29 manns slösuðust í sprengingu í Chelsea-hverfinu á Manhattan í New York í nótt. Borgarstjórinn Bill de Blasio hefur staðfest að sprengingin var ekki slys, heldur gerð með vilja, en segir einnig að enn sem komið er bendi ekkert til neinna hryðjuverkatengsla.
Talið er að sprengjunni hafi verið komið fyrir í ruslatunnu á 23. stræti, milli 6. og 7. breiðstrætis. Sprengjan sprakk um klukkan hálfníu í gærkvöldi að staðartíma. Einn er alvarlega en ekki lífshættulega slasaður, flestir hlutu minniháttar skurði og sár af völdum glerbrota.
Lögregla hefur einnig rannsakað annan sprengjubúnað sem fannst í íbúð á 27. stræti, en CNN hefur greint frá því að þar hafi sprengiefni verið komið fyrir í hraðsuðupotti.
Fyrr í gærdag sprakk sprengja í New Jersey, en de Blasio segir að ekkert bendi til þess að tengsl séu á milli þeirra sprenginga.