Forstjóri Nissan, Carlos Ghosn, fundaði með forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, um efnhagsleg áhrif þess að Bretland sé á leið úr Evrópusambandinu, eftir að almenningur kaus með því í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní, og er niðurstaðn oftast kennd við Brexit.
Ghosn mætti til fundarins á svörtum Qashqai jeppa, en hann er framleiddur í risavöxnum verksmiðjum Nissan í Sunderland.
Ghosn hefur gefið það í skyn að eftir Brexit, þá geti efnahagslegar aðstæður í Bretlandi versnað og leitt til erfiðleika til framtíðar litið. Nissan muni draga úr fjárfestingum og fækka starfsmönnum, ef þess verður talin þörf.
Samtals vinna sjö þúsund manns í verksmiðjunum í Sunderland. Ghosn sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC, eftir fund sinn með May, að hann væri viss um að bresk stjórnvöld myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja samkeppnishæfni bílaiðnaðarins í Bretlandi.
May sjálf sagði ánægð með fundinn, og ítrekaði jafnframt að það væri eitt af áherslum málum ríkisstjórnar hennar, að vinna með iðnaði í landinu þannig að öflugt atvinnulíf gæti þrifist í Bretlandi eftir Brexit.
Framleiðsludeild Nissan fyrir Evrópumarkað er að stóru leyti í Sunderland, en þar eru framleiddir um 500 þúsund bílar á ári.
Frá því í júní þá hefur pundið fallið um meira en tuttugu prósent gagnvart helstu viðskiptamyntum, eins og evru og Bandaríkjadal. Það sama gildir um krónuna.
Pundið kostar nú 140 krónur en kostaði fyrir ári síðan 206 krónur.