Warren Buffett brást strax við ósönnum ummælum Trump

Buffett
Auglýsing

Fjár­festir­inn þekkti, War­ren Buf­fett, birti í gær ­upp­lýs­ingar um skatta­skýrslur sínar alveg frá árinu 1944 en sam­kvæmt þeim þá sagði Don­ald J. Trump ósatt, þegar hann full­yrti í sjón­varp­kapp­ræðum við Hill­ary Clinton á sunnu­dag­inn að Buf­fett væri einn þeirra sem nýtti sér glufur í lögum til að greiða ekki skatta í rík­is­sjóð og hefði meðal ann­ars gert það árið 1995.

Þetta er ekki rétt hjá Trump.

Auglýsing


Buf­fett, sem er for­stjóri fjá­fest­inga­fé­lags­ins Berks­hire Hat­haway og einn valda­mesti ein­stak­ling­ur­inn á banda­rískum hluta­bréfa­mark­að­i, ­sagði í yfir­lýs­ingu að hann ætti afrit af öllum sínum skatta­skýrslum og hefð­i greið skatt í sam­ræmi við lög, án þess að nýta sér frá­drátt­ar­mögu­leika til­ hags­bóta fyrir sig, í 72 ár í röð. Fyrsta árið sem hann greiddi skatt var árið 1944, en þá var hann þrettán ára.Í fyrra nam hans per­sónu­lega inn­koma 11,4 millj­ón­um ­Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 1,2 millj­örðum króna. Af þeim fjár­munum vald­i hann að greiða 3,4 millj­ónir Banda­ríkja­dala í góð­gerð­ar­starf, eða sem nemur um 450 millj­ónum króna. Sjálfur greiddi hann 1,8 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um 220 millj­ónir króna, í alrík­is­skatt.

Buf­fett, sem er orð­inn 86 ára gam­all, hefur gefið það út að hann ætli sér að gefa frá sér meira en 95 pró­sent af eignum sínum í góð­gerð­ar­starf, þegar hann hættir störf­um. 

Eignir War­ren Buf­fetts eru nú metnar á yfir 60 millj­arða Banda­ríkja­dala, en heild­ar­eignir Berks­hire Hat­haway nema yfir 520 millj­örðum Banda­ríkja­dala.

Buf­fett hefur ekki farið leynt með það, að hann styður Hill­ary Clinton í for­seta­kosn­ing­unum í Banda­ríkj­unum sem fara fram 8. nóv­em­ber.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None