obamar.jpg
Auglýsing

„Hvert sem ég fer þessa dagana, bæði hér heima og erlendis, er ég spurður að sömu spurningunni: Hvað er að gerast í stjórnmálunum í Bandaríkjunum? Hvernig hefur þjóð sem hefur hagnast – hugsanlega meira en nokkur önnur þjóð – á framlagi innflytjenda, viðskiptum um útlönd og nýsköpun á sviði tækni, allt í einu þróað með sér and-innflytjendastefnu og einangrunarhyggju? Hvernig gat þetta gerst?“

Svona hefst ítarleg grein Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, sem hann ritaði í síðasta hefti The Economist.  Hún ber heitið Vegurinn framundan (The Way Ahead), og fjallar hann meðal annars um stöðuna í stjórnmálunum, nú þegar um þrjár vikur eru til forsetakosninga í landinu. EN þar. Í greininni segir hann, að það sé réttmæt að spyrja þessara spurninga, þó of lítið sé rætt um þær miklu framfarir sem hafa orðið í hagkerfi Bandaríkjanna frá því fjármálakreppan náði hámarki, í nóvember 2008, þegar Obama var kjörinn forseti.

Uppgangur „popúlisma“

Obama segir að þetta sé ekkert nýtt, en þessi mikla hræðsla við breytingar, ofan á andúð í garð innflytjenda, sé vel sjáanleg um allan heim. Bandaríkin séu ekki eina landið sem upplifi þetta, og nefnir Obama sérstaklega Brexit-atkvæðagreiðsluna í Bretlandi sem dæmi um þróun á vettvangi stjórnmálanna sem sýni glögglega að „popúlismi“ sé vaxandi í þróuðum ríkjum.

Auglýsing

Obama segir að tímamót séu framundan í þróun efnahagsmála, þar sem of langur tími hafi litið þar sem framleiðni hafi ekki vaxið samhliða hagvextir og fólksfjölgun, og á sama tíma hafi misskipting auðs aukist. Þá segir hann að of margt hæfileikaríkt fólk, ekki síst á sviði raunvísindagreina, vinni við að „færa til fjármagna í fjármálageiranum“ í stað þess að virkja hæfileika sína í nýsköpun í raunhagkerfinu.

Á réttri leið

Obama eyðir töluverðu púðri í að rökstyðja að efnahagur Bandaríkjanna sé nú á réttri leið, eftir mikið og langt erfiðleikatímabil. Atvinnuleysi mælist nú um fimm prósent en það fór hæst yfir 10 prósent eftir fjármálakreppuna. Þá hafa lítil og meðalstór fyrirtæki í landinu einnig verið að styrkja rekstur sinn og nýráðningar eru nú á stað sem Obama telur vera heilbrigðismerki.

Hann nefnir einnig að allir hópar hafi styrkt stöðu sína, þegar meðaltölin eru skoðuð, einkum og sér í lagi fátækir og millistéttarfólk. Hagvöxtur í Bandaríkjunum hefur mælst 1,5 til 2,5 prósent á undanförnu ári, og segir Obama það í takt við væntingar.

Breytingar

Obama segir að nýsköpun, ekki síst á sviði orkumála, sé það sem mestu muni skipta fyrir gang efnahagsmála á næstu árum. Þar skipti stefnumörkun stjórnvalda miklu máli, því hún opni tækifæri fyrir háskóla og einkafyrirtæki, til að halda kyndlinum á lofti í þessum efnum.

Hann biður fólk um að sýna þolinmæði, en um leið horfa eftir smáatriðunum, og sjá hvort hlutirnir séu ekki að færast áfram frekar en aftur á bak. „Bandrísk stjórnmál geta verið uppspretta gremju og vantrúar. Trúið mér, þegar ég segi það. En upplýsingar sýn að undanfarnir tveir áratugir hafa verið tími framþróunar, þrátt fyrir allt [...] Þetta ætti að vekja von í brjósti.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None