Warren Buffett brást strax við ósönnum ummælum Trump

Buffett
Auglýsing

Fjár­festir­inn þekkti, War­ren Buf­fett, birti í gær ­upp­lýs­ingar um skatta­skýrslur sínar alveg frá árinu 1944 en sam­kvæmt þeim þá sagði Don­ald J. Trump ósatt, þegar hann full­yrti í sjón­varp­kapp­ræðum við Hill­ary Clinton á sunnu­dag­inn að Buf­fett væri einn þeirra sem nýtti sér glufur í lögum til að greiða ekki skatta í rík­is­sjóð og hefði meðal ann­ars gert það árið 1995.

Þetta er ekki rétt hjá Trump.

Auglýsing


Buf­fett, sem er for­stjóri fjá­fest­inga­fé­lags­ins Berks­hire Hat­haway og einn valda­mesti ein­stak­ling­ur­inn á banda­rískum hluta­bréfa­mark­að­i, ­sagði í yfir­lýs­ingu að hann ætti afrit af öllum sínum skatta­skýrslum og hefð­i greið skatt í sam­ræmi við lög, án þess að nýta sér frá­drátt­ar­mögu­leika til­ hags­bóta fyrir sig, í 72 ár í röð. Fyrsta árið sem hann greiddi skatt var árið 1944, en þá var hann þrettán ára.Í fyrra nam hans per­sónu­lega inn­koma 11,4 millj­ón­um ­Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 1,2 millj­örðum króna. Af þeim fjár­munum vald­i hann að greiða 3,4 millj­ónir Banda­ríkja­dala í góð­gerð­ar­starf, eða sem nemur um 450 millj­ónum króna. Sjálfur greiddi hann 1,8 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um 220 millj­ónir króna, í alrík­is­skatt.

Buf­fett, sem er orð­inn 86 ára gam­all, hefur gefið það út að hann ætli sér að gefa frá sér meira en 95 pró­sent af eignum sínum í góð­gerð­ar­starf, þegar hann hættir störf­um. 

Eignir War­ren Buf­fetts eru nú metnar á yfir 60 millj­arða Banda­ríkja­dala, en heild­ar­eignir Berks­hire Hat­haway nema yfir 520 millj­örðum Banda­ríkja­dala.

Buf­fett hefur ekki farið leynt með það, að hann styður Hill­ary Clinton í for­seta­kosn­ing­unum í Banda­ríkj­unum sem fara fram 8. nóv­em­ber.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None