Bilið milli Hillary og Trump minnkar

Bilið á milli Hillary Clinton og Donald Trump hefur minnkað töluvert á undanförnum vikum.

Hillary
Auglýsing

Bilið milli Hill­ary Clint­on, fram­bjóð­anda Demókrata, og Don­ald J. Trump, fram­bjóð­anda Repúblikana, hefur minnkað tölu­vert á skömmum tíma, og sýnir mæl­ing vefs­ins FiveT­hir­tyEight nú að 48,8 pró­sent styðji Hill­ary en 44,8 pró­sent Don­ald Trump. Stuðn­ing­ur­inn við fram­boð Gary John­son hefur farið vax­andi og mælist 4,6 pró­sent. Svo gæti farið að fram­boð hans geti haft veru­lega mikið að segja um það hvort Hill­ary eða Trump vinni, en talið er að fram­boð hans skaði fyrst og fremst Hill­ary.

Sig­ur­lík­urnar eru þó enn Hill­ary meg­in, en vef­ur­inn metur sig­ur­líkur hennar 71,2 pró­sent og líkur Don­ald Trump 28,8 pró­sent. Ekki eru nema 10 daga síðan lík­urnar voru 87 pró­sent hjá Hill­ary, en á und­an­förnum dögum hefur nei­kvæð umræða, vegna þeirrar ákvörðun alrík­is­lög­regl­unnar FBI að hefja að nýju rann­sókn á tölvu­póstum Hill­ary Clint­on, haft slæm áhrif á fram­boð henn­ar. 

Í New York Times kom fram í gær, að ákvörðun James B. Comey, fram­kvæmda­stjóra FBI, um að til­kynna þing­inu um að rann­sókn hefði verið tekin upp á nýjan leik, hefði sett FBI beint inn í kosn­inga­bar­átt­una á versta tíma. Daniel Rich­mann, pró­fessor í lög­fræði við Col­umbia háskóla, segir í við­tali við blaðið að FBI sé að grafa undan sjálf­stæði stofn­un­ar­innar með þess­ari tíma­setn­ingu, og í versta falli muni það nýt­ast nýjum for­seta. 

AuglýsingKosið verður í Banda­ríkj­unum 8. nóv­em­ber, eða eftir sex daga. Kjarn­inn hefur haldið úti viku­legu íta­legu hlað­varpi um kosn­ing­arn­ar, Kana­varp­inu, en umsjón­ar­menn þess eru Hjalti Geir Erlends­son, lög­fræð­ing­ur, og Hall­grímur Odds­son hag­fræð­ing­ur. Í nýjasta þætt­inum er fjallað um rann­sókn FBI á tölvu­póstum Hill­ary og starfs­fólki henn­ar, og hvernig staða mála er nú.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None