Mun fleiri Danir vilja vera í Evrópusambandinu en áður, eftir að Bretar kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu að yfirgefa sambandið. Svo virðist sem Brexit hafi breytt afstöðu Dana til ESB á skjótan hátt. Þetta kemur fram í tveimur skoðanakönnunum sem fyrirtækið Voxmeter gerði fyrir Ritzau-fréttastofuna sýna fram á þetta og RÚV greinir frá. Þeim hefur einnig fækkað mjög, sem vilja kosningar um aðildina.
Í könnun sem gerð var í vikunni fyrir Brexit-kosningarnar sögðust 40 prósent danskra kjósenda vilja gera eins og Bretar og kjósa um áframhaldandi veru Danmerkur í ESB. Í samskonar könnun sem gerð var í vikunni eftir Brexit-kosningarnar hafði þeim fækkað niður í 32 prósent.
Eftir Brexit sögðust um 70 prósent Dana vilja vera áfram í ESB, en hlutfallið var um 60 prósent áður. 22 prósent töldu vildu að Danmörk yfirgæfi ESB fyrir Brexit, en þeim fækkaði niður í 18,2 eftir kosninguna.