Vilhjálmur sækist eftir þriðja sætinu

Enn bætist í hóp þeirra þingmanna sem sækjast eftir efstu sætum framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Vilhjálmur Árnason við þingsetningu. Ásmundur Friðriksson var í þriðja sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í kosningunum 2013.
Vilhjálmur Árnason við þingsetningu. Ásmundur Friðriksson var í þriðja sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í kosningunum 2013.
Auglýsing

Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, sæk­ist eftir þriðja sæti á lista flokks­ins í sama kjör­dæmi í próf­kjör flokks­ins sem fram fer 10. sept­em­ber. Hann bæt­ist í hóp fleiri sjálf­stæð­is­manna sem sækj­ast eftir sæti á lista flokks­ins í kjör­dæm­inu.

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, ráð­herra og odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kjör­dæm­inu, vill áfram leiða list­ann en Ásmundur Frið­riks­son þing­maður hefur gefið það út að hann sæk­ist eftir fyrsta til öðru sæti list­ans. Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir er nú annar þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kjör­dæm­inu. Hún stefnir áfram á annað sæti list­ans.

Auk þeirra fjög­urra sem öll eru þing­menn hefur Árni Johnsen, fyrr­ver­andi alþing­is­mað­ur, lýst yfir áhuga á end­ur­komu á Alþingi. Hann skýrði frá því í grein í Morg­un­blað­inu í morgun að hann ætli að bjóða sig fram í eitt af for­ystu­sætum list­ans í Suð­ur­kjör­dæmi.

Auglýsing

Vil­hjálmur er einn þeirra yngri þing­manna sem náðu í fyrsta sinn kjöri á þing í kosn­ing­unum 2013. Í til­kynn­ingu sem hann sendi fjöl­miðlum í morgun segir hann það hafa verið ánægju­legt og lær­dóms­ríkt að sitja á Alþingi und­an­farin ár.  „[Þ]ar hef ég fengið að kynn­ast og koma að fjölmörgum mik­il­vægum mál­um. Þar ber helst að nefna þau mál sem tengj­ast þing­nefnd­unum tveimur sem ég hef átt sæti í und­an­farin ár - umhverf­is- og sam­göngu­nefnd og alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd - en þær end­ur­spegla vel málefni grunn­þjónust­unnar sem ég hef lagt hvað mesta áherslu á í störfum mínum á Alþing­i.“

Hann seg­ist drif­inn af ein­lægum vilja til að vinna að mik­il­vægum mál­um. „Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér til end­ur­kjörs og óska eftir stuðn­ingi ykkar í 3. sæti í próf­kjöri sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi sem fram fer hinn 10. sept­em­ber nk.. Fram­boðið mun ég helga barátt­unni fyrir bættum sam­göng­um. Það geri ég vegna þess að sam­göngur eru allri þjóð­inni mik­il­vægar enda stuðla þær að fjöl­þættu og blóm­legu atvinnu­lífi sem er for­senda góðra líf­s­kjara.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None