Könnun MMR: Meirihluti gæti hugsað sér samfélagsbanka

MMR framkvæmdi könnun á viðhorfi fólks til hugmyndarinnar um samfélagsbanka, en það er eitt af áherslumálum Dögunar.

peningar
Auglýsing

Um 52,6 prósent fólks getur hugsað sér að færa bankaviðskipti sín til svokallaðs samfélagsbanka, væri sá möguleiki fyrir hendi. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar sem MMR gerði fyrir stjórnmálaflokkinn Dögun

Spurt var í könnuninni, hvort fólk myndi færa bankaviðskipti sín til samfélagsbanka ef sá möguleiki væri fyrir hendi. Eins og áður sagði gat meirihluti fólks hugsað sér það, 11,1 prósent var sagði nei en 36,3 prósent sagðist ekki vita það. 

Niðurstöður könnunarinnar sjást á þessari mynd.Svarendur fengu eftirfarandi inngang áður en spurningin var lögð fyrir: „Samfélagsbanki er viðskiptabanki sem er sjálfseignarstofnun í eigu ríkis eða sveitarfélags. Samfélagsbankar bjóða upp á almenna bankaþjónustu og bjóða almennt lægri vexti og þjónustugjöld en annars konar viðskiptabankar. Samfélagsbankar stunda ekki viðskipti á almennum hlutabréfamarkaði, heldur stunda eingöngu fjárfestingar sem bera með sér minni áhættu (s.s. fjárfestingar í tryggðum skuldabréfum). Samfélagsbankar hafa almennt yfirlýst markmið um að þjóna nærsamfélagi sínu,“ segir í samantekt niðurstaðna.

Auglýsing

Spurningar í könnuninni voru skilyrtar að beiðni Dögunar á þann hátt að svarendum voru gefnar tilteknar forsendur áður en þeir tóku afstöðu til spurninganna. MMR áréttar „mikilvægi þess að í allri umfjöllun sé skilmerkilega greint frá öllum forsendum könnunarinnar og niðurstöður séu túlkaðar til samræmis,“ eins og orðrétt segir í samantektinni.

Samfélagsbanki er eitt af grundvallaratriðum í kosningabaráttu Dögunar, en í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að 10,1 prósent gæti hugsað sér að kjósa Dögun. 

Með samfélagsbankahugmyndinni vill Dögun meðal annars gera grundvallarbreytingar á fjármálakerfinu þar sem horft er til afnáms verðtryggingar á neytendalánum, aðskilnaðar viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, vaxtaþaks á húsnæðislán og að bankaleynd verði afnumi í samræmi við lög um persónuvernd. Með samfélagsbanka yrði horft til þess að reka ekki banka ekki í hagnaðarskyni, heldur fyrst og fremst til að styðja við fólk og fyrirtæki, að því er Dögun hefur lagt áherslu í sínum málflutningi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None