Frjálsi lífeyrissjóðurinn býður nú 5,9 prósent fasta vexti í þrjú ár á óverðtryggðum húsnæðislánum. Hámarksveðhlutfall á lánum sjóðsins er 75 prósent og hámarksupphæð 30 milljónir.
Þetta eru lægstu vextir á lánum sem þessum, en til samanburðar þá eru vextir ríkisbankanna Landsbankans og Íslandsbanka, á óverðtryggðum lánum með fasta vexti til þriggja ára, 6,95 prósent hjá Landsbankanum og 6,75 prósent hjá Íslandsbanka.
Hjá Arion banka eru vextir á óverðtryggðum lánum, með fasta vexti til þriggja ára, 6,65 prósent.
Hjá flestum lífeyrissjóðum landsins eru vextir á óverðtryggðum lánum töluvert lægri en hjá bönkunum, sem þó lána fyrir stærri hluta kaupverðsins, eða allt að 85 prósent, í flestum tilvikum.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna býður óverðtryggð lán með föstum vöxtum í þrjú ár, á 6,24 prósent vöxtum og Almenni lífeyrissjóðurinn býður fasta vexti á óverðtryggðum lánum til tólf mánaða í senn, sem í dag eru 6,5 prósent.
Lífeyrissjóðirnir lánuðu rúmlega 38 milljarða króna til íslenskra heimila á fyrri helmingi ársins, samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands. Lífeyrissjóðirnir hafa aukið hlutdeild sína á íbúðalánamarkaði verulega undanfarin misseri, eftir að lífeyrissjóðir hófu að bjóða allt að 75% íbúðalán og óverðtryggð lán, en vextir
Til samanburðar námu lán lífeyrissjóðanna til heimila rétt tæplega fimm milljörðum króna á sama tímabili í fyrra, áður en lífeyrissjóðirnir hófu í raun þessa innreið sína á íbúðalánamarkaðinn. Á seinni helmingi ársins 2015 voru veitt lán fyrir 16,7 milljarða króna, og útlánin hafa hækkað jafnt og þétt.
Í spá sem birtist í skýrslu Íslandsbanka 17. október er gert ráð fyrir að fasteignaverð muni halda áfram að hækka. Á þessu ári verði raunverðshækkunin 7,8 prósent á næsta ári 9,4 prósent og árið 2018 verði hækkunin 3,4 prósent.