sem þeir höfðu greitt fyrir.

EM 2016 - ísland
Auglýsing

Franska lög­reglan rann­sakar nú hvernig staðið var að miða­sölu til Íslend­inga, sem aldrei fengu miða sína afhenta, og misstu því af leik Íslands og Frakk­lands, í átta liða úrslitum EM í fót­bolta í París í gær. Þetta kemur fram á vef Vís­is. 

Full­trúar rík­is­lög­reglu­stjóra í Par­ís, sem starfað hafa í kringum Evr­ópu­mótið í knatt­spyrnu, segja engan hafa verið hand­tek­inn í tengslum við mál­ið, en tugir Íslend­inga fengu ekki afhenta miða á leik­inn, þrátt fyrir að hafa greitt fyrir þá. 

Í við­tali við RÚV, segir Flóki Guð­munds­son, einn þeirra sem ekki fékk afhenta miða og missti því af leikn­um, að hann hafi mest fundið til með börnum sem voru á svæð­inu, og voru grát­andi af sorg yfir því að hafa misst af leikn­um. 

Auglýsing

Mik­ill hiti var í fólki, sem beið eftir því að fá afhenta miða, og lá við slags­mál­um, sam­kvæmt lýs­ingum fólks sem var á staðn­um. 

Víðir Reyn­is­son, örygg­is­stjóri Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, sagði í sam­tali við frétta­stofu RÚV í gær­kvöldi að verið sé að skoða mál­ið, en franska lög­reglan sé með málið á sínu borði.

Kolbeinn Sigþórsson skoraði eitt mark fyrir Ísland í leiknum gegn Frökkum, sem endaði 5-2 fyrir heimamenn. Birkir Bjarnason skoraði seinna mark Íslands. Mynd: EPA.

Almenna miða­salan  á leiki á EM er ein­göngu hjá evr­ópska knatt­spyrnu­sam­band­inu, UEFA, og var reynt að búa þannig um hnút­ana, að ekki mynd­að­ist stór eft­ir­mark­aður með miða. 

Björn Stein­bekk, sem seldi fólki miða sem aldrei voru afhent­ir, seg­ist í sam­tali við RÚV ætla að sjá til þess að allir miða verði end­ur­greidd­ir. Hann segir miða­sölu­stjóra hjá UEFA ekki hafa staðið við orð sín, og því hafi þessi vandi skap­ast. 

Hann seg­ist hafa reynt að bjarga því sem bjargað varð, en því miður hafi það ekki geng­ið. Þá hafi bróðir hans verið rændur mið­um, sem hefði gert stöð­una enn verri. „Við náðum að afhenda tæp­lega 300 miða og eftir það kom franska lög­reglan og tók mig til hliðar ásamt íslensku lög­regl­unni og aðstoð­aði mig við að koma út þeim miðum sem ég hafði eft­ir. Það voru kannski 80, 90 mið­ar. Á sama tíma lentum við í því að bróðir minn var rændur ein­hverjum 50, 60 miðum sem hann var með í bak­poka af Íslend­ingum sem voru orðnir veru­lega óró­legir og stress­að­ir, skilj­an­lega. Ástandið í gær var í raun­inni hræði­leg­t,“ sagði Björn í við­tali við RÚV.

Upp­fært: UEFA kann­ast ekki við þann tengil sem, Björn Stein­bekk, hefur nefnt, sam­kvæmt frétt RÚV, frá því í dag. Svo virð­ist sem Björn hafi verið blekkt­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None