Gleymdu líklega að spyrja forsvarsmenn Borgunar

Kredit kort Borgun
Auglýsing

Á fund­um sem Stein­þór Páls­­son, banka­­stjóri Lands­­bank­ans, átti með Rík­­is­end­­ur­­skoðun í ág­úst og sept­­em­ber féllst banka­­stjór­inn á, sam­kvæmt frá­sögn Morg­un­blaðs­ins, að lík­­­ast til hefði bank­inn gleymt að spyrja for­svar­s­­menn greiðslu­korta­­fyr­ir­tæk­is­ins Borg­un­ar út í aðild þess að Visa Europe, þegar bank­inn seldi 31,2% hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu í árs­­lok 2014. 

Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag, en fjallað er um drög að skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um sölu á eignum Lands­bank­ans á síð­ustu árum. Íslenska ríkið er eig­andi Lands­bank­ans.

Banka­ráð Lands­­bank­ans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dóm­stólum vegna söl­unnar á 31,2 pró­­sent eign­­ar­hlut bank­ans í Borgun hf. á árinu 2014. Það er mat banka­ráðs að bank­inn hafi farið á mis við fjár­­muni í við­­skipt­unum þar sem bank­­anum voru ekki veittar nauð­­syn­­legar upp­­lýs­ing­­ar. 

Auglýsing

Lands­­­banki Íslands, sem íslenska ríkið á, sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í nóv­­em­ber 2014 þar sem fram kom að Stein­þór Páls­­­son banka­­­stjóri, hefði und­ir­­­ritað samn­ing um sölu á 31,2 pró­­­sent eign­­­ar­hlut í Borg­un. Kaup­verðið á hlutnum var tæp­­­lega 2,2 millj­­­arðar króna og var kaup­andi hlut­­­ar­ins Eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag Borg­unar Slf. þar sem stjórn­­endur Borg­unar voru meðal hlut­hafa.

Ekk­ert for­m­­­legt sölu­­­ferli fór fram áður en félagið var selt, en Magnús Magn­ús­­­son, for­svar­s­­­maður félags­­­ins, var sá sem setti sig í sam­­­band við Lands­­­banka Íslands og sýndi áhuga á kaupum á hlut Lands­­­bank­ans. 

Meira úr sama flokkiInnlent
None