Fer fram á endurtalningu í helstu barátturíkjunum

trump
Auglýsing

Jill Stein, fram­bjóð­andi Græn­ingja í for­seta­kosn­ing­unum í Banda­ríkj­un­um, lagði gær fram form­lega beiðni um end­ur­taln­ingu atkvæða í Wisconsin ríki. Það er eitt þeirra þriggja ríkja þar sem afar mjótt var á munum milli Don­ald Trump og Hill­ary Clint­on, en eins og alkunna er þá sigr­aði Trump í kosn­ing­un­um, þrátt fyrir að Hill­ary hafi fengið meira en tveimur millj­ónum fleiri atkvæði enn hann. Trump fékk 61 milljón atkvæða, en Hill­ary ríf­lega 63 millj­ón­ir.

Don­ald Trump fékk meiri­hluta atkvæða í öllum ríkj­unum þrem­ur, Wiscons­in, Penn­syl­vaníu og Michig­an. Stein hefur sagst hafa gögn um það að rúss­neskir tölvu­hakk­arar kunni að hafa hag­rætt úrslit­unum Trump í hag, en 

AFP frétta­stofan greindi frá því í gær að kjör­stjórn Wisconsin sé að und­ir­búa end­ur­taln­ingu atkvæða um allt rík­ið. Taln­ingu eigi að vera lokið þrett­ánda des­em­ber í síð­asta lagi. Stein hefur sagst einnig ætla að fara fram á end­ur­taln­ingu í Michigan og Penn­syl­van­íu.

Auglýsing

Stein seg­ist hafa náð að safna 4,8 millj­ónum banda­ríkja­dala og stefnir að því að safna sjö. Hún hefur þar til á mið­viku­dag í næstu viku til að fara fram á end­ur­taln­ingu í hinum ríkj­unum tveim­ur. Haukur Arn­þórs­son, sér­fræð­ingur í raf­rænni stjórn­sýslu, sagði í grein á vef Kjarn­ans 24. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, að það væri mögu­legt fyrir hakk­ara að hafa áhrif á raf­rænar kosn­ingar en mögu­leik­inn væri þó lít­ill. „Fimmtán ríki í BNA reka kosn­­inga­­kerfi án papp­írs­slóð­­ar. Sér­­fræð­ingar í tölvu­­tækni hafa dregið í efa öryggi taln­ing­­ar­innar í þeim ríkjum í nýaf­­stöðnum for­­seta­­kosn­­ingum og bent á að Clinton hafi komið verst út þar sem þau eru not­uð. Þeir telja að hag­ræð­ing nið­­ur­­staðna geti numið 7%. Úrslit í Wiscons­in, Michigan og Penn­­syl­vania réðu nið­­ur­­stöðum kosn­­ing­anna og bein­ist athyglin því að þeim. Meðal sér­­fræð­ing­anna eru áður­­­nefndur J. Alex Hald­erman og kosn­­inga­rétt­­ar­lög­­mað­­ur­inn John Bon­i­faz. Þeir hafa lagt til að kosn­­ing­­arnar verði kærðar og kraf­ist end­­ur­taln­ingar og rann­­sóknar á fram­­kvæmd þeirra [...] Afar ósenn­i­­legt er að end­­ur­taln­ing og rann­­sókn á kosn­­inga­mis­­­ferli í raf­­ræna kerf­inu breyti nið­­ur­­stöð­­um. Lík­­­leg­­ast er að tor­­tryggnin í garð þess auk­ist og lögð verði áhersla á papp­írs­slóð og taln­ingu kjör­­seðla eftir á. Enda má rök­­styðja að upp­­lýs­inga­­tæknin ein og sér ráði ekki við verk­efnið leyn­i­­legar kosn­­ing­­ar,“ sagði Haukur meðal ann­ars í grein sinni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None