Lionel Messi, besti fótboltamaður heimsins og lykilmaður Barcelona og argentíska landsliðsins, fékk í dag 21 mánaðar fangelsisdóm fyrir skattsvik. Samkvæmt spænskum lögum eru allir dómar sem fela í sér minna en tveggja ára fangelsisvist skilorðsbundnir og því er ekki búist við því að Messi þurfi að sitja inni.
Í málinu voru Messi og faði hans sakaðir um skattsvik upp á rúmlega fjórar milljónir evra, eða sem nemur um 560 milljónum króna. Hinn 29 ára gamli Messi hélt fram sakleysi sínu við efnismeðferð málsins. Samtals, með vöxtum, nemur fjárhæðin 4,7 milljónum evra, um 660 milljónum króna.
Kjarninn greindi frá vitnaleiðslum í málinu í byrjun júní. Þar sagði Messi: „Ég vissi ekkert um þetta, ég hugsaði bara um fótboltann.“ Jorge, faðir hans, sagði svipaða sögu. Nema hvað hann játti því að sjá um fjárhagsleg málefni fyrir son sinn. Hann hefði hins vegar með engum hætti komið að þeim fjármálagjörningum sem málið snýst um, sem eru skattaundanskot í gegnum Belís og Úrugvæ, með hjálpa aflandsfélaga.
Peningarnir sem ekki voru gefnir upp til skatts voru greiðslur vegna styrktar- og auglýsingasamningar (image rights) Lionel Messi, á árunum 2007 til 2009. Samtals námu þær 10,1 milljónum evra, um 1,4 milljörðum króna. Þetta voru meðal annars greiðslur frá Pepsi, Procto & Gamble og Adidias.