obamar.jpg
Auglýsing

„Hvert sem ég fer þessa dag­ana, bæði hér heima og erlend­is, er ég spurður að sömu spurn­ing­unni: Hvað er að ger­ast í stjórn­mál­unum í Banda­ríkj­un­um? Hvernig hefur þjóð sem hefur hagn­ast – hugs­an­lega meira en nokkur önnur þjóð – á fram­lagi inn­flytj­enda, við­skiptum um útlönd og nýsköpun á sviði tækni, allt í einu þróað með sér and-inn­flytj­enda­stefnu og ein­angr­un­ar­hyggju? Hvernig gat þetta ger­st?“

Svona hefst ítar­leg grein Baracks Obama, Banda­ríkja­for­seta, sem hann rit­aði í síð­asta hefti The Economist.  Hún ber heitið Veg­ur­inn framundan (The Way Ahead), og fjallar hann meðal ann­ars um stöð­una í stjórn­mál­un­um, nú þegar um þrjár vikur eru til for­seta­kosn­inga í land­inu. EN þar. Í grein­inni segir hann, að það sé rétt­mæt að spyrja þess­ara spurn­inga, þó of lítið sé rætt um þær miklu fram­far­ir ­sem hafa orðið í hag­kerfi Banda­ríkj­anna frá því fjár­málakreppan náði hámarki, í nóv­em­ber 2008, þegar Obama var kjör­inn for­seti.

Upp­gangur „popúl­is­ma“

Obama segir að þetta sé ekk­ert nýtt, en þessi mikla hræðsla við breyt­ing­ar, ofan á andúð í garð inn­flytj­enda, sé vel sjá­an­leg um allan heim. Banda­ríkin séu ekki eina landið sem upp­lifi þetta, og nefnir Obama ­sér­stak­lega Brex­it-­at­kvæða­greiðsl­una í Bret­landi sem dæmi um þróun á vett­vang­i ­stjórn­mál­anna sem sýni glögg­lega að „popúl­ismi“ sé vax­andi í þró­uðum ríkj­um.

Auglýsing

Obama segir að tíma­mót séu framundan í þróun efna­hags­mála, þar sem of langur tími hafi litið þar sem fram­leiðni hafi ekki vaxið sam­hliða hag­vextir og fólks­fjölg­un, og á sama tíma hafi mis­skipt­ing auðs auk­ist. Þá seg­ir hann að of margt hæfi­leik­a­ríkt fólk, ekki síst á sviði raun­vís­inda­greina, vinn­i við að „færa til fjár­magna í fjár­mála­geir­an­um“ í stað þess að virkja hæfi­leika sína í nýsköpun í raun­hag­kerf­inu.

Á réttri leið

Obama eyðir tölu­verðu púðri í að rök­styðja að efna­hag­ur ­Banda­ríkj­anna sé nú á réttri leið, eftir mikið og langt erf­ið­leika­tíma­bil. At­vinnu­leysi mælist nú um fimm pró­sent en það fór hæst yfir 10 pró­sent eft­ir fjár­málakrepp­una. Þá hafa lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki í land­inu einnig ver­ið að styrkja rekstur sinn og nýráðn­ingar eru nú á stað sem Obama telur ver­a heil­brigð­is­merki.

Hann nefnir einnig að allir hópar hafi styrkt stöðu sína, þegar með­al­tölin eru skoð­uð, einkum og sér í lagi fátækir og milli­stétt­ar­fólk. Hag­vöxt­ur í Banda­ríkj­unum hefur mælst 1,5 til 2,5 pró­sent á und­an­förnu ári, og seg­ir Obama það í takt við vænt­ing­ar.

Breyt­ingar

Obama segir að nýsköp­un, ekki síst á sviði orku­mála, sé það ­sem mestu muni skipta fyrir gang efna­hags­mála á næstu árum. Þar skipt­i ­stefnu­mörkun stjórn­valda miklu máli, því hún opni tæki­færi fyrir háskóla og einka­fyr­ir­tæki, til að halda kyndl­inum á lofti í þessum efn­um.

Hann biður fólk um að sýna þol­in­mæði, en um leið horfa eft­ir smá­at­rið­un­um, og sjá hvort hlut­irnir séu ekki að fær­ast áfram frekar en aftur á bak. „Bandrísk stjórn­mál geta verið upp­spretta gremju og van­trú­ar. Trúið mér­, þegar ég segi það. En upp­lýs­ingar sýn að und­an­farnir tveir ára­tugir hafa ver­ið ­tími fram­þró­un­ar, þrátt fyrir allt [...] Þetta ætti að vekja von í brjóst­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None