Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur sent Donald Trump heillaóskir með forsetaembættið, en Trump hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í viðtali við forsætisráðherra á RÚV. Kjör Trump veldur honum engum áhyggjum.
Forsætisráðherra segir að niðurstöður kosninganna hafi komið sér nokkuð á óvart. „Það er auðvitað þannig að menn geta haft skiptar skoðanir á einstökum persónum, en ég á von á því að samskipti landanna verði jafn góð eins og verið hafa og verði það áfram, og hef engar væntingar til annars.“ Hann sagði einnit að því væri ekki að neita að ýmsar yfirlýsingar Trump hafi verið sérstakar og vakið undrun, en hann vænti þess að þegar menn setjist í embætti sé alvaran meiri.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur hins vegar ekki viljað tjá sig um kjör Trump enn sem komið er.