Vilhjálmur sækist eftir þriðja sætinu

Enn bætist í hóp þeirra þingmanna sem sækjast eftir efstu sætum framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Vilhjálmur Árnason við þingsetningu. Ásmundur Friðriksson var í þriðja sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í kosningunum 2013.
Vilhjálmur Árnason við þingsetningu. Ásmundur Friðriksson var í þriðja sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í kosningunum 2013.
Auglýsing

Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, sæk­ist eftir þriðja sæti á lista flokks­ins í sama kjör­dæmi í próf­kjör flokks­ins sem fram fer 10. sept­em­ber. Hann bæt­ist í hóp fleiri sjálf­stæð­is­manna sem sækj­ast eftir sæti á lista flokks­ins í kjör­dæm­inu.

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, ráð­herra og odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kjör­dæm­inu, vill áfram leiða list­ann en Ásmundur Frið­riks­son þing­maður hefur gefið það út að hann sæk­ist eftir fyrsta til öðru sæti list­ans. Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir er nú annar þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kjör­dæm­inu. Hún stefnir áfram á annað sæti list­ans.

Auk þeirra fjög­urra sem öll eru þing­menn hefur Árni Johnsen, fyrr­ver­andi alþing­is­mað­ur, lýst yfir áhuga á end­ur­komu á Alþingi. Hann skýrði frá því í grein í Morg­un­blað­inu í morgun að hann ætli að bjóða sig fram í eitt af for­ystu­sætum list­ans í Suð­ur­kjör­dæmi.

Auglýsing

Vil­hjálmur er einn þeirra yngri þing­manna sem náðu í fyrsta sinn kjöri á þing í kosn­ing­unum 2013. Í til­kynn­ingu sem hann sendi fjöl­miðlum í morgun segir hann það hafa verið ánægju­legt og lær­dóms­ríkt að sitja á Alþingi und­an­farin ár.  „[Þ]ar hef ég fengið að kynn­ast og koma að fjölmörgum mik­il­vægum mál­um. Þar ber helst að nefna þau mál sem tengj­ast þing­nefnd­unum tveimur sem ég hef átt sæti í und­an­farin ár - umhverf­is- og sam­göngu­nefnd og alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd - en þær end­ur­spegla vel málefni grunn­þjónust­unnar sem ég hef lagt hvað mesta áherslu á í störfum mínum á Alþing­i.“

Hann seg­ist drif­inn af ein­lægum vilja til að vinna að mik­il­vægum mál­um. „Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér til end­ur­kjörs og óska eftir stuðn­ingi ykkar í 3. sæti í próf­kjöri sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi sem fram fer hinn 10. sept­em­ber nk.. Fram­boðið mun ég helga barátt­unni fyrir bættum sam­göng­um. Það geri ég vegna þess að sam­göngur eru allri þjóð­inni mik­il­vægar enda stuðla þær að fjöl­þættu og blóm­legu atvinnu­lífi sem er for­senda góðra líf­s­kjara.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None