Innlend stjórn á öllum aðgerðum lykilatriði

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hélt erindi um endurreisn íslensks efnahagslífs í London School of Economics.

Lilja Alfreðsdóttir og Sigurður Ingi
Auglýsing

Inn­lent „eign­ar­hald“ á stefnu, ákvörð­unum og aðgerðum var lyk­ill­inn að árangri þegar tek­ist var á við efna­hags­vand­ann sem Ísland stóð frammi fyrir haustið 2008. 

Þetta er ein af megin nið­ur­stöðum í fyr­ir­lestri Lilju D. Alfreðs­dóttur utan­rík­is­ráð­herra og vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, í London School of Economics í fyrra­kvöld. Í fyr­ir­lestr­inum fjall­aði Lilja um við­brögð Íslands við fjár­mála­á­fall­inu haustið 2008 og hvaða lær­dóm mætti draga af því hvernig staðið var að aðgerð­um.

Fjöldi fólks sótti fyr­ir­lest­ur­inn, einkum fræði­menn og nem­endur skól­ans, að því er segir í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Auglýsing

„Það er mik­il­vægt að við segjum frá þeim aðgerðum sem við höfum ráð­ist í á und­an­förnum átta árum, til að rétta af efna­hag Íslands eftir fjár­mála­á­fallið 2008. Það er nauð­syn­legt að skipt­ast á skoð­unum við umheim­inn, rök­ræða kosti og galla þeirra leiða sem við höfum valið og draga lær­dóm af reynsl­unn­i,“ sagði Lilja. 

Hún sagði að fyrstu aðgerðir Íslands hafa verið gríð­ar­lega mik­il­væg­ar, enda hefðu sumar þeirra verið óhugs­andi á seinni stigum flókna verk­efnis sem end­ur­reisnin var. 

Lilja Alfreðsdóttir, á fyrirlestrinu í London School of Economics.

Eins og kunn­ugt er var lyk­il­að­gerðin neyð­ar­laga­setn­ing mánu­dag­inn 6. októ­ber 2008, sem gerði stjórn­völdum og Fjár­mála­eft­ir­lit­inu mögu­legt að end­ur­skipu­leggja banka­starf­sem­ina án þess að stöðva gang­inn í banka­kerf­inu. Rúm­lega mán­uði síðar voru svo fjár­magns­höft sett á með lögum til að hindra stjórn­laust fall krón­unnar og koma á stöð­ug­leika á fjár­magns­mark­aði. „Ég tel t.d. ólík­legt að IMF hefði sam­þykkt allt það sem gert var, enda fóru íslenskir hags­munir þess tíma ekki endi­lega saman við hags­muni þeirra ríkja sem þar ráða för," segir Lilja. Hún segir aðkoma IMF á síð­ari stigum engu að síður hafa verið mik­il­væga og að hin mikla reynsla starfs­manna sjóðs­ins hafi nýst Íslandi vel. „Sem fyrr­ver­andi starfs­maður IMF veit ég hvers megn­ugur sjóð­ur­inn er. Í til­viki Íslands veitti hann góð ráð, gerði mik­il­vægar og gagn­legar úttektir og fylgdi málum fast eft­ir. Fyrir það erum við þakk­lát, en lausn­irnar sem hafa gef­ist eins vel og raun ber vitni, eru heima­smíð­að­ar," sagði Lilja.

Lilja ræddi fjár­magns­höft­in, sem hún sagði hafa skapað nauð­syn­legt skjól fyrir Ísland, að því er segir í til­kynn­ingu. Nú þegar losun haft­anna sé langt komin sé mik­il­vægt fyrir Seðla­bank­ann að geta gripið inn í gjald­eyr­is­markað ef greiðslu­jöfn­uði þjóð­ar­bús­ins sé ógn­að. „Fyrir lítið og opið hag­kerfi er annað óhugs­andi, sér­stak­lega í ljósi feng­innar reynslu,“ sagði Lilja, að því er segir í til­kynn­ingu. 

Í fyr­ir­lestr­inum setti Lilja aðgerð­irnar í alþjóð­legt sam­hengi og fjall­aði m.a. um áhrif ytri aðstæðna, sem hafa um margt verið hag­stæð­ar. Hún benti á að mikil aukn­ing í ferða­þjón­ustu hafi skilað Íslandi miklu á sama tíma og inn­flutt verð­bólga hafi verið lág. Ekki væri hins vegar hægt að treysta á við­var­andi hag­felldar ytri aðstæður og því væri nauð­syn­legt fyrir stjórn­völd að fylgj­ast náið með þróun mála og grípa inn í með fag­legum hætti. 

Aðspurð sagði utan­rík­is­ráð­herra, að Íslandi hefði reynst vel við að ráða sér sjálft við þessar aðstæður og ekki þurfa að bera stefnu sína eða ein­stakar aðgerðir undir yfir­þjóð­legt vald. „Sú staða skap­aði mikla ábyrgð­ar­til­finn­ingu inn­an­lands og eng­inn vænti þess að fá sendar lausnir utan úr heimi við erf­iðum vanda. Við getum enda verið stolt af því hvernig hefur tek­ist að vinna úr mál­unum og að réttar stefnu­mót­andi ákvarð­anir hafi verið tekn­ar," sagði Lilja.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None