Staðan aldrei verið betri

Það er óhætt að segja að staða þjóðarbússins hafi batnað mikið á undanförnum misserum.

Már Guðmundsson
Auglýsing

Við­skipta­jöfn­uður mæld­ist hag­stæður um 100,4 ma.kr. á árs­fjórð­ungnum sam­an­borið við 32,5 ma.kr. fjórð­ung­inn á und­an. Þetta er mesti afgangur af við­skipta­jöfn­uði frá upp­hafi mæl­inga og í fyrsta sinn sem hann fer yfir 100 millj­arða króna á fjórð­ung­i. 

Frá þessu var greint á vef Seðla­banka Íslands í dag.

Vöru­skipta­jöfn­uður var óhag­stæður sem nam 22,5 millj­arða króna en þjón­ustu­jöfn­uður mæld­ist hag­stæður um 121,6 millj­ara króna. Jöfn­uður frum­þátta­tekna var hag­stæður um 6,1 millj­arða króna. rekstr­ar­fram­lög óhag­stæð um 4,8 millj­arða króna.

Auglýsing

Mestu munar um mik­inn vöxt í ferða­þjón­ust­unni, og miklar gjald­eyr­is­tekjur þjóð­ar­búss­ins af erlendum ferða­mönn­um. Þá stór­batn­aði skulda­staðan við útlönd við upp­gjör slita­búa föllnu bank­anna. 

Erlendar eignir þjóð­ar­bús­ins námu 4.040 millj­örðum króna í lok árs­fjórð­ungs­ins en skuldir 3.980 millj­örðum króna. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 60 millj­arða króna eða sem nam 2,6 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu. „Er­lend staða þjóð­ar­bús­ins er jákvæð í fyrsta sinn frá því að mæl­ingar hófust. Nettóskuldir lækk­uðu um þrjá­tíu millj­arða eða sem nam 1,3 pró­sent af lands­fram­leiðslu á milli árs­fjórð­unga. Hrein fjár­magns­við­skipti leiddu til um 129 ma.kr. bættrar erlendrar stöðu þjóð­ar­bús­ins,“ segir í frétt seðla­bank­ans. 

Þar af hækk­uðu erlendar eignir um 140 millj­arða en skuldir um 11 millj­arða vegna fjár­magns­við­skipt­anna. Geng­is- og verð­breyt­ingar höfðu nei­kvæð áhrif á erlenda stöðu þjóð­ar­bús­ins um 83 millj­arða á árs­fjórð­ungn­um. 

Gengi krón­unnar styrkt­ist gagn­vart helstu gjald­miðlum eða að jafn­aði um 6,7 pró­sent. Mest styrk­ist gengi krón­unnar gagn­vart sterl­ingspundi eða um 10,1 pró­sent, en frá því Brexit kosn­ingin fór fram í júni, hefur gengi punds­ins veikst mikið gagn­vart öllum helstu við­skipta­mynt­um. Pundið kostar nú um 140 krónur en kost­aði 206 krónur fyrir rúmu ári.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None