Markaðsvirði Marels hækkaði um fimm milljarða í dag og markaðsvirði Icelandair um 3,5 milljarða. Hækkun á bréfum Marels nam 2,94 prósentum og hjá Icelandair var hækkunin hjá Icelandair var 3,17 prósent.
Markaðsvirði Marels nemur nú 176 milljörðum króna en markaðsvirði Icelandair 121 milljarði króna.
Þetta teljast miklar hækkanir, innan sama dagsins, en að undanförnu hefur markaðsvirði þessara félaga lækkað töluvert, sé horft yfir síðustu sex mánuði. Samhliða hefur styrkingin krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum verið umtalsverð. Gengi krónunnar gagnvart evru hefur styrkst um tæplega 13 prósent á einu ári, og ríflega 11 prósent gagnvart Bandaríkjadal.
Eins og greint var frá á vef Kjarnans í morgun, þá sendi hagfræðideild Landsbankans, frá sér í verðmat á Marel fyrr í vikunni, þar sem fram kom það mat að félagið væri undirverðlagt miðað við markaðsverð. Frá því matið kom út hefur markaðsvirðið hækkað nokkuð, bæði í dag og í gær, en veltan með bréf félagsins í dag nam 530 milljónum króna.