Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, var í morgun sýknaður af ákæru fyrir umboðssvik í héraðsdómi Reykjaness. Ákæruvaldið hafði krafðist þess að Geirmundur yrði dæmdur til að sæta óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu í fjögur ár hið minnsta. Frá þessu eru greint á mbl.is.
Geirmundur var ákærður í mars. Ákæruatriðin voru tvö. Annars vegar var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína til að lána félagi tengdu Suðurnesjamönnum 100 milljónir króna í formi yfirdráttarláns, sem tapaðist að fullu. Hins vegar á Geirmundur að hafa framselt stofnbréf í Sparisjóði Keflavíkur að verðmæti 683 milljónir króna til einkahlutafélagsins Fossvogshyls ehf., sem varð síðar í eigu sonar Geirmundar. Ekkert endurgjald var tekið vegna þessa en skuld á Fossvogshyl skráð í bækur dótturfélags sparisjóðsins. Ekkert fékkst greitt upp í skuldina utan tæplega 50 milljón króna arðgreiðslu á árinu 2008.
Kjarninn birti ákæruna á hendur Geirmundi, og fjallaði um innihald hennar, í mars síðastliðnum. Hægt er að lesa þá umfjöllun hér.