Innlend stjórn á öllum aðgerðum lykilatriði

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hélt erindi um endurreisn íslensks efnahagslífs í London School of Economics.

Lilja Alfreðsdóttir og Sigurður Ingi
Auglýsing

Inn­lent „eign­ar­hald“ á stefnu, ákvörð­unum og aðgerðum var lyk­ill­inn að árangri þegar tek­ist var á við efna­hags­vand­ann sem Ísland stóð frammi fyrir haustið 2008. 

Þetta er ein af megin nið­ur­stöðum í fyr­ir­lestri Lilju D. Alfreðs­dóttur utan­rík­is­ráð­herra og vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, í London School of Economics í fyrra­kvöld. Í fyr­ir­lestr­inum fjall­aði Lilja um við­brögð Íslands við fjár­mála­á­fall­inu haustið 2008 og hvaða lær­dóm mætti draga af því hvernig staðið var að aðgerð­um.

Fjöldi fólks sótti fyr­ir­lest­ur­inn, einkum fræði­menn og nem­endur skól­ans, að því er segir í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Auglýsing

„Það er mik­il­vægt að við segjum frá þeim aðgerðum sem við höfum ráð­ist í á und­an­förnum átta árum, til að rétta af efna­hag Íslands eftir fjár­mála­á­fallið 2008. Það er nauð­syn­legt að skipt­ast á skoð­unum við umheim­inn, rök­ræða kosti og galla þeirra leiða sem við höfum valið og draga lær­dóm af reynsl­unn­i,“ sagði Lilja. 

Hún sagði að fyrstu aðgerðir Íslands hafa verið gríð­ar­lega mik­il­væg­ar, enda hefðu sumar þeirra verið óhugs­andi á seinni stigum flókna verk­efnis sem end­ur­reisnin var. 

Lilja Alfreðsdóttir, á fyrirlestrinu í London School of Economics.

Eins og kunn­ugt er var lyk­il­að­gerðin neyð­ar­laga­setn­ing mánu­dag­inn 6. októ­ber 2008, sem gerði stjórn­völdum og Fjár­mála­eft­ir­lit­inu mögu­legt að end­ur­skipu­leggja banka­starf­sem­ina án þess að stöðva gang­inn í banka­kerf­inu. Rúm­lega mán­uði síðar voru svo fjár­magns­höft sett á með lögum til að hindra stjórn­laust fall krón­unnar og koma á stöð­ug­leika á fjár­magns­mark­aði. „Ég tel t.d. ólík­legt að IMF hefði sam­þykkt allt það sem gert var, enda fóru íslenskir hags­munir þess tíma ekki endi­lega saman við hags­muni þeirra ríkja sem þar ráða för," segir Lilja. Hún segir aðkoma IMF á síð­ari stigum engu að síður hafa verið mik­il­væga og að hin mikla reynsla starfs­manna sjóðs­ins hafi nýst Íslandi vel. „Sem fyrr­ver­andi starfs­maður IMF veit ég hvers megn­ugur sjóð­ur­inn er. Í til­viki Íslands veitti hann góð ráð, gerði mik­il­vægar og gagn­legar úttektir og fylgdi málum fast eft­ir. Fyrir það erum við þakk­lát, en lausn­irnar sem hafa gef­ist eins vel og raun ber vitni, eru heima­smíð­að­ar," sagði Lilja.

Lilja ræddi fjár­magns­höft­in, sem hún sagði hafa skapað nauð­syn­legt skjól fyrir Ísland, að því er segir í til­kynn­ingu. Nú þegar losun haft­anna sé langt komin sé mik­il­vægt fyrir Seðla­bank­ann að geta gripið inn í gjald­eyr­is­markað ef greiðslu­jöfn­uði þjóð­ar­bús­ins sé ógn­að. „Fyrir lítið og opið hag­kerfi er annað óhugs­andi, sér­stak­lega í ljósi feng­innar reynslu,“ sagði Lilja, að því er segir í til­kynn­ingu. 

Í fyr­ir­lestr­inum setti Lilja aðgerð­irnar í alþjóð­legt sam­hengi og fjall­aði m.a. um áhrif ytri aðstæðna, sem hafa um margt verið hag­stæð­ar. Hún benti á að mikil aukn­ing í ferða­þjón­ustu hafi skilað Íslandi miklu á sama tíma og inn­flutt verð­bólga hafi verið lág. Ekki væri hins vegar hægt að treysta á við­var­andi hag­felldar ytri aðstæður og því væri nauð­syn­legt fyrir stjórn­völd að fylgj­ast náið með þróun mála og grípa inn í með fag­legum hætti. 

Aðspurð sagði utan­rík­is­ráð­herra, að Íslandi hefði reynst vel við að ráða sér sjálft við þessar aðstæður og ekki þurfa að bera stefnu sína eða ein­stakar aðgerðir undir yfir­þjóð­legt vald. „Sú staða skap­aði mikla ábyrgð­ar­til­finn­ingu inn­an­lands og eng­inn vænti þess að fá sendar lausnir utan úr heimi við erf­iðum vanda. Við getum enda verið stolt af því hvernig hefur tek­ist að vinna úr mál­unum og að réttar stefnu­mót­andi ákvarð­anir hafi verið tekn­ar," sagði Lilja.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None