Staðan aldrei verið betri

Það er óhætt að segja að staða þjóðarbússins hafi batnað mikið á undanförnum misserum.

Már Guðmundsson
Auglýsing

Við­skipta­jöfn­uður mæld­ist hag­stæður um 100,4 ma.kr. á árs­fjórð­ungnum sam­an­borið við 32,5 ma.kr. fjórð­ung­inn á und­an. Þetta er mesti afgangur af við­skipta­jöfn­uði frá upp­hafi mæl­inga og í fyrsta sinn sem hann fer yfir 100 millj­arða króna á fjórð­ung­i. 

Frá þessu var greint á vef Seðla­banka Íslands í dag.

Vöru­skipta­jöfn­uður var óhag­stæður sem nam 22,5 millj­arða króna en þjón­ustu­jöfn­uður mæld­ist hag­stæður um 121,6 millj­ara króna. Jöfn­uður frum­þátta­tekna var hag­stæður um 6,1 millj­arða króna. rekstr­ar­fram­lög óhag­stæð um 4,8 millj­arða króna.

Auglýsing

Mestu munar um mik­inn vöxt í ferða­þjón­ust­unni, og miklar gjald­eyr­is­tekjur þjóð­ar­búss­ins af erlendum ferða­mönn­um. Þá stór­batn­aði skulda­staðan við útlönd við upp­gjör slita­búa föllnu bank­anna. 

Erlendar eignir þjóð­ar­bús­ins námu 4.040 millj­örðum króna í lok árs­fjórð­ungs­ins en skuldir 3.980 millj­örðum króna. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 60 millj­arða króna eða sem nam 2,6 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu. „Er­lend staða þjóð­ar­bús­ins er jákvæð í fyrsta sinn frá því að mæl­ingar hófust. Nettóskuldir lækk­uðu um þrjá­tíu millj­arða eða sem nam 1,3 pró­sent af lands­fram­leiðslu á milli árs­fjórð­unga. Hrein fjár­magns­við­skipti leiddu til um 129 ma.kr. bættrar erlendrar stöðu þjóð­ar­bús­ins,“ segir í frétt seðla­bank­ans. 

Þar af hækk­uðu erlendar eignir um 140 millj­arða en skuldir um 11 millj­arða vegna fjár­magns­við­skipt­anna. Geng­is- og verð­breyt­ingar höfðu nei­kvæð áhrif á erlenda stöðu þjóð­ar­bús­ins um 83 millj­arða á árs­fjórð­ungn­um. 

Gengi krón­unnar styrkt­ist gagn­vart helstu gjald­miðlum eða að jafn­aði um 6,7 pró­sent. Mest styrk­ist gengi krón­unnar gagn­vart sterl­ingspundi eða um 10,1 pró­sent, en frá því Brexit kosn­ingin fór fram í júni, hefur gengi punds­ins veikst mikið gagn­vart öllum helstu við­skipta­mynt­um. Pundið kostar nú um 140 krónur en kost­aði 206 krónur fyrir rúmu ári.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None