Bilið milli Hillary og Trump minnkar

Bilið á milli Hillary Clinton og Donald Trump hefur minnkað töluvert á undanförnum vikum.

Hillary
Auglýsing

Bilið milli Hill­ary Clint­on, fram­bjóð­anda Demókrata, og Don­ald J. Trump, fram­bjóð­anda Repúblikana, hefur minnkað tölu­vert á skömmum tíma, og sýnir mæl­ing vefs­ins FiveT­hir­tyEight nú að 48,8 pró­sent styðji Hill­ary en 44,8 pró­sent Don­ald Trump. Stuðn­ing­ur­inn við fram­boð Gary John­son hefur farið vax­andi og mælist 4,6 pró­sent. Svo gæti farið að fram­boð hans geti haft veru­lega mikið að segja um það hvort Hill­ary eða Trump vinni, en talið er að fram­boð hans skaði fyrst og fremst Hill­ary.

Sig­ur­lík­urnar eru þó enn Hill­ary meg­in, en vef­ur­inn metur sig­ur­líkur hennar 71,2 pró­sent og líkur Don­ald Trump 28,8 pró­sent. Ekki eru nema 10 daga síðan lík­urnar voru 87 pró­sent hjá Hill­ary, en á und­an­förnum dögum hefur nei­kvæð umræða, vegna þeirrar ákvörðun alrík­is­lög­regl­unnar FBI að hefja að nýju rann­sókn á tölvu­póstum Hill­ary Clint­on, haft slæm áhrif á fram­boð henn­ar. 

Í New York Times kom fram í gær, að ákvörðun James B. Comey, fram­kvæmda­stjóra FBI, um að til­kynna þing­inu um að rann­sókn hefði verið tekin upp á nýjan leik, hefði sett FBI beint inn í kosn­inga­bar­átt­una á versta tíma. Daniel Rich­mann, pró­fessor í lög­fræði við Col­umbia háskóla, segir í við­tali við blaðið að FBI sé að grafa undan sjálf­stæði stofn­un­ar­innar með þess­ari tíma­setn­ingu, og í versta falli muni það nýt­ast nýjum for­seta. 

AuglýsingKosið verður í Banda­ríkj­unum 8. nóv­em­ber, eða eftir sex daga. Kjarn­inn hefur haldið úti viku­legu íta­legu hlað­varpi um kosn­ing­arn­ar, Kana­varp­inu, en umsjón­ar­menn þess eru Hjalti Geir Erlends­son, lög­fræð­ing­ur, og Hall­grímur Odds­son hag­fræð­ing­ur. Í nýjasta þætt­inum er fjallað um rann­sókn FBI á tölvu­póstum Hill­ary og starfs­fólki henn­ar, og hvernig staða mála er nú.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None