Frá því í apríl á þessu ári hafa hlutabréf í kauphöll Íslands fallið um tólf prósent, sé mið tekið af samræmdi hlutabréfavísitölu Nasdaq á íslenska markaðnum. Á sama tíma hefur gengið krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum styrkst mikið. Gagnvart evru hefur styrkingin verið um 10 prósent og svipaða sögu er að segja um þróunina gagnvart Bandaríkjadal. Evran kostar nú 120 krónur og Bandaríkjadalur 112 krónur.
Eftir Brexit-kosninguna í Bretlandi í júní, þar sem almenningur í Bretlandi kaus með því að yfirgefa Evrópusambandið, hefur staða krónunnar gagnvart pundinu styrkst verulega. Í byrjun júní kostaði pundið 180 krónur en það kostar nú 140 krónur.
Áhyggjuraddir hafa að undanförnu heyrst vegna styrkingar krónunnar, en hún hefur verið hröð að undanförnu, enda gjaldeyrisinnstreymi vegna komu erlendra ferðamanna verið mikið. Allt stefnir í að fjöldi ferðamanna á þessu ári fari yfir 1,7 milljónir og spár gera ráð fyrir að fjöldinn fari yfir 2,2 milljónir á næstar ári.
Gert er ráð fyrir að hagvöxtur á Íslandi á þessu ári, verði fjögur til fimm prósent. Kaupmáttur launa hefur aukist mikið að undanförnu, eða um meira ellefu prósent á einu ári, og atvinnuleysi mælist með allra lægsta móti, eða á bilinu tvö til þrjú prósent. Seðlabanki Íslands gerir áfram ráð fyrir kröftugum hagvexti næstu þrjú árin, samkvæmt hans í nýjustu PeningamálumPeningamálum.