Warren Buffett brást strax við ósönnum ummælum Trump

Buffett
Auglýsing

Fjár­festir­inn þekkti, War­ren Buf­fett, birti í gær ­upp­lýs­ingar um skatta­skýrslur sínar alveg frá árinu 1944 en sam­kvæmt þeim þá sagði Don­ald J. Trump ósatt, þegar hann full­yrti í sjón­varp­kapp­ræðum við Hill­ary Clinton á sunnu­dag­inn að Buf­fett væri einn þeirra sem nýtti sér glufur í lögum til að greiða ekki skatta í rík­is­sjóð og hefði meðal ann­ars gert það árið 1995.

Þetta er ekki rétt hjá Trump.

Auglýsing


Buf­fett, sem er for­stjóri fjá­fest­inga­fé­lags­ins Berks­hire Hat­haway og einn valda­mesti ein­stak­ling­ur­inn á banda­rískum hluta­bréfa­mark­að­i, ­sagði í yfir­lýs­ingu að hann ætti afrit af öllum sínum skatta­skýrslum og hefð­i greið skatt í sam­ræmi við lög, án þess að nýta sér frá­drátt­ar­mögu­leika til­ hags­bóta fyrir sig, í 72 ár í röð. Fyrsta árið sem hann greiddi skatt var árið 1944, en þá var hann þrettán ára.Í fyrra nam hans per­sónu­lega inn­koma 11,4 millj­ón­um ­Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 1,2 millj­örðum króna. Af þeim fjár­munum vald­i hann að greiða 3,4 millj­ónir Banda­ríkja­dala í góð­gerð­ar­starf, eða sem nemur um 450 millj­ónum króna. Sjálfur greiddi hann 1,8 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um 220 millj­ónir króna, í alrík­is­skatt.

Buf­fett, sem er orð­inn 86 ára gam­all, hefur gefið það út að hann ætli sér að gefa frá sér meira en 95 pró­sent af eignum sínum í góð­gerð­ar­starf, þegar hann hættir störf­um. 

Eignir War­ren Buf­fetts eru nú metnar á yfir 60 millj­arða Banda­ríkja­dala, en heild­ar­eignir Berks­hire Hat­haway nema yfir 520 millj­örðum Banda­ríkja­dala.

Buf­fett hefur ekki farið leynt með það, að hann styður Hill­ary Clinton í for­seta­kosn­ing­unum í Banda­ríkj­unum sem fara fram 8. nóv­em­ber.

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None