Innlend stjórn á öllum aðgerðum lykilatriði

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hélt erindi um endurreisn íslensks efnahagslífs í London School of Economics.

Lilja Alfreðsdóttir og Sigurður Ingi
Auglýsing

Inn­lent „eign­ar­hald“ á stefnu, ákvörð­unum og aðgerðum var lyk­ill­inn að árangri þegar tek­ist var á við efna­hags­vand­ann sem Ísland stóð frammi fyrir haustið 2008. 

Þetta er ein af megin nið­ur­stöðum í fyr­ir­lestri Lilju D. Alfreðs­dóttur utan­rík­is­ráð­herra og vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, í London School of Economics í fyrra­kvöld. Í fyr­ir­lestr­inum fjall­aði Lilja um við­brögð Íslands við fjár­mála­á­fall­inu haustið 2008 og hvaða lær­dóm mætti draga af því hvernig staðið var að aðgerð­um.

Fjöldi fólks sótti fyr­ir­lest­ur­inn, einkum fræði­menn og nem­endur skól­ans, að því er segir í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Auglýsing

„Það er mik­il­vægt að við segjum frá þeim aðgerðum sem við höfum ráð­ist í á und­an­förnum átta árum, til að rétta af efna­hag Íslands eftir fjár­mála­á­fallið 2008. Það er nauð­syn­legt að skipt­ast á skoð­unum við umheim­inn, rök­ræða kosti og galla þeirra leiða sem við höfum valið og draga lær­dóm af reynsl­unn­i,“ sagði Lilja. 

Hún sagði að fyrstu aðgerðir Íslands hafa verið gríð­ar­lega mik­il­væg­ar, enda hefðu sumar þeirra verið óhugs­andi á seinni stigum flókna verk­efnis sem end­ur­reisnin var. 

Lilja Alfreðsdóttir, á fyrirlestrinu í London School of Economics.

Eins og kunn­ugt er var lyk­il­að­gerðin neyð­ar­laga­setn­ing mánu­dag­inn 6. októ­ber 2008, sem gerði stjórn­völdum og Fjár­mála­eft­ir­lit­inu mögu­legt að end­ur­skipu­leggja banka­starf­sem­ina án þess að stöðva gang­inn í banka­kerf­inu. Rúm­lega mán­uði síðar voru svo fjár­magns­höft sett á með lögum til að hindra stjórn­laust fall krón­unnar og koma á stöð­ug­leika á fjár­magns­mark­aði. „Ég tel t.d. ólík­legt að IMF hefði sam­þykkt allt það sem gert var, enda fóru íslenskir hags­munir þess tíma ekki endi­lega saman við hags­muni þeirra ríkja sem þar ráða för," segir Lilja. Hún segir aðkoma IMF á síð­ari stigum engu að síður hafa verið mik­il­væga og að hin mikla reynsla starfs­manna sjóðs­ins hafi nýst Íslandi vel. „Sem fyrr­ver­andi starfs­maður IMF veit ég hvers megn­ugur sjóð­ur­inn er. Í til­viki Íslands veitti hann góð ráð, gerði mik­il­vægar og gagn­legar úttektir og fylgdi málum fast eft­ir. Fyrir það erum við þakk­lát, en lausn­irnar sem hafa gef­ist eins vel og raun ber vitni, eru heima­smíð­að­ar," sagði Lilja.

Lilja ræddi fjár­magns­höft­in, sem hún sagði hafa skapað nauð­syn­legt skjól fyrir Ísland, að því er segir í til­kynn­ingu. Nú þegar losun haft­anna sé langt komin sé mik­il­vægt fyrir Seðla­bank­ann að geta gripið inn í gjald­eyr­is­markað ef greiðslu­jöfn­uði þjóð­ar­bús­ins sé ógn­að. „Fyrir lítið og opið hag­kerfi er annað óhugs­andi, sér­stak­lega í ljósi feng­innar reynslu,“ sagði Lilja, að því er segir í til­kynn­ingu. 

Í fyr­ir­lestr­inum setti Lilja aðgerð­irnar í alþjóð­legt sam­hengi og fjall­aði m.a. um áhrif ytri aðstæðna, sem hafa um margt verið hag­stæð­ar. Hún benti á að mikil aukn­ing í ferða­þjón­ustu hafi skilað Íslandi miklu á sama tíma og inn­flutt verð­bólga hafi verið lág. Ekki væri hins vegar hægt að treysta á við­var­andi hag­felldar ytri aðstæður og því væri nauð­syn­legt fyrir stjórn­völd að fylgj­ast náið með þróun mála og grípa inn í með fag­legum hætti. 

Aðspurð sagði utan­rík­is­ráð­herra, að Íslandi hefði reynst vel við að ráða sér sjálft við þessar aðstæður og ekki þurfa að bera stefnu sína eða ein­stakar aðgerðir undir yfir­þjóð­legt vald. „Sú staða skap­aði mikla ábyrgð­ar­til­finn­ingu inn­an­lands og eng­inn vænti þess að fá sendar lausnir utan úr heimi við erf­iðum vanda. Við getum enda verið stolt af því hvernig hefur tek­ist að vinna úr mál­unum og að réttar stefnu­mót­andi ákvarð­anir hafi verið tekn­ar," sagði Lilja.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None