Danska karlalandsliðið í handbolta varð Ólympíumeistari rétt í þessu þegar það lagði Frakka, 28-26, í Ríó. Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, þjálfar danska landsliðið og var hann að fara í úrslit leik Ólympíuleika í annað sinn frá árinu 2008, þegar hann stýrði íslenska landsliðinu til silfurs.
Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur þjálfari stýrir karlalandsliði til sigurs á Ólympíuleikum í handbolta.
Dagur Sigurðsson stýrði þýska landsliðinu til bronsverðlauna, og Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, gerði slíkt hið sama.
Auglýsing