Vilja að Trump hætti við forsetaframboðið

Vaxandi þrýstingur er innan Repúblikanaflokksins á Donald J. Trump og hann beðinn um að hætta við forsetaframboð sitt.

Donald Trump
Auglýsing

Vax­andi þrýst­ingur er nú sagður innan Repúblikana­flokks­ins í Banda­ríkj­unum um að Don­ald Trump, for­seta­fram­bjóð­andi flokks­ins, dragi fram­boð sitt til baka. Ástæðan er sú að hann er ekki tal­inn sið­ferði­lega hæfur til þess að vera for­seta­efni þessa rót­gróna flokks í Banda­ríkj­un­um. Sér­stak­lega eru það umdeild ummæli hans um kon­ur, frá árinu 2005, sem hafa leitt til mik­illar umræðu innan Repúblikana­flokks­ins. Was­hington Post birti mynd­band frá árinu 2005 þar sem hann heyr­ist tala niður til kvenna með afar niðr­andi hætti. Trump hefur sjálfur beðist afsök­unar á ummæl­unum og kona hans, Mel­ina Trump, hefur sagt þau óásætt­an­leg. Hún seg­ist þó standa með manni sínum og segir hann vera leið­toga sem heim­ur­inn þurfi á að halda. Auglýsing

Quartz birti í gær lista yfir 30 valda­menn innan Repúblikana­flokks­ins sem hafa nú snú­ist gegn Trump og dregið stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingar sínar til baka. Þar á meðal er Christ­ina Todd Whit­man, fyrr­ver­andi rík­is­stjóri í New Jersey, en hún hefur til þessa vera mik­il­vægur banda­maður hans. 

Þá lýsti John McCain, fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­andi Repúblikana, því yfir í gær að hann gæti ekki kosið Trump. Hegðun hans væri óaf­sak­an­leg.Vef­ur­inn FiveT­hir­tyEight.com telur nú 81,6 pró­sent líkur á því að Hill­ary Clint­on, for­seta­efni Demókrata, vinni kosn­ing­arnar 8. nóv­em­ber næst­kom­andi, en aðeins 18,4 pró­sent líkur eru taldar á sigri Trump. Fyrir mán­uði síðan leit spáin allt öðru­vísi út, voru þá 48 pró­sent líkur á sigri Trump. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None