Warren Buffett brást strax við ósönnum ummælum Trump

Buffett
Auglýsing

Fjárfestirinn þekkti, Warren Buffett, birti í gær upplýsingar um skattaskýrslur sínar alveg frá árinu 1944 en samkvæmt þeim þá sagði Donald J. Trump ósatt, þegar hann fullyrti í sjónvarpkappræðum við Hillary Clinton á sunnudaginn að Buffett væri einn þeirra sem nýtti sér glufur í lögum til að greiða ekki skatta í ríkissjóð og hefði meðal annars gert það árið 1995.

Þetta er ekki rétt hjá Trump.

Auglýsing

Buffett, sem er forstjóri fjáfestingafélagsins Berkshire Hathaway og einn valdamesti einstaklingurinn á bandarískum hlutabréfamarkaði, sagði í yfirlýsingu að hann ætti afrit af öllum sínum skattaskýrslum og hefði greið skatt í samræmi við lög, án þess að nýta sér frádráttarmöguleika til hagsbóta fyrir sig, í 72 ár í röð. Fyrsta árið sem hann greiddi skatt var árið 1944, en þá var hann þrettán ára.


Í fyrra nam hans persónulega innkoma 11,4 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur um 1,2 milljörðum króna. Af þeim fjármunum valdi hann að greiða 3,4 milljónir Bandaríkjadala í góðgerðarstarf, eða sem nemur um 450 milljónum króna. Sjálfur greiddi hann 1,8 milljónir Bandaríkjadala, um 220 milljónir króna, í alríkisskatt.

Buffett, sem er orðinn 86 ára gamall, hefur gefið það út að hann ætli sér að gefa frá sér meira en 95 prósent af eignum sínum í góðgerðarstarf, þegar hann hættir störfum. 

Eignir Warren Buffetts eru nú metnar á yfir 60 milljarða Bandaríkjadala, en heildareignir Berkshire Hathaway nema yfir 520 milljörðum Bandaríkjadala.

Buffett hefur ekki farið leynt með það, að hann styður Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram 8. nóvember.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None